Pelé er bestur og ég er með six-pack Magnús Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2017 10:30 Arngrímur Stefánsson sýnir ljósmyndara hvernig hann og Pelé gera þetta. Visir/Laufey Arngrímur Stefánsson er einn af fjölmörgum krökkum sem hefja sína grunnskólagöngu í haust en í sumar hefur hann haft í ýmsu að snúast enda fádæma kraftmikill og hress strákur. Arngrímur segist vera fimm ára gamall en að hann verði sex ára þann 18. september og að hann sé farinn að hlakka mikið til.En hvað er Arngrímur búinn að vera að gera í sumar? Ég fór í sumarbústað rétt hjá Egilsstöðum og líka til Akureyrar þar sem við fórum í sund.Arngrímur á tvo eldri bræður, þá Eirík og Bjart, svo það er oft mikið fjör. En eru þeir ekki búnir að skemmta sér vel í sumar? Jú, það er búið að vera mjög gaman. Það var samt skemmtilegast að fara til Egilsstaða og í sund á Akureyri. En svo horfði ég líka svona milljón sinnum á Svampur Sveinsson númer tvö sem er uppáhaldsmyndin mín af því að hún er svo rosalega skemmtileg.Arngrímur æfir stundum fótbolta með Þrótti og hann ætlar að vera duglegur að æfa næsta vetur. Ég er mjög góður í fótbolta og uppáhalds fótboltamaðurinn minn er Pelé af því að hann er svo rosalega góður í fótbolta. Þess vegna reyni ég líka að gera eins og Pelé. Hann er bestur.En ertu mikið fyrir að hreyfa þig og æfa fótbolta úti í garði? Já, ég er oft að æfa mig. Ég er líka kominn með six-pack vegna þess að ég er að æfa fótbolta og ég æfi mig mjög mikið.En ertu ekki að fara að byrja í skólanum í haust? Jú, og ég er búinn að fá mjög flotta skólatösku. Í skólanum ætla ég að læra stærðfræði, læra að lesa og skrifa og vera úti í frímínútunum. Ég hlakka mikið til, alveg sérstaklega að leika mér í frímínútunum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Arngrímur Stefánsson er einn af fjölmörgum krökkum sem hefja sína grunnskólagöngu í haust en í sumar hefur hann haft í ýmsu að snúast enda fádæma kraftmikill og hress strákur. Arngrímur segist vera fimm ára gamall en að hann verði sex ára þann 18. september og að hann sé farinn að hlakka mikið til.En hvað er Arngrímur búinn að vera að gera í sumar? Ég fór í sumarbústað rétt hjá Egilsstöðum og líka til Akureyrar þar sem við fórum í sund.Arngrímur á tvo eldri bræður, þá Eirík og Bjart, svo það er oft mikið fjör. En eru þeir ekki búnir að skemmta sér vel í sumar? Jú, það er búið að vera mjög gaman. Það var samt skemmtilegast að fara til Egilsstaða og í sund á Akureyri. En svo horfði ég líka svona milljón sinnum á Svampur Sveinsson númer tvö sem er uppáhaldsmyndin mín af því að hún er svo rosalega skemmtileg.Arngrímur æfir stundum fótbolta með Þrótti og hann ætlar að vera duglegur að æfa næsta vetur. Ég er mjög góður í fótbolta og uppáhalds fótboltamaðurinn minn er Pelé af því að hann er svo rosalega góður í fótbolta. Þess vegna reyni ég líka að gera eins og Pelé. Hann er bestur.En ertu mikið fyrir að hreyfa þig og æfa fótbolta úti í garði? Já, ég er oft að æfa mig. Ég er líka kominn með six-pack vegna þess að ég er að æfa fótbolta og ég æfi mig mjög mikið.En ertu ekki að fara að byrja í skólanum í haust? Jú, og ég er búinn að fá mjög flotta skólatösku. Í skólanum ætla ég að læra stærðfræði, læra að lesa og skrifa og vera úti í frímínútunum. Ég hlakka mikið til, alveg sérstaklega að leika mér í frímínútunum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Lífið Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira