#dóttir Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. júlí 2017 07:00 Hef ekki hundsvit á knattspyrnu. Hefur aldrei höfðað til mín frekar en aðrar íþróttir. Áhugaleysið ásamt fullkomnum skorti á keppnisskapi er ákveðinn lúxus. Geð mitt og blóðþrýstingur sveiflast aldrei í takt við gengi íslenskra landsliða. Hélt því ró minni á meðan íslenska kvennalandsliðið tapaði og tapaði í Hollandi. Þykir þó dálítið vænt um stelpuboltann. Mögulega vegna þess að á níunda áratugnum spilaði litla systir mín með Breiðabliki. Var númer 9. Baneitraður senter. Kópavogsbúar vilja réttilega eigna sér drjúgan hlut í uppgangi kvennaboltans. Þar tóku sig til nokkrir pabbar 1983 og komu á fót alvöru móti fyrir dæturnar sínar. Gull- og silfurmótið gaf loks stelpunum í yngstu flokkunum tækifæri til þess að etja kappi á alvöru móti. Berjast um gull, silfur og brons. Hef sjálfur lent í því að missa mig aðeins á kantinum þegar ég horfi á litlu stelpuna mína keppa. Föðurhjartað getur látið mann gera skrítna hluti. Rosalega spennandi að horfa á dóttur sína berjast um boltann. Skildi því ekki tuðið yfir því að stelpurnar okkar kusu að skarta eftirnöfnum sínum á treyjunum í Hollandi. Allra síst órakenndum feðraveldistengingum í umræðunni. Íslenska nafnahefðin er mjög svöl og til fyrirmyndar. Í löndunum í kringum okkur tíðkast enn sú firra að kona taki eftirnafn eiginmannsins! Það er rembulegt. Dæturnar okkar eiga sig alltaf sjálfar. Stelpurnar kváðu þetta kjaftæði í kútinn. Börðust stoltar undir gunnfánanum #dóttir. Ein sterk heild. Herinn okkar. Ellefu dætur á velli, ein fyrir allar og allar fyrir eina, geta og hafa afrekað margt og þótt þessar orrustur hafi tapast þá er stríðinu ekki lokið. Áfram dætur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Hef ekki hundsvit á knattspyrnu. Hefur aldrei höfðað til mín frekar en aðrar íþróttir. Áhugaleysið ásamt fullkomnum skorti á keppnisskapi er ákveðinn lúxus. Geð mitt og blóðþrýstingur sveiflast aldrei í takt við gengi íslenskra landsliða. Hélt því ró minni á meðan íslenska kvennalandsliðið tapaði og tapaði í Hollandi. Þykir þó dálítið vænt um stelpuboltann. Mögulega vegna þess að á níunda áratugnum spilaði litla systir mín með Breiðabliki. Var númer 9. Baneitraður senter. Kópavogsbúar vilja réttilega eigna sér drjúgan hlut í uppgangi kvennaboltans. Þar tóku sig til nokkrir pabbar 1983 og komu á fót alvöru móti fyrir dæturnar sínar. Gull- og silfurmótið gaf loks stelpunum í yngstu flokkunum tækifæri til þess að etja kappi á alvöru móti. Berjast um gull, silfur og brons. Hef sjálfur lent í því að missa mig aðeins á kantinum þegar ég horfi á litlu stelpuna mína keppa. Föðurhjartað getur látið mann gera skrítna hluti. Rosalega spennandi að horfa á dóttur sína berjast um boltann. Skildi því ekki tuðið yfir því að stelpurnar okkar kusu að skarta eftirnöfnum sínum á treyjunum í Hollandi. Allra síst órakenndum feðraveldistengingum í umræðunni. Íslenska nafnahefðin er mjög svöl og til fyrirmyndar. Í löndunum í kringum okkur tíðkast enn sú firra að kona taki eftirnafn eiginmannsins! Það er rembulegt. Dæturnar okkar eiga sig alltaf sjálfar. Stelpurnar kváðu þetta kjaftæði í kútinn. Börðust stoltar undir gunnfánanum #dóttir. Ein sterk heild. Herinn okkar. Ellefu dætur á velli, ein fyrir allar og allar fyrir eina, geta og hafa afrekað margt og þótt þessar orrustur hafi tapast þá er stríðinu ekki lokið. Áfram dætur!
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun