Samgönguráðherra telur nauðsynlegt að auka frjálsræði í leigubílaakstri Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 19:41 Formaður Frama, félags leigubílstjóra leggst gegn áformum samgönguráðherra um að gefa út eitt hundrað ný leyfi fyrir leigubíla og segir enga þörf á fjölgun leigubíla. Samgönguráðherra segir hins vegar að fjölga þurfi leyfunum vegna álags og segir að frekara frjálsræði í leigubílaakstri hljóti að verða skoðað í framtíðinni. Í dag eru 589 leigubílaleyfi í umferð á Íslandi. Í drögum að reglugerð Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað um 90 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og um tíu samanlagt á Akureyri og í Árborg. „Það er alveg ljóst að þjónustan hefur á ákveðnum álagstímum sérstaklega um helgar verið óásættanleg í miðborginni. Leyfum hefur ekki verið fjölgað á undanförnum árum til dæmis í neinu samræmi við til dæmis aukningu á ferðamannastraumi og öðru,“ segir Jón. En leyfum hafi nánast ekkert fjölgað frá því reglugerð var breytt árið 2003. Nú sé verið að skoða breytt umhverfi í þessum efnum. „Og í mínum huga munum við þurfa einhvern veginn að opna þetta kerfi meira en verið hefur. Við þurfum að vera í samræmi við þróun samfélagsins í þeim efnum,“ segir samgönguráðherra. Þótt hér séu ríkar kröfur gerðar til þeirra sem stundi leigubílaakstur vill ráðherrann skoða ferkari breytingar í frjálsræðisátt þótt Uber sé kannski ekki í myndinni í bráð. „Hvaða fyrirkomulag sem það verður held ég að það sé óumflyjanlegt hjá okkur að við munum sjá breytingar á þessu umhverfi. Það er slæmt að þróunin sé að gerast með þeim hætti að það séu hér einhverjar fésbókarsíður sem eru farnar að sinna þessu hlutverki. Við þurfum að ná utan um það með einhverjum lagaramma þannig að hér sé þá verið að fylgja þeim grundvallarreglum sem við setjum,“ segir Jón. Ástgeir Þorsteinsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa. Bílstjórar bíði í allt að 45 mínútur eftir næsta verkefni. Hann vill ekki meina að leigubílar á Íslandi séu dýrir og því hafi eftirspurn eftir þeim ekki vaxið með auknum fólksfjölda og ferðamannastraumi. „Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu,“ segir Ástgeir Þorsteinsson. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðs „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Formaður Frama, félags leigubílstjóra leggst gegn áformum samgönguráðherra um að gefa út eitt hundrað ný leyfi fyrir leigubíla og segir enga þörf á fjölgun leigubíla. Samgönguráðherra segir hins vegar að fjölga þurfi leyfunum vegna álags og segir að frekara frjálsræði í leigubílaakstri hljóti að verða skoðað í framtíðinni. Í dag eru 589 leigubílaleyfi í umferð á Íslandi. Í drögum að reglugerð Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað um 90 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og um tíu samanlagt á Akureyri og í Árborg. „Það er alveg ljóst að þjónustan hefur á ákveðnum álagstímum sérstaklega um helgar verið óásættanleg í miðborginni. Leyfum hefur ekki verið fjölgað á undanförnum árum til dæmis í neinu samræmi við til dæmis aukningu á ferðamannastraumi og öðru,“ segir Jón. En leyfum hafi nánast ekkert fjölgað frá því reglugerð var breytt árið 2003. Nú sé verið að skoða breytt umhverfi í þessum efnum. „Og í mínum huga munum við þurfa einhvern veginn að opna þetta kerfi meira en verið hefur. Við þurfum að vera í samræmi við þróun samfélagsins í þeim efnum,“ segir samgönguráðherra. Þótt hér séu ríkar kröfur gerðar til þeirra sem stundi leigubílaakstur vill ráðherrann skoða ferkari breytingar í frjálsræðisátt þótt Uber sé kannski ekki í myndinni í bráð. „Hvaða fyrirkomulag sem það verður held ég að það sé óumflyjanlegt hjá okkur að við munum sjá breytingar á þessu umhverfi. Það er slæmt að þróunin sé að gerast með þeim hætti að það séu hér einhverjar fésbókarsíður sem eru farnar að sinna þessu hlutverki. Við þurfum að ná utan um það með einhverjum lagaramma þannig að hér sé þá verið að fylgja þeim grundvallarreglum sem við setjum,“ segir Jón. Ástgeir Þorsteinsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa. Bílstjórar bíði í allt að 45 mínútur eftir næsta verkefni. Hann vill ekki meina að leigubílar á Íslandi séu dýrir og því hafi eftirspurn eftir þeim ekki vaxið með auknum fólksfjölda og ferðamannastraumi. „Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu,“ segir Ástgeir Þorsteinsson.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðs „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira