Allt um akstur Strætó og götulokanir á Menningarnótt Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2017 10:15 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Vísir/Pjetur Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. Strætó hvetur alla sem ætla sér að eyða deginum eða kvöldinu í miðbæ Reykjavíkur að nýta sér almenningssamgöngur. Símaver Reykjavíkurborgar verður vel mannað á laugardeginum og þá sem vantar frekari upplýsingar um hátíðina geta hringt í síma 411-1111. Opið er í símaveri Reykjavíkurborgar frá klukkan 08:00-23:00.Skutluþjónusta Strætó Strætó verður með skutluþjónustu sem ekur frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Skutluþjónustan er góður valkostur fyrir þá sem ætla á bílnum í miðbæinn, en ökumenn eru hvattir til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér strætóskutluna í miðbæinn. Strætóskutlurnar munu keyra frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega.Leið Strætóskutlunnar má skoða hér.Hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið klukkan 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku leiðakerfi verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.Hægt er að skoða sérstaka leiðakerfið á korti hér.Leiðakerfi Strætó kl. 23:00 - 01:00 á Menningarnótt Brottfarir frá Hlemmi og BSÍ.Leið A: Bústaðavegur – Austurbær Akstursleið: Teigar – Sund – Vogar – Gerði – Bústaðavegur – HáaleitiLeið B: Breiðholt Akstursleið: Sæbraut - Mjódd – Bakkar – Hólar – Berg – Fell – SeljahverfiLeið G: Grafarvogur Akstursleið: Ártún – Gullinbrú – Foldir – Hús – Rimar – Borgir – Víkur – StaðirLeið H: Garðabær – Hafnarfjörður Akstursleið: Hamraborg – Ásgarður – Reykjavíkurvegur – Fjörður – Hringbraut – VellirLeið K: Kópavogur Akstursleið: Hamraborg – Digranes – Hjallar – Lindir – Salir – Kórar – VatnsendiLeið M: Grafarholt – Mosfellsbær* Akstursleið: Vesturlandsvegur – Grafarholt – Úlfarsárdalur – Mosfellsbær *(Ferð verður farin frá Háholti út á Kjalarnes kl. 00:30 )Leið N: Árbær – Norðlingaholt Akstursleið: Suðurlandsbraut - Ártún – Rofabær – Selásbraut – NorðlingaholtLeið V: Vesturbær – Seltjarnarnes Akstursleið: Þorragata – Hagar – Nesvegur – Seltjarnarnes – GrandarYfirlit yfir hátíðarsvæðið og götulokanir.Menningarnott.isGÖTULOKANIR Á Menningarnótt er miðborgin ein allsherjar göngugata og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast á hátíðarsvæðið. Þeir sem þurfa að koma á einkabíl er bent á að nota bílastæði við Borgartún og í Laugardalnum þar sem ókeypis strætóskutlur aka fólki til og frá hátíðarsvæðinu frá kl. 7.30-1.00. Eins og lög gera ráð fyrir verður sektað fyrir ólöglegar bílastöður og þeir bílar sem hindra aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs verða dregnir í burtu svo unnt sé að tryggja aðgengi þessara öryggisaðila ef óhapp ber að. Hægt er að nálgast kort yfir götulokanir á vefsíðu Menningarnætur eða fá upplýsingar í símaveri Reykjavíkurborgar frá kl. 8-23 á Menningarnótt, s.411-1111. Menningarnótt Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Frítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, laugardaginn 19. ágúst. Strætó hvetur alla sem ætla sér að eyða deginum eða kvöldinu í miðbæ Reykjavíkur að nýta sér almenningssamgöngur. Símaver Reykjavíkurborgar verður vel mannað á laugardeginum og þá sem vantar frekari upplýsingar um hátíðina geta hringt í síma 411-1111. Opið er í símaveri Reykjavíkurborgar frá klukkan 08:00-23:00.Skutluþjónusta Strætó Strætó verður með skutluþjónustu sem ekur frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og þaðan beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Skutluþjónustan er góður valkostur fyrir þá sem ætla á bílnum í miðbæinn, en ökumenn eru hvattir til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér strætóskutluna í miðbæinn. Strætóskutlurnar munu keyra frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega.Leið Strætóskutlunnar má skoða hér.Hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið klukkan 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku leiðakerfi verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.Hægt er að skoða sérstaka leiðakerfið á korti hér.Leiðakerfi Strætó kl. 23:00 - 01:00 á Menningarnótt Brottfarir frá Hlemmi og BSÍ.Leið A: Bústaðavegur – Austurbær Akstursleið: Teigar – Sund – Vogar – Gerði – Bústaðavegur – HáaleitiLeið B: Breiðholt Akstursleið: Sæbraut - Mjódd – Bakkar – Hólar – Berg – Fell – SeljahverfiLeið G: Grafarvogur Akstursleið: Ártún – Gullinbrú – Foldir – Hús – Rimar – Borgir – Víkur – StaðirLeið H: Garðabær – Hafnarfjörður Akstursleið: Hamraborg – Ásgarður – Reykjavíkurvegur – Fjörður – Hringbraut – VellirLeið K: Kópavogur Akstursleið: Hamraborg – Digranes – Hjallar – Lindir – Salir – Kórar – VatnsendiLeið M: Grafarholt – Mosfellsbær* Akstursleið: Vesturlandsvegur – Grafarholt – Úlfarsárdalur – Mosfellsbær *(Ferð verður farin frá Háholti út á Kjalarnes kl. 00:30 )Leið N: Árbær – Norðlingaholt Akstursleið: Suðurlandsbraut - Ártún – Rofabær – Selásbraut – NorðlingaholtLeið V: Vesturbær – Seltjarnarnes Akstursleið: Þorragata – Hagar – Nesvegur – Seltjarnarnes – GrandarYfirlit yfir hátíðarsvæðið og götulokanir.Menningarnott.isGÖTULOKANIR Á Menningarnótt er miðborgin ein allsherjar göngugata og verður því lokuð fyrir bílaumferð frá kl. 7 að morgni til 2 eftir miðnætti. Það er gert til þess að tryggja öryggi gangandi og akandi vegfaranda á þessum fjölsóttasta hátíðardegi ársins. Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að komast á hátíðarsvæðið. Þeir sem þurfa að koma á einkabíl er bent á að nota bílastæði við Borgartún og í Laugardalnum þar sem ókeypis strætóskutlur aka fólki til og frá hátíðarsvæðinu frá kl. 7.30-1.00. Eins og lög gera ráð fyrir verður sektað fyrir ólöglegar bílastöður og þeir bílar sem hindra aðgengi lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs verða dregnir í burtu svo unnt sé að tryggja aðgengi þessara öryggisaðila ef óhapp ber að. Hægt er að nálgast kort yfir götulokanir á vefsíðu Menningarnætur eða fá upplýsingar í símaveri Reykjavíkurborgar frá kl. 8-23 á Menningarnótt, s.411-1111.
Menningarnótt Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira