Kuldakast ekki yfirvofandi á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 22:56 Ísland hefur ekki farið varhluta af þeirri hnattrænu hlýnun sem á sér nú stað á jörðinni af völdum manna. Vísir/Vilhelm Ekkert bendir til þess að Ísland sé að sigla inn í mikið kuldakast þessa stundina þrátt fyrir vísbendingar um að veiking hafstrauma valdi kuldapolli nærri landinu. Loftslagsfræðingur segir pollinn ekki ná til Íslands. Loftslagsvísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir áberandi kuldapolli sem hefur sést í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi bæði í hitastigsmælingum og loftslagslíkönum til lengri tíma. Vísir greindi frá nýrri rannsókn í gær sem virðist renna stoðum undir kenningar um að þetta kuldafrávik á annars hlýnandi jörðu starfi mögulega að bráðnun íss á norðurskautinu.Minni kólnun og á smærra svæði en á hafísárunumÍ viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að kuldapollurinn sem um ræðir nái ekki að ströndum Íslands. „Það er kannski dálítið langt sagt að þetta sé við Ísland. Þetta er í raun og veru aðallega suðvestur eða suður af Grænlandi,“ sagði Halldór.Sjá einnig:Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Pollurinn hafi verið greinilegur í gögnum um hnattrænan hita fyrir tveimur árum en stafaði þá af óvenjusvölum vetrarvindum frá Kanada sem kældu Atlantshafið á þessum slóðum. Hann er enn til staðar þar. Halldór rifjar upp kuldatímabil á Íslandi á 6. og 7. áratug síðustu aldar en það hafi verið nefnt hafísárin. Þá hafi verið frekar kalt á þessu hafsvæði. Kólnunin sem sjáist nú sunnan af Grænlandi séu mun minni og svæðið sömuleiðis.Kaldur blettur er greinilegur á grafi NASA og NOAA yfir miðgildishita á jörðinni metárið 2015.NASA/NOAAPollurinn hluti af stærri sögu um breytingar á hafstraumumRannsóknin sem Vísir fjallaði um segir Halldór tengjast vangaveltum um að kuldapollurinn sé hluti af stærri sögu um að kólnun muni mögulega eiga sér stað á norðanverðu Atlantshafi þegar hægir á hringrás í hafinu. Halldór segir að töluvert hafi verið skrifað um þessa hugmynd síðustu árin. Hún sé þó ekki enn viðtekin skýring á kuldafrávikinu í Norður-Atlantshafi. Ástæðan er meðal annars sú að kuldann þar síðustu ár megi skýra með tímabundinni sveiflunni í vetrarkulda frá Kanada. Loftslagslíkön bendi hins vegar til að mikil innspýting ferskvatns í hafið líkt og gerist með bráðnun íss á norðurskautinu um þessar mundir valdi kólnunarpolli af því tagi sem fjallað er um í rannsókninni.Halldór Björnsson er hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirGæti snúið við hlýnun hér tímabundiðHalldór hafnar því hins vegar að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið. Mun meiri ummerki séu um hlýnun á landinu þó að sveiflur séu á milli ára. Þannig sveiflur, eins og hafíssárin og skemmri hlýindaskeið, geti magnað upp og dregið úr hlýnuninni sem á sér nú stað á heimsvísu. Jafnvel geti komið tímabil þar sem tímabundin kólnun snúi hnattrænni hlýnun við hér á landi. Engin merki séu þó um það síðarnefnda nú. „Það er ekkert sem bendir til að akkúrat núna séum við að fara inn í mikið kuldakast,“ segir Halldór.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal Reykjavíkur síðdegis við Halldór Björnsson, loftslagsvísindamann Veðurstofu Íslands. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Ekkert bendir til þess að Ísland sé að sigla inn í mikið kuldakast þessa stundina þrátt fyrir vísbendingar um að veiking hafstrauma valdi kuldapolli nærri landinu. Loftslagsfræðingur segir pollinn ekki ná til Íslands. Loftslagsvísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir áberandi kuldapolli sem hefur sést í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi bæði í hitastigsmælingum og loftslagslíkönum til lengri tíma. Vísir greindi frá nýrri rannsókn í gær sem virðist renna stoðum undir kenningar um að þetta kuldafrávik á annars hlýnandi jörðu starfi mögulega að bráðnun íss á norðurskautinu.Minni kólnun og á smærra svæði en á hafísárunumÍ viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, að kuldapollurinn sem um ræðir nái ekki að ströndum Íslands. „Það er kannski dálítið langt sagt að þetta sé við Ísland. Þetta er í raun og veru aðallega suðvestur eða suður af Grænlandi,“ sagði Halldór.Sjá einnig:Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Pollurinn hafi verið greinilegur í gögnum um hnattrænan hita fyrir tveimur árum en stafaði þá af óvenjusvölum vetrarvindum frá Kanada sem kældu Atlantshafið á þessum slóðum. Hann er enn til staðar þar. Halldór rifjar upp kuldatímabil á Íslandi á 6. og 7. áratug síðustu aldar en það hafi verið nefnt hafísárin. Þá hafi verið frekar kalt á þessu hafsvæði. Kólnunin sem sjáist nú sunnan af Grænlandi séu mun minni og svæðið sömuleiðis.Kaldur blettur er greinilegur á grafi NASA og NOAA yfir miðgildishita á jörðinni metárið 2015.NASA/NOAAPollurinn hluti af stærri sögu um breytingar á hafstraumumRannsóknin sem Vísir fjallaði um segir Halldór tengjast vangaveltum um að kuldapollurinn sé hluti af stærri sögu um að kólnun muni mögulega eiga sér stað á norðanverðu Atlantshafi þegar hægir á hringrás í hafinu. Halldór segir að töluvert hafi verið skrifað um þessa hugmynd síðustu árin. Hún sé þó ekki enn viðtekin skýring á kuldafrávikinu í Norður-Atlantshafi. Ástæðan er meðal annars sú að kuldann þar síðustu ár megi skýra með tímabundinni sveiflunni í vetrarkulda frá Kanada. Loftslagslíkön bendi hins vegar til að mikil innspýting ferskvatns í hafið líkt og gerist með bráðnun íss á norðurskautinu um þessar mundir valdi kólnunarpolli af því tagi sem fjallað er um í rannsókninni.Halldór Björnsson er hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirGæti snúið við hlýnun hér tímabundiðHalldór hafnar því hins vegar að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið. Mun meiri ummerki séu um hlýnun á landinu þó að sveiflur séu á milli ára. Þannig sveiflur, eins og hafíssárin og skemmri hlýindaskeið, geti magnað upp og dregið úr hlýnuninni sem á sér nú stað á heimsvísu. Jafnvel geti komið tímabil þar sem tímabundin kólnun snúi hnattrænni hlýnun við hér á landi. Engin merki séu þó um það síðarnefnda nú. „Það er ekkert sem bendir til að akkúrat núna séum við að fara inn í mikið kuldakast,“ segir Halldór.Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal Reykjavíkur síðdegis við Halldór Björnsson, loftslagsvísindamann Veðurstofu Íslands.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira