Helmingur starfsmanna orðið fyrir ofbeldi í starfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2017 18:38 Helmingur barnaverndarstarfsmanna í Reykjavík segist hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi af hálfu aðstandenda barnanna og dæmi eru um þeir hætti að mæta í vinnuna vegna þessa. Sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni og vill að gripið verði inn í. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun hafa fimmtíu prósent starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur orðið fyrir einhvers konar aðkasti; líkamlegu áreiti, kynferðislegu áreiti, áreiti í orðum eða annars konar áreiti, en langflestir hafa orðið fyrir áreiti í orðum. Þá hafa um sextán prósent starfsmanna Reykjavíkurborgar orðið fyrir ofbeldi, en inni í þeirri tölu eru starfsmenn Barnaverndar. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu, segir málin sjaldnast rata á borð lögreglu. Ástæðan sé meðal annars sú að starfsmennirnir þurfa að tilkynna málin sjálfir, ekki vinnuveitandinn. „Ef fólk verður fyrir hótunum eða einhverri áreitni þá tilkynnir starfsmaður sínum yfirmönnum, en ef það á að leita til lögreglu eða kæra slík mál þá þarf starfsmaðurinn að kæra það sjálfur. Það er heilmikið ferli og ekki víst að allir leggi í það ferðalag, ef svo má segja,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. „Það er talsvert um það að fólki sé hótað og það er jafnvel nefnt að það viti hvar fólk býr, hvar börnin eru í leikskóla og slíkt og það er mjög óþægilegt fyrir starfsmann að starfa undir slíkum ótta við að einhver komi og geri börnunum mein.“ Steinunn tekur það jafnframt fram að álag á barnaverndarstarfsmenn hafi aukist mjög, en á síðasta ári voru tilkynningar til barnaverndar rúmlega níu þúsund talsins „Barnaverndarstofa hefur haft áhyggjur af álagi hjá barnaverndarstarfsfólki um margra ára skeið. Árið 2012 var til dæmis gerð könnun á vegum Barnaverndarstofu í samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkur þar sem verið var að skoða álag á starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur, og það kom afar illa út. Það eru miklar áhyggjur af því álagi sem starfsfólk býr við í sínu starfi, hvort það sé vegna þessara hótana eða annars álags er erfitt að segja til um,“ segir hún. Könnunin hafi einnig leitt í ljós að veikindatilkynningum meðal félagsráðgjafa hafi fjölgað, og að sífellt fleiri leiti til VIRK, starfsendurhæfingasjóðs, sem sinnir meðal annars sálfræði- og læknisþjónustu. Jafnvel séu dæmi um að fólk snúi ekki aftur til starfa eftir veikindaleyfi. „Það eru vísbendingar um mikið álag í starfi og kulnun í starfi. Það er full ástæða fyrir sveitarfélögin að hafa þetta í huga og bregðast við með einhverjum hætti. Ef fólk veikist eða hverfur frá starfi, það er mjög dýrt fyrir sveitarfélögin og ekki síður fyrir starfsmanninn sem um ræðir, á formi vanlíðunar og slíks.“ Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira
Helmingur barnaverndarstarfsmanna í Reykjavík segist hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi af hálfu aðstandenda barnanna og dæmi eru um þeir hætti að mæta í vinnuna vegna þessa. Sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni og vill að gripið verði inn í. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun hafa fimmtíu prósent starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur orðið fyrir einhvers konar aðkasti; líkamlegu áreiti, kynferðislegu áreiti, áreiti í orðum eða annars konar áreiti, en langflestir hafa orðið fyrir áreiti í orðum. Þá hafa um sextán prósent starfsmanna Reykjavíkurborgar orðið fyrir ofbeldi, en inni í þeirri tölu eru starfsmenn Barnaverndar. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu, segir málin sjaldnast rata á borð lögreglu. Ástæðan sé meðal annars sú að starfsmennirnir þurfa að tilkynna málin sjálfir, ekki vinnuveitandinn. „Ef fólk verður fyrir hótunum eða einhverri áreitni þá tilkynnir starfsmaður sínum yfirmönnum, en ef það á að leita til lögreglu eða kæra slík mál þá þarf starfsmaðurinn að kæra það sjálfur. Það er heilmikið ferli og ekki víst að allir leggi í það ferðalag, ef svo má segja,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. „Það er talsvert um það að fólki sé hótað og það er jafnvel nefnt að það viti hvar fólk býr, hvar börnin eru í leikskóla og slíkt og það er mjög óþægilegt fyrir starfsmann að starfa undir slíkum ótta við að einhver komi og geri börnunum mein.“ Steinunn tekur það jafnframt fram að álag á barnaverndarstarfsmenn hafi aukist mjög, en á síðasta ári voru tilkynningar til barnaverndar rúmlega níu þúsund talsins „Barnaverndarstofa hefur haft áhyggjur af álagi hjá barnaverndarstarfsfólki um margra ára skeið. Árið 2012 var til dæmis gerð könnun á vegum Barnaverndarstofu í samvinnu við velferðarsvið Reykjavíkur þar sem verið var að skoða álag á starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur, og það kom afar illa út. Það eru miklar áhyggjur af því álagi sem starfsfólk býr við í sínu starfi, hvort það sé vegna þessara hótana eða annars álags er erfitt að segja til um,“ segir hún. Könnunin hafi einnig leitt í ljós að veikindatilkynningum meðal félagsráðgjafa hafi fjölgað, og að sífellt fleiri leiti til VIRK, starfsendurhæfingasjóðs, sem sinnir meðal annars sálfræði- og læknisþjónustu. Jafnvel séu dæmi um að fólk snúi ekki aftur til starfa eftir veikindaleyfi. „Það eru vísbendingar um mikið álag í starfi og kulnun í starfi. Það er full ástæða fyrir sveitarfélögin að hafa þetta í huga og bregðast við með einhverjum hætti. Ef fólk veikist eða hverfur frá starfi, það er mjög dýrt fyrir sveitarfélögin og ekki síður fyrir starfsmanninn sem um ræðir, á formi vanlíðunar og slíks.“
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira