Að misþyrma tungumálinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. júlí 2017 07:00 Þegar ákveðnar starfsstéttir nota tiltekin orð í opinberri útgáfu sem eru aðeins notuð af fulltrúum stéttarinnar eru þær í reynd að ýta undir menningarlegan ójöfnuð með því að styrkja eigin stöðu og skapa um leið gjá milli sín og almennings. Embættismenn velja oft hræðileg orð sem fáir skilja og er fjárlagafrumvarp hvers árs góður vitnisburður þess. Orð eins og viðnámsþróttur og frumjöfnuður eru ágæt dæmi. Skilur einhver þessi orð eða í hvaða samhengi þau eru notuð? Þegar við veljum orð í samskiptum við aðra þá gerum við hins vegar meira en að búa til gjá eða aðskilnað á milli okkar og þeirra. Við erum að breyta málhefðinni og þróa tungumálið. Eitt skref í einu. Þegar við slettum í útvarpinu, þegar við sendum textaskilaboð, þegar við lýsum íþróttakappleikjum, þegar við auglýsum vörur. Val okkar á orðum hefur afleiðingar. Ábyrgð okkar er því mikil. Í sjónvarpsþáttunum Brestum sem sýndir voru á Stöð 2 leitaði Lóa Pind Aldísardóttir svara við því í einum þættinum hvort íslenskan væri í útrýmingarhættu. Hún ræddi við ýmsa sérfræðinga en líka börn á grunnskólaaldri sem eru fædd hér á landi og eiga íslenska foreldra en tala sín á milli á ensku, alla daga, allan ársins hring. Mörg börn nota ensku því enska er hið ráðandi tungumál í öllum snjalltækjum, smáforritum og tölvuleikjum. Krakkar eru þannig stöðugt undir enskum áhrifum og lifa og hrærast í tækniumhverfi sem talar ekki íslensku vegna skorts á fjárfestingu í máltækni. Alþjóðleg stórfyrirtæki hafa ekki séð ástæðu til að þróa máltækni fyrir 340 þúsund manna málsvæði. Google er undantekning vegna tveggja íslenskra sérfræðinga sem þar starfa og tóku það að sér í hjáverkum. Íslensk stjórnvöld hafa um nokkurra ára skeið reynt að vernda íslenskuna með fjárfestingu í máltækni en betur má ef duga skal. Misþyrming íslenskra ungmenna á tungumálinu er afsakanleg en fullorðnir sem vita betur hafa enga afsökun. Þetta kom upp í hugann við lestur á verðmati sem hagfræðideild ríkisbankans Landsbankans vann á Högum hf. Í verðmatinu er fjallað um möguleg samlegðaráhrif sem gætu fylgt kaupum Haga á Olís annars vegar og Lyfju hins vegar með þessum orðum: „Helstu hagræðingarmöguleikarnir eru: hagstæðari innkaup hjá Olís og Lyfju, sameining búða, lækkun kostnaðar á headoffice og hugsanleg fækkun starfsfólks. Augljósustu hagræðingarmöguleikarnir eru í overhead, sem er þó frekar lean hjá Högum. Slíkur sparnaður er þó ekki make-it break-it á value-added í dílnum.“ Val okkar á orðum á hverjum degi hefur afleiðingar. Þegar sérfræðingar í viðskiptalífinu bera jafn litla virðingu fyrir tungumálinu og þarna birtist eru litlar líkur á því að okkur takist að vernda íslenskuna.Leiðarinn birtist fyrst í Frettablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Þegar ákveðnar starfsstéttir nota tiltekin orð í opinberri útgáfu sem eru aðeins notuð af fulltrúum stéttarinnar eru þær í reynd að ýta undir menningarlegan ójöfnuð með því að styrkja eigin stöðu og skapa um leið gjá milli sín og almennings. Embættismenn velja oft hræðileg orð sem fáir skilja og er fjárlagafrumvarp hvers árs góður vitnisburður þess. Orð eins og viðnámsþróttur og frumjöfnuður eru ágæt dæmi. Skilur einhver þessi orð eða í hvaða samhengi þau eru notuð? Þegar við veljum orð í samskiptum við aðra þá gerum við hins vegar meira en að búa til gjá eða aðskilnað á milli okkar og þeirra. Við erum að breyta málhefðinni og þróa tungumálið. Eitt skref í einu. Þegar við slettum í útvarpinu, þegar við sendum textaskilaboð, þegar við lýsum íþróttakappleikjum, þegar við auglýsum vörur. Val okkar á orðum hefur afleiðingar. Ábyrgð okkar er því mikil. Í sjónvarpsþáttunum Brestum sem sýndir voru á Stöð 2 leitaði Lóa Pind Aldísardóttir svara við því í einum þættinum hvort íslenskan væri í útrýmingarhættu. Hún ræddi við ýmsa sérfræðinga en líka börn á grunnskólaaldri sem eru fædd hér á landi og eiga íslenska foreldra en tala sín á milli á ensku, alla daga, allan ársins hring. Mörg börn nota ensku því enska er hið ráðandi tungumál í öllum snjalltækjum, smáforritum og tölvuleikjum. Krakkar eru þannig stöðugt undir enskum áhrifum og lifa og hrærast í tækniumhverfi sem talar ekki íslensku vegna skorts á fjárfestingu í máltækni. Alþjóðleg stórfyrirtæki hafa ekki séð ástæðu til að þróa máltækni fyrir 340 þúsund manna málsvæði. Google er undantekning vegna tveggja íslenskra sérfræðinga sem þar starfa og tóku það að sér í hjáverkum. Íslensk stjórnvöld hafa um nokkurra ára skeið reynt að vernda íslenskuna með fjárfestingu í máltækni en betur má ef duga skal. Misþyrming íslenskra ungmenna á tungumálinu er afsakanleg en fullorðnir sem vita betur hafa enga afsökun. Þetta kom upp í hugann við lestur á verðmati sem hagfræðideild ríkisbankans Landsbankans vann á Högum hf. Í verðmatinu er fjallað um möguleg samlegðaráhrif sem gætu fylgt kaupum Haga á Olís annars vegar og Lyfju hins vegar með þessum orðum: „Helstu hagræðingarmöguleikarnir eru: hagstæðari innkaup hjá Olís og Lyfju, sameining búða, lækkun kostnaðar á headoffice og hugsanleg fækkun starfsfólks. Augljósustu hagræðingarmöguleikarnir eru í overhead, sem er þó frekar lean hjá Högum. Slíkur sparnaður er þó ekki make-it break-it á value-added í dílnum.“ Val okkar á orðum á hverjum degi hefur afleiðingar. Þegar sérfræðingar í viðskiptalífinu bera jafn litla virðingu fyrir tungumálinu og þarna birtist eru litlar líkur á því að okkur takist að vernda íslenskuna.Leiðarinn birtist fyrst í Frettablaðinu.