Telur heppilegast að allir í stjórn Neytendasamtakanna segi af sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. júlí 2017 10:04 Ófremdarástand ríkir innan Neytendasamtakanna og heppilegast er að allir í stjórninni segi af sér og kosið verði upp á nýtt, segir Þóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi varaformaður Neytendasamtakanna. Ágreiningur innan samtakanna hafi bæði skaðað ímynd þeirra og verkefnin. „Þetta bara virkar ekki og þegar eitthvað virkar ekki þá þarf bara að breyta því og laga það,“ sagði Þóra í Bítinu í morgun.Vilja formanninn burt Málefni Neytendasamtakanna hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið en meirihluti stjórnar samtakanna hefur skorað á formann þeirra, Ólaf Arnarson, að segja af sér. Þóra segist þeirrar skoðunar að Ólafur einfaldlega verði að stíga til hliðar. „Ólafur var kjörinn til tveggja ára, sem og stjórnin. Það er búið að biðja hann um að fara en hann vill það ekki. Hann hefur rétt á því að segja nei en sem lausn í málinu gæti það kannski verið rétt að allir segðu: Ok, þetta gengur ekki, þetta er ekki að virka. Förum og kjósum upp á nýtt.“Hver vika skaði Þóra segir mikilvægt að lausn verði fundin sem fyrst. Samtökin hafi beðið hnekki vegna innanborðsdeilna og að hver vika skaði samtökin enn frekar. „Eins og ég sé þetta núna þá er þarna óstarfhæft batterí sem þarf auðvitað að koma í lag. Og neytendur í landinu, sérstaklega félagsmenn sem eru að borga í samtökin, eiga bara skilið að þessi samtök fúnkeri,“ segir hún og bætir við að hún hafi sjálf íhugað að hætta að greiða í samtökin vegna átakanna. Aðspurð segist hún hafa íhugað að bjóða sig aftur fram í stjórnina. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Öllu starfsfólki Neytendasamtakanna sagt upp Stjórn Neytendasamtakanna hefur ákveðið að segja upp öllu starfsfólki. 30. júní 2017 10:13 Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39 Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna vill losna við formanninn Í dag birtist yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. 9. júlí 2017 19:15 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Ófremdarástand ríkir innan Neytendasamtakanna og heppilegast er að allir í stjórninni segi af sér og kosið verði upp á nýtt, segir Þóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi varaformaður Neytendasamtakanna. Ágreiningur innan samtakanna hafi bæði skaðað ímynd þeirra og verkefnin. „Þetta bara virkar ekki og þegar eitthvað virkar ekki þá þarf bara að breyta því og laga það,“ sagði Þóra í Bítinu í morgun.Vilja formanninn burt Málefni Neytendasamtakanna hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið en meirihluti stjórnar samtakanna hefur skorað á formann þeirra, Ólaf Arnarson, að segja af sér. Þóra segist þeirrar skoðunar að Ólafur einfaldlega verði að stíga til hliðar. „Ólafur var kjörinn til tveggja ára, sem og stjórnin. Það er búið að biðja hann um að fara en hann vill það ekki. Hann hefur rétt á því að segja nei en sem lausn í málinu gæti það kannski verið rétt að allir segðu: Ok, þetta gengur ekki, þetta er ekki að virka. Förum og kjósum upp á nýtt.“Hver vika skaði Þóra segir mikilvægt að lausn verði fundin sem fyrst. Samtökin hafi beðið hnekki vegna innanborðsdeilna og að hver vika skaði samtökin enn frekar. „Eins og ég sé þetta núna þá er þarna óstarfhæft batterí sem þarf auðvitað að koma í lag. Og neytendur í landinu, sérstaklega félagsmenn sem eru að borga í samtökin, eiga bara skilið að þessi samtök fúnkeri,“ segir hún og bætir við að hún hafi sjálf íhugað að hætta að greiða í samtökin vegna átakanna. Aðspurð segist hún hafa íhugað að bjóða sig aftur fram í stjórnina. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Öllu starfsfólki Neytendasamtakanna sagt upp Stjórn Neytendasamtakanna hefur ákveðið að segja upp öllu starfsfólki. 30. júní 2017 10:13 Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39 Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna vill losna við formanninn Í dag birtist yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. 9. júlí 2017 19:15 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Öllu starfsfólki Neytendasamtakanna sagt upp Stjórn Neytendasamtakanna hefur ákveðið að segja upp öllu starfsfólki. 30. júní 2017 10:13
Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39
Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna vill losna við formanninn Í dag birtist yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. 9. júlí 2017 19:15