„Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. júlí 2017 20:00 John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. Um einn og hálfur mánuður er síðan John Snorri kom til Pakistan og hóf þannig leiðangurinn á K2. Hópurinn hans lagði síðan af stað úr grunnbúðunum aðfaranótt 23. júlí. Um klukkan ellefu í morgun, fimm dögum síðar, bættist hann í fámennan hóp 230 einstaklinga sem hafa náð á toppinn. Lokakaflinn var erfiður og tók lengri tíma en gert var ráð fyrir. John var nýbýinn að reka niður íslenska fánann á fjallstindinn þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég er á toppnum núna. Við vorum að koma hingað fyrir tíu mínútum síðan og ég var rétt að setja íslenska fánann niður. Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!" sagði John Snorri í dag. Hann sagði ferðina upp hafa verið erfiða. Hann var andstuttur og átti takmarkað súrefni eftir. „Við ætluðum að vera komin á pakistönskum tíma á milli átta og tíu en núna er klukkan fjögur á pakistönskum tíma. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara drífa okkur niður," sagði hann. Blendnar tilfinningar fóru um John á toppnum þar sem þreytan var gríðarleg en gleðin var þó sterkari. „Ég er þreyttur. Tilfinningin er mjög blendin. Þegar ég koma hérna á toppinn fór ég bara að gráta. Ég bara missti mig alveg þegar ég kom upp á toppinn," sagði John. Þrátt fyrir að toppnum sé náð bíður hans erfið ganga þar sem John þarf að koma sér aftur niður. Stefnt er að því að ná í grunnbúðir á sunnudag. Hann var spenntur fyrir að komast aftur í öryggið og þakkaði konuninni sinni fyrir stuðninginn. „Ég vil þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur allan tímann. Hún hefur haft trú á mér allan tímann og mig langar líka að þakka stjórn LÍF [styrktarfélags] fyrir að hafa haft trúa á mér allan tímann og til allra landsmanna: takk, takk æðislega." Fjallamennska Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. Um einn og hálfur mánuður er síðan John Snorri kom til Pakistan og hóf þannig leiðangurinn á K2. Hópurinn hans lagði síðan af stað úr grunnbúðunum aðfaranótt 23. júlí. Um klukkan ellefu í morgun, fimm dögum síðar, bættist hann í fámennan hóp 230 einstaklinga sem hafa náð á toppinn. Lokakaflinn var erfiður og tók lengri tíma en gert var ráð fyrir. John var nýbýinn að reka niður íslenska fánann á fjallstindinn þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég er á toppnum núna. Við vorum að koma hingað fyrir tíu mínútum síðan og ég var rétt að setja íslenska fánann niður. Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!" sagði John Snorri í dag. Hann sagði ferðina upp hafa verið erfiða. Hann var andstuttur og átti takmarkað súrefni eftir. „Við ætluðum að vera komin á pakistönskum tíma á milli átta og tíu en núna er klukkan fjögur á pakistönskum tíma. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara drífa okkur niður," sagði hann. Blendnar tilfinningar fóru um John á toppnum þar sem þreytan var gríðarleg en gleðin var þó sterkari. „Ég er þreyttur. Tilfinningin er mjög blendin. Þegar ég koma hérna á toppinn fór ég bara að gráta. Ég bara missti mig alveg þegar ég kom upp á toppinn," sagði John. Þrátt fyrir að toppnum sé náð bíður hans erfið ganga þar sem John þarf að koma sér aftur niður. Stefnt er að því að ná í grunnbúðir á sunnudag. Hann var spenntur fyrir að komast aftur í öryggið og þakkaði konuninni sinni fyrir stuðninginn. „Ég vil þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur allan tímann. Hún hefur haft trú á mér allan tímann og mig langar líka að þakka stjórn LÍF [styrktarfélags] fyrir að hafa haft trúa á mér allan tímann og til allra landsmanna: takk, takk æðislega."
Fjallamennska Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira