Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2017 09:00 Thunder and Lightning Það koma reglulega fram nýjar flugur bæði í lax og silung sem ná oft miklum vinsældum á kostnað þeirra gömlu og góðu. Einhverjar eru þegar horfnar í gleymskunnar dá og hafa lítið sem ekkert sést í veiðibókum undanfarinna ára og þar má kannski nefna flugu eins og General Practitioner sem tapaði baráttunni um að vera litla rauða flugan, þó hún sé í raun djúpappelsínugul, á móti Rauðri Frances sem er það sem bretarnir kalla "The go to fly" í Íslenskri laxveiði. En þær eru mun fleiri sem eru lítið sem ekkert notaðar. Margar eru af þeim eru þeir sem gjarnan eru kallaðar klassískt hnýttar og þær hurfu flestar af sjónarsviðinu þegar fuglarnir sem báru þær fjaðrir sem þær eru hnýttar með voru settir á válista yfir dýr í útrýmingarhættu og sala á efnum af þessum fuglum ólögleg. En fleiri hurfu þó af sjónarsviðinu af þeirri einföldu ástæðu að það er sífelld þróun í hnýtingum og veiðimenn eru ákaflega duglegir að prófa nýjar flugur. Inn á milli er þó ein og ein sem stenst tímanns tönn og má þar nefna flugur eins og Blue Charm, Night Hawk, Black Doctor, SIlver Doctor, Green Highlander, Hairy Mary og síðan eina öflugustu síðsumarsfluguna Thunder and Lightning. Hún er uppáhaldsfluga margra veiðimanna þegar dagarnir fara að styttast og einhverjir hafa haft orð á að hún veiði einkum best í ljósaskiptnum á kvöldin. Hún er einföld í hnýtingu eins og sést á myndinni og er ein af þessum flugum sem reyndustu veiðimenn landsins eiga alltaf í boxinu sínu. Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði
Það koma reglulega fram nýjar flugur bæði í lax og silung sem ná oft miklum vinsældum á kostnað þeirra gömlu og góðu. Einhverjar eru þegar horfnar í gleymskunnar dá og hafa lítið sem ekkert sést í veiðibókum undanfarinna ára og þar má kannski nefna flugu eins og General Practitioner sem tapaði baráttunni um að vera litla rauða flugan, þó hún sé í raun djúpappelsínugul, á móti Rauðri Frances sem er það sem bretarnir kalla "The go to fly" í Íslenskri laxveiði. En þær eru mun fleiri sem eru lítið sem ekkert notaðar. Margar eru af þeim eru þeir sem gjarnan eru kallaðar klassískt hnýttar og þær hurfu flestar af sjónarsviðinu þegar fuglarnir sem báru þær fjaðrir sem þær eru hnýttar með voru settir á válista yfir dýr í útrýmingarhættu og sala á efnum af þessum fuglum ólögleg. En fleiri hurfu þó af sjónarsviðinu af þeirri einföldu ástæðu að það er sífelld þróun í hnýtingum og veiðimenn eru ákaflega duglegir að prófa nýjar flugur. Inn á milli er þó ein og ein sem stenst tímanns tönn og má þar nefna flugur eins og Blue Charm, Night Hawk, Black Doctor, SIlver Doctor, Green Highlander, Hairy Mary og síðan eina öflugustu síðsumarsfluguna Thunder and Lightning. Hún er uppáhaldsfluga margra veiðimanna þegar dagarnir fara að styttast og einhverjir hafa haft orð á að hún veiði einkum best í ljósaskiptnum á kvöldin. Hún er einföld í hnýtingu eins og sést á myndinni og er ein af þessum flugum sem reyndustu veiðimenn landsins eiga alltaf í boxinu sínu.
Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði