Íslendingarnir á CrossFit-leikunum: „Rosalega stór þjóð í þessu sporti þrátt fyrir að vera lítið land“ Atli Ísleifsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 2. ágúst 2017 16:15 Ingvar Heiðmann Birgisson segir að undirbúninginn hafi gengið mjög vel, allir séu heilir og enginn glími við meiðsli. „Það er vel tekið á móti okkur þegar við segjumst vera frá Íslandi,“ segir Ingvar Heiðmann Birgisson, fyrirliði liðs Crossfit XY á Heimsleikunum í CrossFit, sem hefjast í borginni Madison í Wisconsin á morgun. „Ísland er rosalega stór þjóð í þessu sporti þrátt fyrir að vera lítið land. Við erum öflug þjóð sem er búin að ná langt.“ Íslendingar verða með tvö lið á leikunum í ár og svo fjórar konur og einn mann sem keppa í einstaklingskeppninni. Leikarnir hefjast á morgun og standa fram á sunnudag. Ingvar Heiðmann segir að keppendur þurfi allir að vera í fötum merktum Reebook á mótinu. „Allir fá númer og svo þurfum að vera í bol með þessum númerum. Þetta er náttúrulega skrítið því við æfum öll í Nike. Það er því skrítið að hoppa beint í Reebook beint fyrir keppni. Þetta eru nokkrir dagar og maður verður bara að taka því sem kemur.“ Hann segir að undirbúninginn hafi gengið mjög vel, allir séu heilir og enginn glími við meiðsli. „Allir eru mjög klárir. Við vitum hins vegar takmarkað mikið um keppnina sjálfa, í hvaða greinum verði keppt. Þegar maður er kominn í svona keppni skiptir hver sekúnda máli. Í liðakeppni þurfa pör oft að vinna saman og vera með á hreinu hverjir passa best saman og í hvaða greinum. Inn á milli eru greinar þar sem við erum öll sex að gera sömu æfinguna samtímis. Við verðum því að tryggja að samskiptin séu á hreinu þegar við erum öll að gera í einu. Við verðum að vera samstillt.“CrossFit heimsleikarnir fara fram í Madison í Wisconsin í ár.Svo gott sem nýtt lið Ingvar segir að CrossFit XY hafi einnig verið með lið í fyrra, en að það sé bara einn úr því liði sem keppir aftur í ár. „Þetta er eiginlega alveg nýtt lið. Þetta er fyrsta skiptið sem ég keppi á þessum leikum.“ Liðið mætti til Madison á fimmtudaginn í síðustu viku til að venjast veðrinu og loftslaginu. „Það er allt annað andrúmsloft þegar maður er að æfa fyrir eitthvað ákveðið. Hérna erum við bara að fókusa á þetta. Heima erum við í vinnu og þurfum að hugsa um fleiri hluti en hérna snýst þetta bara um leikana. Við erum að æfa og bara að hugsa um keppnina, um líkamann, að næra og hvíla sig.“Helsta markmiðið að njóta og keppa Ingvar segir erfitt að segja til um markmið liðsins þar sem það þekki ekki almennilega hvar það stendur. Liðið hafi lent í þriðja sæti á Evrópuleikunum. „Helsta markmiðið er að koma út, njóta og keppa. Þetta er búið að vera langt tímabil sem byrjaði í janúar.“ Leikarnir hafa farið fram í Los Angeles síðustu ár en hafa nú fært sig um set. Ingvar segir að andrúmsloftið í Madison sé allt annað. „Þetta er minni bær og meiri sveitafílingur. Þetta er miklu minna, það fer ekki á milli mála. Fjölmiðlaumstangið er mikið. Það er vel tekið á móti okkur þegar við segjumst vera frá Íslandi. Það er áberandi hvað Ísland er framarlega í þessu. Alltaf gaman að segjast vera frá Íslandi,“ segir Ingvar.Lið CrossFit XY.Keppendur CrossFit XYIngvar Birgisson, 23 ára, fyrsta skiptið á Heimsleikunum. Fyrirliði CrossFit XY.Sterkustu greinar: Hnébeygjur og „strongman-æfingar“Byrjaði í crossfit: „Byrjaði í crossfit fyrir tæplega tveimur árum. Ég féll fyrir CrossFit af því það krefst svo mikillar fjölbreytni og hæfileika til að nota líkamann. Hugmyndin að kunna og geta allt sem tengist íþróttum og líkamanum heillar mig.