„Þakklæti er okkur efst í huga“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2017 18:51 Áhöfn skútu sem bjargað var um þrjátíu sjómílur utan við landhelgi Íslands í fyrradag, kom til landsins í dag með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum en leyfðu sér aldrei að hugsa að þeim yrði ekki bjargað. Áhöfn skútunnar sendi frá sér neyðarboð um klukkan hálf fimm á miðvikudagsmorgun og fóru strax af stað umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar. Þegar í stað var nærstöddum skipum gert viðvart og var rannsóknarskipið Árni Friðriksson næst vettvangi og fór á staðinn ásamt Varðskipinu Þór. Flugvél Isavia fór einnig á staðinn auk flugvélar danska flughersins sem var send frá Syðri Straumfirði í Grænlandi. Áhöfn flugvélar Isavia fann svo mennina um tíu leytið á miðvikudagsmorgun og skömmu síðar kom Árni Friðriksson á vettvang og bjargaði mönnunum úr björgunarbát. Vegna sjólags var ákveðið flytja mennina ekki um borð í Varðskipið Þór heldur að rannsóknarskipið myndi flytja þá í land.Fegnir með fast land undir fótum Árni Friðriksson kom til Grindavíkur um níu leytið í morgun en lagðist ekki að bryggju. Hafnsögubátur var sendur á móts við skipið sem tók áhöfnina og ferjaði hana í land. Lögreglan á Suðurnesjum tók á móti mönnunum og var þeim til aðstoðar. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum. „Fast land undir fótum í fyrsta sinn í tvær vikur. Við sigldum frá St. Johns á Nýfundnalandi fyrir hálfum mánuði. Við erum loksins komin á fastalandið eftir tvær vikur,“ segir Morrie Pierson, skipverji sem var um borð í skútunni Skútan bar nafnið Valiant og var um 40 feta löng. Áhöfnin er vön sjóferðum og segir að ekki hafi verið búist við svo slæmu veðri. „Spáin hljóðaði upp á 12-15 metra á sekúndu en vindhraðinn fór upp í 21-27 metra á sekúndu. Veðurspáin gerði ekki ráð fyrir slíku en reyndin varð þessi,“ segir Pierson. Sjórinn var erfiður þegar atvikið átti sér stað en mastur skútunnar brotnaði eftir að skúta fékk á sig brot og fór heilan hring undir vatni. „Við vonuðum að hún myndi rétta sig sem hún svo gerði. Þegar hún rétti sig kom í ljós að allir voru ómeiddir. Sjór hafði komist í bátinn en hann var á floti. Við lensuðum sjóinn úr skútunni, þurrkuðum hana og köstuðum óþarfa hlutum fyrir borð því allt var á rúi og stúi um borð,“ segir Piersol.Þakklæti efst í huga Áhöfnin var alltaf vongóð um björgun „Fyrst sáum við flugvélina en vissum ekki hvort hún hefði séð okkur. Neyðarsendirinn sendir merki en maður veit ekki hvort þau séu numin. Heyrir einhver í sendinum? Maður vonar það auðvitað. En þegar við sáum flugvélina vissum við að áhöfnin hafði séð okkur,“ segir Piersol. Dagurinn í dag og næstu dagar fara í að ákveða næstu skref hjá áhöfninni en ráðgert er að vera á Íslandi næstu daga. „Allir hafa komið svo vel fram við okkur og sýnt okkur velvilja. Skipverjar á rannsóknarskipinu voru frábærir. Þið og allir aðrir lögðuð svo mikið á ykkur. Þakklæti er okkur efst í huga,“ sagði Piersol að lokum. Tengdar fréttir Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03 Skipbrotsmaður á bandarísku skútunni: „Við vorum blautir en í lagi“ Mastur skútunnar brotnaði auk þess sem rafmagnslaust varð um borð. 28. júlí 2017 15:40 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Áhöfn skútu sem bjargað var um þrjátíu sjómílur utan við landhelgi Íslands í fyrradag, kom til landsins í dag með rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum en leyfðu sér aldrei að hugsa að þeim yrði ekki bjargað. Áhöfn skútunnar sendi frá sér neyðarboð um klukkan hálf fimm á miðvikudagsmorgun og fóru strax af stað umfangsmiklar aðgerðir Landhelgisgæslunnar. Þegar í stað var nærstöddum skipum gert viðvart og var rannsóknarskipið Árni Friðriksson næst vettvangi og fór á staðinn ásamt Varðskipinu Þór. Flugvél Isavia fór einnig á staðinn auk flugvélar danska flughersins sem var send frá Syðri Straumfirði í Grænlandi. Áhöfn flugvélar Isavia fann svo mennina um tíu leytið á miðvikudagsmorgun og skömmu síðar kom Árni Friðriksson á vettvang og bjargaði mönnunum úr björgunarbát. Vegna sjólags var ákveðið flytja mennina ekki um borð í Varðskipið Þór heldur að rannsóknarskipið myndi flytja þá í land.Fegnir með fast land undir fótum Árni Friðriksson kom til Grindavíkur um níu leytið í morgun en lagðist ekki að bryggju. Hafnsögubátur var sendur á móts við skipið sem tók áhöfnina og ferjaði hana í land. Lögreglan á Suðurnesjum tók á móti mönnunum og var þeim til aðstoðar. Þeir voru fegnir að hafa loksins fast land undir fótum. „Fast land undir fótum í fyrsta sinn í tvær vikur. Við sigldum frá St. Johns á Nýfundnalandi fyrir hálfum mánuði. Við erum loksins komin á fastalandið eftir tvær vikur,“ segir Morrie Pierson, skipverji sem var um borð í skútunni Skútan bar nafnið Valiant og var um 40 feta löng. Áhöfnin er vön sjóferðum og segir að ekki hafi verið búist við svo slæmu veðri. „Spáin hljóðaði upp á 12-15 metra á sekúndu en vindhraðinn fór upp í 21-27 metra á sekúndu. Veðurspáin gerði ekki ráð fyrir slíku en reyndin varð þessi,“ segir Pierson. Sjórinn var erfiður þegar atvikið átti sér stað en mastur skútunnar brotnaði eftir að skúta fékk á sig brot og fór heilan hring undir vatni. „Við vonuðum að hún myndi rétta sig sem hún svo gerði. Þegar hún rétti sig kom í ljós að allir voru ómeiddir. Sjór hafði komist í bátinn en hann var á floti. Við lensuðum sjóinn úr skútunni, þurrkuðum hana og köstuðum óþarfa hlutum fyrir borð því allt var á rúi og stúi um borð,“ segir Piersol.Þakklæti efst í huga Áhöfnin var alltaf vongóð um björgun „Fyrst sáum við flugvélina en vissum ekki hvort hún hefði séð okkur. Neyðarsendirinn sendir merki en maður veit ekki hvort þau séu numin. Heyrir einhver í sendinum? Maður vonar það auðvitað. En þegar við sáum flugvélina vissum við að áhöfnin hafði séð okkur,“ segir Piersol. Dagurinn í dag og næstu dagar fara í að ákveða næstu skref hjá áhöfninni en ráðgert er að vera á Íslandi næstu daga. „Allir hafa komið svo vel fram við okkur og sýnt okkur velvilja. Skipverjar á rannsóknarskipinu voru frábærir. Þið og allir aðrir lögðuð svo mikið á ykkur. Þakklæti er okkur efst í huga,“ sagði Piersol að lokum.
Tengdar fréttir Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03 Skipbrotsmaður á bandarísku skútunni: „Við vorum blautir en í lagi“ Mastur skútunnar brotnaði auk þess sem rafmagnslaust varð um borð. 28. júlí 2017 15:40 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Sjá meira
Óttaðist um líf sitt þegar þegar skútunni hvolfdi Einn úr áhöfn bandarísku skútunnar sagði eiginkonu sinni að hann hefði verið viss um að hann myndi drukkna. 27. júlí 2017 19:03
Skipbrotsmaður á bandarísku skútunni: „Við vorum blautir en í lagi“ Mastur skútunnar brotnaði auk þess sem rafmagnslaust varð um borð. 28. júlí 2017 15:40