"Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2017 09:00 Bríet hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna undanfarin fimm ár. KSÍ Bríet Bragadóttir, eina konan sem dæmir í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, segir að Íslendingar verði að fjölga konum í dómarastéttinni. Bríet er reynslumesti kvendómari landsins en hún hefur dæmt í efstu deild kvenna undanfarin fimm ár og sjö ár alls. Mikil umræða skapaðist um dómgæsluna á EM í Hollandi eftir fyrstu tvo leiki Íslands á mótinu. Þótti mörgum hverjum dómgæslan óboðleg og meðal þeirra sem gagnrýndu hana harðlega var Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna. Konur sáu um dómgæslu á Evrópumótinu og benti Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, á að það væri hennar skoðun að bestu dómararnir ættu að dæma á stóra sviðinu, óháð kyni. Sagðist hún frekar vilja „typpaling“ með flautuna ef hann væri betri en kollegi sem væri kona. Bríet notar tækifærið og minnir á stöðu mála hér á landi í hugleiðingu um dómaramál á heimasíðu KSÍ. Bríet segir nauðsynlegt að fjölga konum í stétt dómara hér á landi. „Flest önnur lönd hafa nær eingöngu kvendómara á kvennaleikjum. Flestum finnst eðlilegt að land með landslið í toppklassa, þar sem áhugi á kvennaknattspyrnu er gífurlega mikill, hefði einnig marga sterka kvendómara.. en svo er ekki. Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan. Áhuginn er takmarkaður og stuðningurinn lítill,“ skrifar Bríet. Fólk furði sig á því hvernig hún nenni þessu eða hvort það sé ekki erfitt að láta öskra á sig. „Til að geta verið með bestu mögulegu dómarana þarf að vera hægt að velja úr þeim. Þessi pistill er ekki hugsaður til að afsaka dómgæsluna á Em eða gagnrýna hana. Hins vegar vil ég minna Íslendinga á að líta heim,“ segir Bríet. Hver fyrirsögnin á eftir annarri hafi snúist um vonbrigði vegna dómgæslunnar á EM. „Ég segi: tökum málin í okkar eigin hendur. Búum til toppdómara sem hægt er að vera stoltur af. Hvort sem þær dæma íslensku deildinni eða ná lengra!“Lesa má pistilinn í heild sinni með því að smella hér. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Sjá meira
Bríet Bragadóttir, eina konan sem dæmir í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, segir að Íslendingar verði að fjölga konum í dómarastéttinni. Bríet er reynslumesti kvendómari landsins en hún hefur dæmt í efstu deild kvenna undanfarin fimm ár og sjö ár alls. Mikil umræða skapaðist um dómgæsluna á EM í Hollandi eftir fyrstu tvo leiki Íslands á mótinu. Þótti mörgum hverjum dómgæslan óboðleg og meðal þeirra sem gagnrýndu hana harðlega var Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna. Konur sáu um dómgæslu á Evrópumótinu og benti Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, á að það væri hennar skoðun að bestu dómararnir ættu að dæma á stóra sviðinu, óháð kyni. Sagðist hún frekar vilja „typpaling“ með flautuna ef hann væri betri en kollegi sem væri kona. Bríet notar tækifærið og minnir á stöðu mála hér á landi í hugleiðingu um dómaramál á heimasíðu KSÍ. Bríet segir nauðsynlegt að fjölga konum í stétt dómara hér á landi. „Flest önnur lönd hafa nær eingöngu kvendómara á kvennaleikjum. Flestum finnst eðlilegt að land með landslið í toppklassa, þar sem áhugi á kvennaknattspyrnu er gífurlega mikill, hefði einnig marga sterka kvendómara.. en svo er ekki. Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan. Áhuginn er takmarkaður og stuðningurinn lítill,“ skrifar Bríet. Fólk furði sig á því hvernig hún nenni þessu eða hvort það sé ekki erfitt að láta öskra á sig. „Til að geta verið með bestu mögulegu dómarana þarf að vera hægt að velja úr þeim. Þessi pistill er ekki hugsaður til að afsaka dómgæsluna á Em eða gagnrýna hana. Hins vegar vil ég minna Íslendinga á að líta heim,“ segir Bríet. Hver fyrirsögnin á eftir annarri hafi snúist um vonbrigði vegna dómgæslunnar á EM. „Ég segi: tökum málin í okkar eigin hendur. Búum til toppdómara sem hægt er að vera stoltur af. Hvort sem þær dæma íslensku deildinni eða ná lengra!“Lesa má pistilinn í heild sinni með því að smella hér.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Sjá meira