Risaurriði úr Úlfljótsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 22. júlí 2017 10:00 Eins og sést er þetta engin smá urriði sem veiddist í Úlfljótsvatni. Mynd: www.veidikortid.is Úlfljótsvatn er gott veiðivatn en í því má finna mikið af bleikju og inn á milli ansi fallega urriða sem oft ná þokkalegri stærð. Það er þó varla hægt að kalla urriðann sem Grzegorz Rokuszenski fékk þar í fyrradag þokkalegan. Það þarf víst annað og stærra orð yfir hann enda var þessi urriði ældur 87 sm og veginn 9,2 kíló. Hann veiddist fyrir neðan skátasvæðið í vatninu en út af þeim bakka má oft sjá stóra urriða skvetta sér og þá sérstaklega á kvöldin. Það er þó hægara sagt en gert að ná þessum risum á öngul en minni urriðar veiðast þó alltaf reglulega í vatninu. Bleikjuveiðin hefur verið ágæt af þeim fréttum sem við höfum en það er synd að segja frá því að vatnið er oft lítið stundað eftir mitt sumar sem þó er oft frábær tími í vatninu. Bleikjan sem veiðist mest af er um 1-2 pund og það virðist vera nóg af henni en inn á milli má líka sjá stærri bleikjur og sú stærsta sem við höfum staðfesta í sumar var 6 pund og veiddist á norðurbakkanum. Júlí er fínn tími til að stunda vatnið og sem fyrr þegar bleikjan er annars vegar gefa morgnarnir og kvöldin bestu veiðina og þá sérstaklega síðkvöldin eftir sólríka daga. Mest lesið Talið niður í gæsaveiðina Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Ný heimasíða fyrir Norðurá Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Lygileg veiðisaga úr Langá Veiði Metopnun í Hölkná Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Síðasta rjúpnahelgin ónýt vegna veðurs Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði
Úlfljótsvatn er gott veiðivatn en í því má finna mikið af bleikju og inn á milli ansi fallega urriða sem oft ná þokkalegri stærð. Það er þó varla hægt að kalla urriðann sem Grzegorz Rokuszenski fékk þar í fyrradag þokkalegan. Það þarf víst annað og stærra orð yfir hann enda var þessi urriði ældur 87 sm og veginn 9,2 kíló. Hann veiddist fyrir neðan skátasvæðið í vatninu en út af þeim bakka má oft sjá stóra urriða skvetta sér og þá sérstaklega á kvöldin. Það er þó hægara sagt en gert að ná þessum risum á öngul en minni urriðar veiðast þó alltaf reglulega í vatninu. Bleikjuveiðin hefur verið ágæt af þeim fréttum sem við höfum en það er synd að segja frá því að vatnið er oft lítið stundað eftir mitt sumar sem þó er oft frábær tími í vatninu. Bleikjan sem veiðist mest af er um 1-2 pund og það virðist vera nóg af henni en inn á milli má líka sjá stærri bleikjur og sú stærsta sem við höfum staðfesta í sumar var 6 pund og veiddist á norðurbakkanum. Júlí er fínn tími til að stunda vatnið og sem fyrr þegar bleikjan er annars vegar gefa morgnarnir og kvöldin bestu veiðina og þá sérstaklega síðkvöldin eftir sólríka daga.
Mest lesið Talið niður í gæsaveiðina Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Ný heimasíða fyrir Norðurá Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Lygileg veiðisaga úr Langá Veiði Metopnun í Hölkná Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Síðasta rjúpnahelgin ónýt vegna veðurs Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði