Sig á gengi krónunnar minnkar líkur á hörðum skelli Heimir Már Pétursson skrifar 12. júlí 2017 12:57 Gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur veikst um átta prósent á undanförnum vikum. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aðlögun gengisins eiga sér stað fyrr en margir hafi spáð og líkurnar á snörpu falli krónunnar hafi minnkað. Grundvallarbreyting hafi átt sér stað eftir losun hafta í marsmánuði. Talsmenn ferðaþjónustunnar og sjávarútvegsins hafa kvartað mikið undan háu gengi krónunnar undanfarin misseri en gengi hennar tók hins vegar að veikjast í byrjun júní. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þannig hafi evran farið úr 110 krónum í júníbyrjun í tæpar 124 krónur í lok dags í gær og þar með styrkst um 12,7 prósent gagnvar krónunni á einum og hálfum mánuði. Á sama tíma hefur dollarinn farið úr 98 krónum í 108 krónur og styrkt sig um 10,2 prósent gagnvart krónunni. Pundið var í 126 krónum í byrjun júní en var við lok dags í gær komið í 139 krónur og hefur því styrkst um 10,3 prósent gagnvart krónunni. Jón Bjarki segir krónuna því komna á svipaðan stað og hún var um miðjan aprílmánuð. „Það hefur orðið mikil grundvallar breyting á markaði eftir að höft voru losuð í mars. Markaðurinn er má segja orðinn eðlilegri að því leyti að það eru miklu fleiri kraftar sem hafa áhrif á hann en áður. En hann er að sama skapi ófyrirséðari. Gott dæmi um þetta eru áhrif ferðaþjónustunnar sem er að skila miklum gjaldeyri þessa dagana en það eru bara aðrir þættir sem vega þyngra en men áttu von á,” segir Jón Bjarki.Gengisvarnir notaðar í ríkari mæli Til dæmis séu útflutningsaðilar farnir að nota gengisvarnir í ríkari mæli en áður sem þýði að ekki verði bein tenging á milli gjaldeyrisinnflæðis á hverjum tíma og hvernig krónan sé að þróast. Þá séu merki um það í gögnum Seðlabankans að erlendir fjárfestingaraðilar séu að fara með fjárfestingar sínar úr landi í eitthvað meiri mæli síðustu vikurnar en fyrr á árinu. Sama kunni að vera upp á teningnum varðandi íslenska fjárfesta. „Við höfum bara ekki yfirsýn yfir það Það er í rauninni ákveðið heilbrigðismerki að markaðurinn sé ekki eins fyrirséður og hann var,“ segir Jón Bjarki. Krónan hafi ekki hreyfst eðlilega á meðan höftin voru hvað ströngust. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við fréttastofu fyrir um hálfum mánuði að bankinn væri hættur að kaupa gjaldeyri í stórum stíl í bili enda væri gjaldeyrisforðinn orðinn nógu stór. Jón Bjarki segir að þetta hefði öðru jöfnu átt að leiða til styrkingar krónunnar en það hefði ekki spilast þannig út. Seðlabankinn hefði nú mikla burði til að bregðast við hraðri veikingu krónunnar ef á þyrfti að halda. „Það má eiginlega horfa á þessa hreyfingu sem held ég sem aðlögum sem er að koma fyrr en kannski margir væntu. En í raun jákvæð þróun að því leyti að hún minnkar líkur á hörðum skelli síðar meir,”Þannig að þú ert að segja að það séu minni líkur á að krónan taki stórt fall á stuttum tíma? „Já það er það. Líkurnar á því eru miklu minni en þær voru hér áður fyrr,” segir Jón Bjarki Bentsson. Íslenska krónan Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur veikst um átta prósent á undanförnum vikum. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aðlögun gengisins eiga sér stað fyrr en margir hafi spáð og líkurnar á snörpu falli krónunnar hafi minnkað. Grundvallarbreyting hafi átt sér stað eftir losun hafta í marsmánuði. Talsmenn ferðaþjónustunnar og sjávarútvegsins hafa kvartað mikið undan háu gengi krónunnar undanfarin misseri en gengi hennar tók hins vegar að veikjast í byrjun júní. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þannig hafi evran farið úr 110 krónum í júníbyrjun í tæpar 124 krónur í lok dags í gær og þar með styrkst um 12,7 prósent gagnvar krónunni á einum og hálfum mánuði. Á sama tíma hefur dollarinn farið úr 98 krónum í 108 krónur og styrkt sig um 10,2 prósent gagnvart krónunni. Pundið var í 126 krónum í byrjun júní en var við lok dags í gær komið í 139 krónur og hefur því styrkst um 10,3 prósent gagnvart krónunni. Jón Bjarki segir krónuna því komna á svipaðan stað og hún var um miðjan aprílmánuð. „Það hefur orðið mikil grundvallar breyting á markaði eftir að höft voru losuð í mars. Markaðurinn er má segja orðinn eðlilegri að því leyti að það eru miklu fleiri kraftar sem hafa áhrif á hann en áður. En hann er að sama skapi ófyrirséðari. Gott dæmi um þetta eru áhrif ferðaþjónustunnar sem er að skila miklum gjaldeyri þessa dagana en það eru bara aðrir þættir sem vega þyngra en men áttu von á,” segir Jón Bjarki.Gengisvarnir notaðar í ríkari mæli Til dæmis séu útflutningsaðilar farnir að nota gengisvarnir í ríkari mæli en áður sem þýði að ekki verði bein tenging á milli gjaldeyrisinnflæðis á hverjum tíma og hvernig krónan sé að þróast. Þá séu merki um það í gögnum Seðlabankans að erlendir fjárfestingaraðilar séu að fara með fjárfestingar sínar úr landi í eitthvað meiri mæli síðustu vikurnar en fyrr á árinu. Sama kunni að vera upp á teningnum varðandi íslenska fjárfesta. „Við höfum bara ekki yfirsýn yfir það Það er í rauninni ákveðið heilbrigðismerki að markaðurinn sé ekki eins fyrirséður og hann var,“ segir Jón Bjarki. Krónan hafi ekki hreyfst eðlilega á meðan höftin voru hvað ströngust. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við fréttastofu fyrir um hálfum mánuði að bankinn væri hættur að kaupa gjaldeyri í stórum stíl í bili enda væri gjaldeyrisforðinn orðinn nógu stór. Jón Bjarki segir að þetta hefði öðru jöfnu átt að leiða til styrkingar krónunnar en það hefði ekki spilast þannig út. Seðlabankinn hefði nú mikla burði til að bregðast við hraðri veikingu krónunnar ef á þyrfti að halda. „Það má eiginlega horfa á þessa hreyfingu sem held ég sem aðlögum sem er að koma fyrr en kannski margir væntu. En í raun jákvæð þróun að því leyti að hún minnkar líkur á hörðum skelli síðar meir,”Þannig að þú ert að segja að það séu minni líkur á að krónan taki stórt fall á stuttum tíma? „Já það er það. Líkurnar á því eru miklu minni en þær voru hér áður fyrr,” segir Jón Bjarki Bentsson.
Íslenska krónan Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira