Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. júlí 2017 19:30 Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. Vísbendingar eru um að fíkniefnaheimurinn sé að fara harðnandi, og óttast er að sterkari fíkniefni séu á leið til landsins. Mun minna er um svokallað læknaráp, það er þegar fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum, eftir að nýr lyfjagagnagrunnur var tekinn upp árið 2016. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og götuverð hækkað. Svo dæmi sé tekið hefur Contalgin, ávanabindandi verkjalyf, fengist á svörtum markaði á um það bil fjögur þúsund krónur síðastliðinn áratug, samkvæmt tölum frá SÁÁ. Í dag gengur það kaupum og sölum á allt að tíu þúsund krónur. Dæmi eru um allt að hundrað prósenta hækkun á ýmsum morfínskyldum lyfjum.Heróín mögulega á leið til landsinsSvala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segist finna mjög fyrir breytingum í fíkniefnaheiminum. Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins þar sem fólk með fíknivanda getur leitað sér aðstoðar. Frú Ragnheiður fær hátt í þrjú hundruð heimsóknir á mánuði. „Við höfum fengið ábendingar um að heróín sé mögulega á leiðinni til landsins. Við höfum miklar áhyggjur af því. Þegar þetta gerist, af því að heróín er götuefni, að þá vitum við aldrei hvað er í efninu nákvæmlega. Upprunalega er þetta ópíódi og svo er búið að bæta alls konar efnum í þetta á leiðinni til þess að reyna að drýgja efnið, þannig að notandinn veit ekki nákvæmlega styrkleika né innihaldið. Og það veldur okkur svolítið miklum kvíða.“Vændi færst í aukanaHún segir að samhliða þessari hækkun hafi fólk leitað annarra leiða til þess að verða sér úti um fjármagn. Til að mynda hafi vændi færst í aukana. „Þetta hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir veikasta hópinn okkar. Þetta hefur þær afleiðingar að þau þurfa að hafa miklu meira fyrir því að redda sér efnunum og það er oftast gert á slæman hátt. Það er rosalega mikið vændi í gangi. Það er verið að misnota konurnar, það er þjófnaður, það eru innbrot, þannig að fólk þarf að hafa miklu meira fyrir því að redda sér fjármagninu.“ Landlæknisembættið segir að erfitt sé að bregðast við þessari þróun. „Það er erfitt fyrir okkur að eiga við markaðinn og verðið á lyfjunum, en þetta leiðir að sjálfu sér að verðið hækkar og það kann að vera áhyggjuefnið fyrir ýmsa. En það er stefna embættisins að draga úr neyslu þessara lyfja,“ segir Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir. „Auðvitað er allt gert til þess að reyna að minnka þessa notkun og það eru meðferðaraðilar til. Frú Ragnheiður er að sinna góðu starfi, þannig að ýmislegt er nú gert, en að öðru leyti er þetta afskaplega erfitt mál,“ bætir hann við. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. Vísbendingar eru um að fíkniefnaheimurinn sé að fara harðnandi, og óttast er að sterkari fíkniefni séu á leið til landsins. Mun minna er um svokallað læknaráp, það er þegar fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum, eftir að nýr lyfjagagnagrunnur var tekinn upp árið 2016. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og götuverð hækkað. Svo dæmi sé tekið hefur Contalgin, ávanabindandi verkjalyf, fengist á svörtum markaði á um það bil fjögur þúsund krónur síðastliðinn áratug, samkvæmt tölum frá SÁÁ. Í dag gengur það kaupum og sölum á allt að tíu þúsund krónur. Dæmi eru um allt að hundrað prósenta hækkun á ýmsum morfínskyldum lyfjum.Heróín mögulega á leið til landsinsSvala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segist finna mjög fyrir breytingum í fíkniefnaheiminum. Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins þar sem fólk með fíknivanda getur leitað sér aðstoðar. Frú Ragnheiður fær hátt í þrjú hundruð heimsóknir á mánuði. „Við höfum fengið ábendingar um að heróín sé mögulega á leiðinni til landsins. Við höfum miklar áhyggjur af því. Þegar þetta gerist, af því að heróín er götuefni, að þá vitum við aldrei hvað er í efninu nákvæmlega. Upprunalega er þetta ópíódi og svo er búið að bæta alls konar efnum í þetta á leiðinni til þess að reyna að drýgja efnið, þannig að notandinn veit ekki nákvæmlega styrkleika né innihaldið. Og það veldur okkur svolítið miklum kvíða.“Vændi færst í aukanaHún segir að samhliða þessari hækkun hafi fólk leitað annarra leiða til þess að verða sér úti um fjármagn. Til að mynda hafi vændi færst í aukana. „Þetta hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir veikasta hópinn okkar. Þetta hefur þær afleiðingar að þau þurfa að hafa miklu meira fyrir því að redda sér efnunum og það er oftast gert á slæman hátt. Það er rosalega mikið vændi í gangi. Það er verið að misnota konurnar, það er þjófnaður, það eru innbrot, þannig að fólk þarf að hafa miklu meira fyrir því að redda sér fjármagninu.“ Landlæknisembættið segir að erfitt sé að bregðast við þessari þróun. „Það er erfitt fyrir okkur að eiga við markaðinn og verðið á lyfjunum, en þetta leiðir að sjálfu sér að verðið hækkar og það kann að vera áhyggjuefnið fyrir ýmsa. En það er stefna embættisins að draga úr neyslu þessara lyfja,“ segir Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir. „Auðvitað er allt gert til þess að reyna að minnka þessa notkun og það eru meðferðaraðilar til. Frú Ragnheiður er að sinna góðu starfi, þannig að ýmislegt er nú gert, en að öðru leyti er þetta afskaplega erfitt mál,“ bætir hann við.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira