Áberandi minna af kannabisefnum og meira af hvítum efnum á Þjóðhátíð Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. ágúst 2017 13:36 Líf og fjör var í Dalnum í gærkvöldi en á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið á borð lögreglu í Vestmannaeyjum um helgina. Vísir/Óskar P. Þó nokkur mál komu inn á borð lögreglu í Eyjum í nótt og gistu fimm fangageymslur. Þá segir yfirlögregluþjónn í Eyjum hvít efni áberandi í fíkniefnamálum sem lögregla hefur afskipti af en minna hefur verið um kannabisefni á þessari sögulega fjölmennu Þjóðhátíð. Mörg þúsund manns tóku þátt í Brekkusöngnum í gær. „Reyndar eru hér fimm í fangageymslu en það er vegna ölvunarástands og menn sem höfðu verið til vandræða. Engin alvarleg mál hafa komið upp,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum en nokkur mál komu til kasta lögreglu á staðnum í nótt.Athyglisverð þróun í fíkniefnamálum Á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið upp í Eyjum frá því á fimmtudag en eftir nóttina segir Jóhannes að allt hafi gengið vel. „Það er náttúrulega ýmsu sem þurfti að sinna en engin alvarleg mál. Á hátíðinni hafa komið upp á fimmta tug fíkniefnamála en eftir nóttina er ekki hægt að segja neitt annað en að það hafi gengið vel miðað við þann gríðarlega fjölda sem var í gærkvöldi,“ segir Jóhannes í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar, en um þrettán fíkniefnamál bættust við frá því í gær. Umfang málanna segir Jóhannes af svipuðum toga og fyrri ár. Í samtali við Vísi segir Jóhannes að alvarlegustu málin hafi verið kynferðisbrotið, sem tilkynnt var um skömmu eftir miðnætti á föstudag, og þá var gerð ein líkamsárás. Aðspurður hvort fleiri kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu um helgina ítrekar Jóhannes þá stefnu lögreglu í Eyjum að segja aðeins frá þegar rannsóknarhagsmunir hafa verið tryggðir, ef um sé að ræða fleiri mál. Stærstu fíkniefnamálin segir Jóhannes hafa varðað hvít efni, amfetamín og kókaín, sem ætluð voru til sölu. Þá segir hann í samtali við Vísi athyglisverða þróun hafa orðið í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð. „Það er samt áberandi hvað er mun minna af kannabisefnum og miklu meira af hvítum efnum. Það vekur athygli, þessi hvítu efni.“Vel gekk hjá lögreglu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt, að sögn Jóhannesar Ólafssonar yfirlögregluþjóns.Vísir/Óskar P.Fólk kemur sér heim í rólegheitum á fjölsóttri Þjóðhátíð Jóhannes segir að Þjóðhátíð í ár sé með fjölmennari Þjóðhátíðum ef ekki sú fjölmennasta. „Ég held það sé hægt að segja það. Þetta var svo ofboðslegur fjöldi í Brekkunni. Það kæmi mér ekki á óvart ef þarna hefðu verið allt að sextán þúsund manns,“ en strax eftir Brekkusöng tók fjöldi fólks að búa sig til heimferðar. „Það gekk nú bara ótrúlega vel og í morgun þegar ég fór niður á bryggju, það kom mér á óvart, að þetta er í fyrsta sinn sem ég sé bara enga á bryggjunni. Menn eru annað hvort ekki vaknaðir eða hafa verið svona lengi að. Yfirleitt er biðröð þarna niður frá í ferjurnar,“ segir Jóhannes sem á þó von á erilsömum degi hjá lögreglu í dag. „Hann verður náttúrulega erilsamur eins og mánudagarnir eru alltaf. Það eru ýmsir sem þarf að aðstoða og leita til okkar með ýmis vandamál. Það er bara vaninn á mánudegi eftir Þjóðhátíð en í kvöld vona ég að flestir hafi komist heilir til síns heima,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Þó nokkur mál komu inn á borð lögreglu í Eyjum í nótt og gistu fimm fangageymslur. Þá segir yfirlögregluþjónn í Eyjum hvít efni áberandi í fíkniefnamálum sem lögregla hefur afskipti af en minna hefur verið um kannabisefni á þessari sögulega fjölmennu Þjóðhátíð. Mörg þúsund manns tóku þátt í Brekkusöngnum í gær. „Reyndar eru hér fimm í fangageymslu en það er vegna ölvunarástands og menn sem höfðu verið til vandræða. Engin alvarleg mál hafa komið upp,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum en nokkur mál komu til kasta lögreglu á staðnum í nótt.Athyglisverð þróun í fíkniefnamálum Á fimmta tug fíkniefnamála hafa komið upp í Eyjum frá því á fimmtudag en eftir nóttina segir Jóhannes að allt hafi gengið vel. „Það er náttúrulega ýmsu sem þurfti að sinna en engin alvarleg mál. Á hátíðinni hafa komið upp á fimmta tug fíkniefnamála en eftir nóttina er ekki hægt að segja neitt annað en að það hafi gengið vel miðað við þann gríðarlega fjölda sem var í gærkvöldi,“ segir Jóhannes í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar, en um þrettán fíkniefnamál bættust við frá því í gær. Umfang málanna segir Jóhannes af svipuðum toga og fyrri ár. Í samtali við Vísi segir Jóhannes að alvarlegustu málin hafi verið kynferðisbrotið, sem tilkynnt var um skömmu eftir miðnætti á föstudag, og þá var gerð ein líkamsárás. Aðspurður hvort fleiri kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu um helgina ítrekar Jóhannes þá stefnu lögreglu í Eyjum að segja aðeins frá þegar rannsóknarhagsmunir hafa verið tryggðir, ef um sé að ræða fleiri mál. Stærstu fíkniefnamálin segir Jóhannes hafa varðað hvít efni, amfetamín og kókaín, sem ætluð voru til sölu. Þá segir hann í samtali við Vísi athyglisverða þróun hafa orðið í fíkniefnamálum á Þjóðhátíð. „Það er samt áberandi hvað er mun minna af kannabisefnum og miklu meira af hvítum efnum. Það vekur athygli, þessi hvítu efni.“Vel gekk hjá lögreglu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt, að sögn Jóhannesar Ólafssonar yfirlögregluþjóns.Vísir/Óskar P.Fólk kemur sér heim í rólegheitum á fjölsóttri Þjóðhátíð Jóhannes segir að Þjóðhátíð í ár sé með fjölmennari Þjóðhátíðum ef ekki sú fjölmennasta. „Ég held það sé hægt að segja það. Þetta var svo ofboðslegur fjöldi í Brekkunni. Það kæmi mér ekki á óvart ef þarna hefðu verið allt að sextán þúsund manns,“ en strax eftir Brekkusöng tók fjöldi fólks að búa sig til heimferðar. „Það gekk nú bara ótrúlega vel og í morgun þegar ég fór niður á bryggju, það kom mér á óvart, að þetta er í fyrsta sinn sem ég sé bara enga á bryggjunni. Menn eru annað hvort ekki vaknaðir eða hafa verið svona lengi að. Yfirleitt er biðröð þarna niður frá í ferjurnar,“ segir Jóhannes sem á þó von á erilsömum degi hjá lögreglu í dag. „Hann verður náttúrulega erilsamur eins og mánudagarnir eru alltaf. Það eru ýmsir sem þarf að aðstoða og leita til okkar með ýmis vandamál. Það er bara vaninn á mánudegi eftir Þjóðhátíð en í kvöld vona ég að flestir hafi komist heilir til síns heima,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira