Lögreglan fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2017 19:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona, en á morgun verður fjölmennasti viðburður ársins haldinn í Reykjavík. Búist er við að yfir hundrað þúsund manns komi til með að sækja viðburði Menningarnætur sem nær hámarki með flugeldasýningu annað kvöld. Viðamiklar lokanir hafa verið gerðar í miðborginni á morgun vegna Reykjavíkurmaraþons og þeirra fjölmörgu viðburða sem verða í boði á Menningarnótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við að meira en hundrað þúsund manns í miðborginni og til að tryggja öryggi er unnið eftir viðbúnaðarskipulagi sem viðhaft hefur verið í sumar á fjölmennum viðburðum. Yfirlögregluþjónn segir umfang lokanna og takmörkun umferðar vera á stærra svæði en áður. „Við erum með mjög stór skipulag í gangi, löggæsluskipulag og að því koma Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóri og síðan erum við í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg. Þannig að þetta er geysi viðamikil aðgerð,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hluta Sæbrautar verður lokað fyrir allri umferð á morgun, frá klukkan sjö að morgni og til klukkan tvö eftir miðnætti. Fólk er beðið um að leggja fær til þess að komast nær og nýta sér almenningssamgöngur til þess að komast í miðbæinn. Strætó mun aka frá völdum stöðum þar sem hægt verður að leggja bílum og fá farþegar frítt í vagninn til þess að komast í miðbæinn. Lögregluyfirvöld funduðu í dag vegna hryðjuverkanna Barcelona í gær, þar var sendibifreið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur „Það er búið að funda vegna þessara hryðjuverka en eins og ég sagði að þá hafa löggæsluáætlanir varðandi þessa viðburði í allt sumar tekið mið af því að reyna að koma í veg fyrir og að geta brugðist við ef að svona kemur upp hjá okkur,“ segir Ásgeir Þór. Ásgeir hvetur eigendur stóra vöruflutningabifreiða og sendibíla til þess að huga að frágangi ökutækja sinni séu þau ekki í notkun á morgun með það í huga að ekki sé hægt að taka þau ófrjálsri hendi. Búist er við því að allt að fimmtán þúsund manns komi til með að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni á morgun og nær hlaupaleiðin út fyrir þær lokanir sem gerðar hafa verið í miðborginni. Ásgeir segir að hugað sé að öryggi þeirra sem taka þátt í hlaupinu. „Þetta er löng leið og það er auðvitað erfiðara. Maraþonið er undir í þessum viðburði líka, þannig að við reynum hvað við getum til þess að allir þeir sem munu leggja leið sína, á hvaða viðburð sem er á Menningarnótt, að þeir geti verið öruggir hjá okkur. Menningarnótt Tengdar fréttir Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15 Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundaði í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona, en á morgun verður fjölmennasti viðburður ársins haldinn í Reykjavík. Búist er við að yfir hundrað þúsund manns komi til með að sækja viðburði Menningarnætur sem nær hámarki með flugeldasýningu annað kvöld. Viðamiklar lokanir hafa verið gerðar í miðborginni á morgun vegna Reykjavíkurmaraþons og þeirra fjölmörgu viðburða sem verða í boði á Menningarnótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu býst við að meira en hundrað þúsund manns í miðborginni og til að tryggja öryggi er unnið eftir viðbúnaðarskipulagi sem viðhaft hefur verið í sumar á fjölmennum viðburðum. Yfirlögregluþjónn segir umfang lokanna og takmörkun umferðar vera á stærra svæði en áður. „Við erum með mjög stór skipulag í gangi, löggæsluskipulag og að því koma Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóri og síðan erum við í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg. Þannig að þetta er geysi viðamikil aðgerð,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hluta Sæbrautar verður lokað fyrir allri umferð á morgun, frá klukkan sjö að morgni og til klukkan tvö eftir miðnætti. Fólk er beðið um að leggja fær til þess að komast nær og nýta sér almenningssamgöngur til þess að komast í miðbæinn. Strætó mun aka frá völdum stöðum þar sem hægt verður að leggja bílum og fá farþegar frítt í vagninn til þess að komast í miðbæinn. Lögregluyfirvöld funduðu í dag vegna hryðjuverkanna Barcelona í gær, þar var sendibifreið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur „Það er búið að funda vegna þessara hryðjuverka en eins og ég sagði að þá hafa löggæsluáætlanir varðandi þessa viðburði í allt sumar tekið mið af því að reyna að koma í veg fyrir og að geta brugðist við ef að svona kemur upp hjá okkur,“ segir Ásgeir Þór. Ásgeir hvetur eigendur stóra vöruflutningabifreiða og sendibíla til þess að huga að frágangi ökutækja sinni séu þau ekki í notkun á morgun með það í huga að ekki sé hægt að taka þau ófrjálsri hendi. Búist er við því að allt að fimmtán þúsund manns komi til með að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni á morgun og nær hlaupaleiðin út fyrir þær lokanir sem gerðar hafa verið í miðborginni. Ásgeir segir að hugað sé að öryggi þeirra sem taka þátt í hlaupinu. „Þetta er löng leið og það er auðvitað erfiðara. Maraþonið er undir í þessum viðburði líka, þannig að við reynum hvað við getum til þess að allir þeir sem munu leggja leið sína, á hvaða viðburð sem er á Menningarnótt, að þeir geti verið öruggir hjá okkur.
Menningarnótt Tengdar fréttir Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15 Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. 18. ágúst 2017 10:15
Öryggisgæsla með hefðbundnu sniði á Menningarnótt Þá verður vörubílum stillt upp á nokkrum stöðum til að auka öryggi. 18. ágúst 2017 11:31