“Haraldur Holgersson, 18 ára, annað skiptið á Heimsleiknunum (unglingaflokki á síðasta ári).Sterkustu greinar: Líkamsþyngdar-æfingarByrjaði í CrossFit: „Byrjaði sextán ára í CrossFit út af því ég var í Skólahreysti og langaði að gera eitthvað krefjandi. Ég fann mig ekki í „hefðbundnum“ íþróttum.“Hjördís Ósk Óskarsdóttir, 33 ára, fjórða skiptið á Heimsleikunum og var í liðinu í fyrraSterkustu greinar: Muscle up, Front squat og Squat CleanByrjaði í CrossFit: „Ég byrjaði árið 2010. Elvar Þór vinur minn plataði mig til að prófa CrossFit út af því að hann vissi af Evrópukeppni þar sem við gætum farið með lið frá Boot Camp þar sem ég æfði þá.“Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, 21 ára, fyrsta skiptið á HeimsleikunumSterkustu greinar: „Hef góðan grunn eftir að hafa verið að æfa sund í mörg ár og myndi segja að mínir styrkleikar væru allt sem er gert með höndunum, og æfingar með eigin líkamsþyngd.“Byrjaði í CrossFit: „Ég byrjaði í CrossFit fljótlega eftir að ég hætti að æfa sund, var plötuð til að keppa í einni BootCamp-keppni með stelpum frá Suðurnesjunum til þess að taka armbeygjur fyrir þær og fannst þetta bara svo svakalega gaman þannig ég skráði mig strax á grunnnámskeið.“Kjartan Hrafnkelsson, 29 ára, fyrsta skiptið á CrossFit-leikunumSterkustu greinar: Sund og milliþyngdar ólympískar lyftingarByrjaði í CrossFit: „Byrjaði fyrir fjórum árum af því ég hafði ekki tíma til að æfa sund eins mikið og ég vildi, CrossFit hentaði mér betur.“Stefanía Júlíusdóttir, 27 ára, fyrsta skiptið á HeimsleikunumSterkustu greinar: Fimleikaæfingar og lengri wod Byrjaði í CrossFit: „Byrjaði árið 2013 því mig vantaði nýjar og krefjandi áskoranir og langaði að prófa eitthvað nýtt og mér fannst CrossFit mjög spennandi.“ CrossFit Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Sjá meira
„Það er vel tekið á móti okkur þegar við segjumst vera frá Íslandi,“ segir Ingvar Heiðmann Birgisson, fyrirliði liðs Crossfit XY á Heimsleikunum í CrossFit, sem hefjast í borginni Madison í Wisconsin á morgun. „Ísland er rosalega stór þjóð í þessu sporti þrátt fyrir að vera lítið land. Við erum öflug þjóð sem er búin að ná langt.“ Íslendingar verða með tvö lið á leikunum í ár og svo fjórar konur og einn mann sem keppa í einstaklingskeppninni. Leikarnir hefjast á morgun og standa fram á sunnudag. Ingvar Heiðmann segir að keppendur þurfi allir að vera í fötum merktum Reebook á mótinu. „Allir fá númer og svo þurfum að vera í bol með þessum númerum. Þetta er náttúrulega skrítið því við æfum öll í Nike. Það er því skrítið að hoppa beint í Reebook beint fyrir keppni. Þetta eru nokkrir dagar og maður verður bara að taka því sem kemur.“ Hann segir að undirbúninginn hafi gengið mjög vel, allir séu heilir og enginn glími við meiðsli. „Allir eru mjög klárir. Við vitum hins vegar takmarkað mikið um keppnina sjálfa, í hvaða greinum verði keppt. Þegar maður er kominn í svona keppni skiptir hver sekúnda máli. Í liðakeppni þurfa pör oft að vinna saman og vera með á hreinu hverjir passa best saman og í hvaða greinum. Inn á milli eru greinar þar sem við erum öll sex að gera sömu æfinguna samtímis. Við verðum því að tryggja að samskiptin séu á hreinu þegar við erum öll að gera í einu. Við verðum að vera samstillt.“CrossFit heimsleikarnir fara fram í Madison í Wisconsin í ár.Svo gott sem nýtt lið Ingvar segir að CrossFit XY hafi einnig verið með lið í fyrra, en að það sé bara einn úr því liði sem keppir aftur í ár. „Þetta er eiginlega alveg nýtt lið. Þetta er fyrsta skiptið sem ég keppi á þessum leikum.“ Liðið mætti til Madison á fimmtudaginn í síðustu viku til að venjast veðrinu og loftslaginu. „Það er allt annað andrúmsloft þegar maður er að æfa fyrir eitthvað ákveðið. Hérna erum við bara að fókusa á þetta. Heima erum við í vinnu og þurfum að hugsa um fleiri hluti en hérna snýst þetta bara um leikana. Við erum að æfa og bara að hugsa um keppnina, um líkamann, að næra og hvíla sig.“Helsta markmiðið að njóta og keppa Ingvar segir erfitt að segja til um markmið liðsins þar sem það þekki ekki almennilega hvar það stendur. Liðið hafi lent í þriðja sæti á Evrópuleikunum. „Helsta markmiðið er að koma út, njóta og keppa. Þetta er búið að vera langt tímabil sem byrjaði í janúar.“ Leikarnir hafa farið fram í Los Angeles síðustu ár en hafa nú fært sig um set. Ingvar segir að andrúmsloftið í Madison sé allt annað. „Þetta er minni bær og meiri sveitafílingur. Þetta er miklu minna, það fer ekki á milli mála. Fjölmiðlaumstangið er mikið. Það er vel tekið á móti okkur þegar við segjumst vera frá Íslandi. Það er áberandi hvað Ísland er framarlega í þessu. Alltaf gaman að segjast vera frá Íslandi,“ segir Ingvar.Lið CrossFit XY.Keppendur CrossFit XYIngvar Birgisson, 23 ára, fyrsta skiptið á Heimsleikunum. Fyrirliði CrossFit XY.Sterkustu greinar: Hnébeygjur og „strongman-æfingar“Byrjaði í crossfit: „Byrjaði í crossfit fyrir tæplega tveimur árum. Ég féll fyrir CrossFit af því það krefst svo mikillar fjölbreytni og hæfileika til að nota líkamann. Hugmyndin að kunna og geta allt sem tengist íþróttum og líkamanum heillar mig.“Haraldur Holgersson, 18 ára, annað skiptið á Heimsleiknunum (unglingaflokki á síðasta ári).Sterkustu greinar: Líkamsþyngdar-æfingarByrjaði í CrossFit: „Byrjaði sextán ára í CrossFit út af því ég var í Skólahreysti og langaði að gera eitthvað krefjandi. Ég fann mig ekki í „hefðbundnum“ íþróttum.“Hjördís Ósk Óskarsdóttir, 33 ára, fjórða skiptið á Heimsleikunum og var í liðinu í fyrraSterkustu greinar: Muscle up, Front squat og Squat CleanByrjaði í CrossFit: „Ég byrjaði árið 2010. Elvar Þór vinur minn plataði mig til að prófa CrossFit út af því að hann vissi af Evrópukeppni þar sem við gætum farið með lið frá Boot Camp þar sem ég æfði þá.“Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, 21 ára, fyrsta skiptið á HeimsleikunumSterkustu greinar: „Hef góðan grunn eftir að hafa verið að æfa sund í mörg ár og myndi segja að mínir styrkleikar væru allt sem er gert með höndunum, og æfingar með eigin líkamsþyngd.“Byrjaði í CrossFit: „Ég byrjaði í CrossFit fljótlega eftir að ég hætti að æfa sund, var plötuð til að keppa í einni BootCamp-keppni með stelpum frá Suðurnesjunum til þess að taka armbeygjur fyrir þær og fannst þetta bara svo svakalega gaman þannig ég skráði mig strax á grunnnámskeið.“Kjartan Hrafnkelsson, 29 ára, fyrsta skiptið á CrossFit-leikunumSterkustu greinar: Sund og milliþyngdar ólympískar lyftingarByrjaði í CrossFit: „Byrjaði fyrir fjórum árum af því ég hafði ekki tíma til að æfa sund eins mikið og ég vildi, CrossFit hentaði mér betur.“Stefanía Júlíusdóttir, 27 ára, fyrsta skiptið á HeimsleikunumSterkustu greinar: Fimleikaæfingar og lengri wod Byrjaði í CrossFit: „Byrjaði árið 2013 því mig vantaði nýjar og krefjandi áskoranir og langaði að prófa eitthvað nýtt og mér fannst CrossFit mjög spennandi.“
CrossFit Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Sjá meira