Sokkinn kostnaður Logi Bergmann skrifar 5. ágúst 2017 06:00 Sokkinn kostnaður er allur kostnaður sem fallið hefur til vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem ekki er hægt að selja aftur og ekki er hægt að nýta til annars en upphaflega var ætlað. Slíkur kostnaður ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir í framtíðinni.“ Þetta er grunnurinn að skilgreiningu á hugtakinu sokkinn kostnaður, samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands. Þetta er það sem borgarfulltrúa Framsóknarflokksins finnst um að börn hælisleitenda skuli fá kennslu í skólum Reykjavíkurborgar. Það sé algjörlega óvíst hvort þau fái leyfi til að vera hér til frambúðar og því ætti bara að setja þau í sérstakan skóla svo þau trufli nú ekki kennslu íslensku barnanna. Og kosti svona mikið. Þessi hugmynd hefur, að sögn hennar, skotið upp kollinum. Hún reyndar segir ekki hvar henni skaut upp og miðað við viðbrögðin virðist ekki mikill hljómgrunnur fyrir henni, þótt hún gefi í skyn að sumir kennarar séu henni sammála. En það er ekkert grín þegar kjörinn fulltrúi lætur svona út úr sér. Um börn. Nú ætla ég að leyfa mér að vera það sem hún kallar „andstæðingur opinnar umræðu“ og vera ósammála henni. Gæti verið að börnin okkar hefðu gott af því að kynnast börnum úr öðrum menningarheimi? Er ekki líklegt að þau gætu lært ýmislegt af því sem þau myndu annars ekki gera. Það myndi jafnvel gera þau víðsýnni og ólíklegri til að láta svona út úr sér. Ég hallast að því.Hvað með hin börnin? Hvað með fötluð börn eða veik? Eða bara vitlausu börnin og óþekku sem stela athygli frá hinum? Hvað ræður því í raun hvaða börn fá að fara í „skólana okkar“? Ég er bara ekki viss um að þessi tiltekni borgarfulltrúi sé best til þess fallinn að ákveða hvað sé best að gera í þessum málum. Frekar en svo mörgum öðrum. Það er ótrúlegt að heyra þetta og líka að heyra hlustendur á þessari útvarpsstöð þarna kinka kolli yfir þessu. Eins og það sé bara fullkomlega eðlilegt að taka fólk í neyð og setja það bara eitthvert annað. Svo það trufli okkur ekki og sé ekki fyrir.Ótti og andúð Það sem ég óttast er að nú eigi að leika sama leikinn í borginni og gert var í síðustu kosningum. Spila inn á ótta við útlendinga sem komi hingað og spilli menntun barna okkar, taki frá okkur vinnuna og lifi eins og blómi í eggi í félagslega kerfinu. Af hverju ætti ekki að gera þetta? Þetta gekk þokkalega í síðustu borgarstjórnarkosningum og líka hjá Trump. Freistingin er fyrir hendi, að rækta atkvæði í jarðvegi ótta og andúðar. Það er sem betur fer ýmislegt sem bendir til þess að við höfum lært eitthvað síðustu ár. Viðbrögð annarra Framsóknarmanna benda til þess. Ungir Framsóknarmenn hafa mótmælt þessu og líka hinn borgarfulltrúi flokksins og ýmsir framámenn í flokknum. Það er gott. Það er nefnilega mín reynsla að Framsóknarmenn séu yfirleitt ágætis fólk. Fyrir tuttugu árum eða svo gerði ég fréttir og þætti um flóttamenn sem komu hingað til lands úr sárri neyð. Það gleður mig alltaf jafn mikið þegar ég hitti einhverja úr þessum hópi. Nánast undantekningarlaust hafa þeir spjarað sig. Það hefði ekki gerst nema þeir hefðu fengið góðar móttökur og fengið að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu – og ganga í skólana okkar. Ef ég ætti að nota hugtakið „sokkinn kostnaður“ um eitthvað þá væri það um borgarfulltrúann sem lét þetta út úr sér og skoðanasystkin hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Bergmann Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Sokkinn kostnaður er allur kostnaður sem fallið hefur til vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem ekki er hægt að selja aftur og ekki er hægt að nýta til annars en upphaflega var ætlað. Slíkur kostnaður ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir í framtíðinni.“ Þetta er grunnurinn að skilgreiningu á hugtakinu sokkinn kostnaður, samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands. Þetta er það sem borgarfulltrúa Framsóknarflokksins finnst um að börn hælisleitenda skuli fá kennslu í skólum Reykjavíkurborgar. Það sé algjörlega óvíst hvort þau fái leyfi til að vera hér til frambúðar og því ætti bara að setja þau í sérstakan skóla svo þau trufli nú ekki kennslu íslensku barnanna. Og kosti svona mikið. Þessi hugmynd hefur, að sögn hennar, skotið upp kollinum. Hún reyndar segir ekki hvar henni skaut upp og miðað við viðbrögðin virðist ekki mikill hljómgrunnur fyrir henni, þótt hún gefi í skyn að sumir kennarar séu henni sammála. En það er ekkert grín þegar kjörinn fulltrúi lætur svona út úr sér. Um börn. Nú ætla ég að leyfa mér að vera það sem hún kallar „andstæðingur opinnar umræðu“ og vera ósammála henni. Gæti verið að börnin okkar hefðu gott af því að kynnast börnum úr öðrum menningarheimi? Er ekki líklegt að þau gætu lært ýmislegt af því sem þau myndu annars ekki gera. Það myndi jafnvel gera þau víðsýnni og ólíklegri til að láta svona út úr sér. Ég hallast að því.Hvað með hin börnin? Hvað með fötluð börn eða veik? Eða bara vitlausu börnin og óþekku sem stela athygli frá hinum? Hvað ræður því í raun hvaða börn fá að fara í „skólana okkar“? Ég er bara ekki viss um að þessi tiltekni borgarfulltrúi sé best til þess fallinn að ákveða hvað sé best að gera í þessum málum. Frekar en svo mörgum öðrum. Það er ótrúlegt að heyra þetta og líka að heyra hlustendur á þessari útvarpsstöð þarna kinka kolli yfir þessu. Eins og það sé bara fullkomlega eðlilegt að taka fólk í neyð og setja það bara eitthvert annað. Svo það trufli okkur ekki og sé ekki fyrir.Ótti og andúð Það sem ég óttast er að nú eigi að leika sama leikinn í borginni og gert var í síðustu kosningum. Spila inn á ótta við útlendinga sem komi hingað og spilli menntun barna okkar, taki frá okkur vinnuna og lifi eins og blómi í eggi í félagslega kerfinu. Af hverju ætti ekki að gera þetta? Þetta gekk þokkalega í síðustu borgarstjórnarkosningum og líka hjá Trump. Freistingin er fyrir hendi, að rækta atkvæði í jarðvegi ótta og andúðar. Það er sem betur fer ýmislegt sem bendir til þess að við höfum lært eitthvað síðustu ár. Viðbrögð annarra Framsóknarmanna benda til þess. Ungir Framsóknarmenn hafa mótmælt þessu og líka hinn borgarfulltrúi flokksins og ýmsir framámenn í flokknum. Það er gott. Það er nefnilega mín reynsla að Framsóknarmenn séu yfirleitt ágætis fólk. Fyrir tuttugu árum eða svo gerði ég fréttir og þætti um flóttamenn sem komu hingað til lands úr sárri neyð. Það gleður mig alltaf jafn mikið þegar ég hitti einhverja úr þessum hópi. Nánast undantekningarlaust hafa þeir spjarað sig. Það hefði ekki gerst nema þeir hefðu fengið góðar móttökur og fengið að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu – og ganga í skólana okkar. Ef ég ætti að nota hugtakið „sokkinn kostnaður“ um eitthvað þá væri það um borgarfulltrúann sem lét þetta út úr sér og skoðanasystkin hennar.