Gegn hnignun Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Miðað við þá erfiðleika sem fyrstu kynslóðir Íslendinga bjuggu við og það vonleysi sem blasti við þeim vegna náttúruvár og ýmissa áfalla er merkilegt að hér á landi hafi byggst upp og þrifist samfélag. Eins og Jared Diamond rekur í bók sinni Collapse: How Societies Choose to Fail or Succeed er ekkert annað land í Evrópu sem hefur þurft að þola meira vistfræðilegt tjón en Ísland. Diamond notar Ísland sem dæmi til að styðja þá kenningu sína að maðurinn verði almennt ekki var við hægfara eyðileggingu landkosta. Við landnám Íslands í kringum árið 870 náði skóglendi yfir um fjórðung landsins en langstærstur hluti þess var horfinn aðeins örfáum áratugum síðar. Þá hefur ekkert land í Evrópu orðið fyrir meiri jarðvegseyðingu. Stærsta vandamálið sem landnemarnir stóðu frammi fyrir var viðkvæmur jarðvegur Íslands sem á yfirborðinu leit nákvæmlega eins út og sá sem þeir höfðu vanist í Noregi og Bretlandi. Jarðvegurinn hafi hins vegar myndast hægar og eyðst hraðar hér á landi. Diamond bendir á að landnemarnir á Íslandi hafi verið í góðri trú þegar þeir beittu nákvæmlega sömu aðferðum í landbúnaði hér og þar með skelfilegum afleiðingum. Reynslan er miskunnarlaus kennari og með tímanum breyttu menn um kúrs til að aðlagast og íslenskt samfélag lifði af. Ísland fór síðan frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu yfir í eitt ríkasta samfélag heims þegar þjóðartekjur á mann eru annars vegar. Erfiðleikar landnemanna sýna okkur hvað aðlögunarhæfni byggð á þekkingu og reynslu skiptir miklu máli og hvað það getur í raun lítið skilið á milli feigs og ófeigs þegar samfélög byggjast upp. Með þetta í huga er áhugavert að velta fyrir sér stöðu Íslands á 21. öldinni. Hvernig mun Íslendingum reiða af og hvernig mun okkur farnast við að byggja áfram upp verðmætasköpun í þeim atvinnugreinum sem skila okkur tekjum á sjálfbæran og farsælan hátt þannig að við getum skilað landinu til næstu kynslóða með góðri samvisku? Íslendingar hafa borið gæfu til farsællar auðlindanýtingar þegar kemur að sjávarútvegi, jarðhita og nýtingu vatns til rafmagnsframleiðslu með vatnsaflsvirkjunum. Við eigum jafnframt gríðarleg vatnsverðmæti þegar vatn er að verða þverrandi auðlind í heiminum. Ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir núna er að tryggja stöðuga uppbyggingu ferðaþjónustunnar svo hún festi varanlega rætur sem öflug atvinnugrein. Þannig að gott gengi hennar um þessar mundir verði ekki aðeins skammvinn uppsveifla sem skrifast á tískustrauma og breytingar á smekk ferðamanna. Í því sambandi er mikilvægt að hafa hugfast að orðspor skiptir máli. Við verðum að byggja upp innviði til að taka á móti öllum þeim fjölda sem hingað kemur, við verðum að dreifa fjöldanum betur um landið og við verðum að gæta þess að verðleggja okkur ekki út af markaðnum með græðgi. Lítið getur skilið á milli feigs og ófeigs þegar samfélög blómstra eða hnigna. Það sama gildir um einstakar atvinnugreinar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Miðað við þá erfiðleika sem fyrstu kynslóðir Íslendinga bjuggu við og það vonleysi sem blasti við þeim vegna náttúruvár og ýmissa áfalla er merkilegt að hér á landi hafi byggst upp og þrifist samfélag. Eins og Jared Diamond rekur í bók sinni Collapse: How Societies Choose to Fail or Succeed er ekkert annað land í Evrópu sem hefur þurft að þola meira vistfræðilegt tjón en Ísland. Diamond notar Ísland sem dæmi til að styðja þá kenningu sína að maðurinn verði almennt ekki var við hægfara eyðileggingu landkosta. Við landnám Íslands í kringum árið 870 náði skóglendi yfir um fjórðung landsins en langstærstur hluti þess var horfinn aðeins örfáum áratugum síðar. Þá hefur ekkert land í Evrópu orðið fyrir meiri jarðvegseyðingu. Stærsta vandamálið sem landnemarnir stóðu frammi fyrir var viðkvæmur jarðvegur Íslands sem á yfirborðinu leit nákvæmlega eins út og sá sem þeir höfðu vanist í Noregi og Bretlandi. Jarðvegurinn hafi hins vegar myndast hægar og eyðst hraðar hér á landi. Diamond bendir á að landnemarnir á Íslandi hafi verið í góðri trú þegar þeir beittu nákvæmlega sömu aðferðum í landbúnaði hér og þar með skelfilegum afleiðingum. Reynslan er miskunnarlaus kennari og með tímanum breyttu menn um kúrs til að aðlagast og íslenskt samfélag lifði af. Ísland fór síðan frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu yfir í eitt ríkasta samfélag heims þegar þjóðartekjur á mann eru annars vegar. Erfiðleikar landnemanna sýna okkur hvað aðlögunarhæfni byggð á þekkingu og reynslu skiptir miklu máli og hvað það getur í raun lítið skilið á milli feigs og ófeigs þegar samfélög byggjast upp. Með þetta í huga er áhugavert að velta fyrir sér stöðu Íslands á 21. öldinni. Hvernig mun Íslendingum reiða af og hvernig mun okkur farnast við að byggja áfram upp verðmætasköpun í þeim atvinnugreinum sem skila okkur tekjum á sjálfbæran og farsælan hátt þannig að við getum skilað landinu til næstu kynslóða með góðri samvisku? Íslendingar hafa borið gæfu til farsællar auðlindanýtingar þegar kemur að sjávarútvegi, jarðhita og nýtingu vatns til rafmagnsframleiðslu með vatnsaflsvirkjunum. Við eigum jafnframt gríðarleg vatnsverðmæti þegar vatn er að verða þverrandi auðlind í heiminum. Ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir núna er að tryggja stöðuga uppbyggingu ferðaþjónustunnar svo hún festi varanlega rætur sem öflug atvinnugrein. Þannig að gott gengi hennar um þessar mundir verði ekki aðeins skammvinn uppsveifla sem skrifast á tískustrauma og breytingar á smekk ferðamanna. Í því sambandi er mikilvægt að hafa hugfast að orðspor skiptir máli. Við verðum að byggja upp innviði til að taka á móti öllum þeim fjölda sem hingað kemur, við verðum að dreifa fjöldanum betur um landið og við verðum að gæta þess að verðleggja okkur ekki út af markaðnum með græðgi. Lítið getur skilið á milli feigs og ófeigs þegar samfélög blómstra eða hnigna. Það sama gildir um einstakar atvinnugreinar.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun