Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2017 09:00 Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum sýna að tími Rangánna sé að renna í hlað og það má reikna með að framhaldið næstu dagana þar verði á sama veg. Vikan sem leið var upp og ofan eins og gengur en líklega kemur róleg vika í Þverá og Kjarrá mest á óvart en þar veiddust aðeins 74 laxar sem er ansi mikið hrap milli vikna. Mesta veiðin í síðustu viku var í Ytri Rangá en þar komu 668 laxar á land og eru göngurnar í ánna samkvæmt okkar heimildum við ánna mjög góðar og allir helstu staðir inni og vel það. Þessi vika kom Ytri Rangá í toppsætið með heildarveiði upp á 1570 laxa. Miðfjarðará heldur sínu með góða vikuveiði uppá 256 laxa og er áin sú næst aflahæsta á landinu með heildarveiði uppá 1458 laxa. Þverá og Kjarrá er með 1312 laxa og árnar sem skipa fjórða og fimmta sætið eru Norðurá með vikuveiði uppá 129 laxa og Blanda með 168 laxa en það virðist heldur hafa lifnað yfir veiðinni þar á bæ. Næstu ár á topp tíu listanum eru Langá með 873 laxa og vikuveiði uppá 142 laxa. Haffjarðará með 670 laxa og með 123 laxa á land í vikunni. Urriðafoss í Þjórsá er komin með 625 laxa á sínar tvær stangir og vikuveiðin þar var 42 laxar. Grímsá og Tungná með 594 laxa og 91 lax á land í vikunni. Elliðaárnar eru svo í tíunda sæti með 102 laxa í vikunni og heildar veiði uppá 577 laxa. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Aðalfundur SVFR Veiði
Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum sýna að tími Rangánna sé að renna í hlað og það má reikna með að framhaldið næstu dagana þar verði á sama veg. Vikan sem leið var upp og ofan eins og gengur en líklega kemur róleg vika í Þverá og Kjarrá mest á óvart en þar veiddust aðeins 74 laxar sem er ansi mikið hrap milli vikna. Mesta veiðin í síðustu viku var í Ytri Rangá en þar komu 668 laxar á land og eru göngurnar í ánna samkvæmt okkar heimildum við ánna mjög góðar og allir helstu staðir inni og vel það. Þessi vika kom Ytri Rangá í toppsætið með heildarveiði upp á 1570 laxa. Miðfjarðará heldur sínu með góða vikuveiði uppá 256 laxa og er áin sú næst aflahæsta á landinu með heildarveiði uppá 1458 laxa. Þverá og Kjarrá er með 1312 laxa og árnar sem skipa fjórða og fimmta sætið eru Norðurá með vikuveiði uppá 129 laxa og Blanda með 168 laxa en það virðist heldur hafa lifnað yfir veiðinni þar á bæ. Næstu ár á topp tíu listanum eru Langá með 873 laxa og vikuveiði uppá 142 laxa. Haffjarðará með 670 laxa og með 123 laxa á land í vikunni. Urriðafoss í Þjórsá er komin með 625 laxa á sínar tvær stangir og vikuveiðin þar var 42 laxar. Grímsá og Tungná með 594 laxa og 91 lax á land í vikunni. Elliðaárnar eru svo í tíunda sæti með 102 laxa í vikunni og heildar veiði uppá 577 laxa. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Aðalfundur SVFR Veiði