Ennþá lausir veiðidagar í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2017 12:00 Það er ennþá hægt að komast í haustveiði í Elliðaánum Veiðin í Elliðaánum hefur verið ágæt í sumar en heildarveiðiner komin í 741 lax sem er nokkuð meira en lokatalan eftir sumarið í fyrra. Heildarveiðin í Elliðaánum í fyrrasumar var 675 laxar en hefði líklega getað farið hærra ef veður hefði ekki, oft sem fyrr, gert veiðimönnum erfitt fyrir. Það er alltaf mikill umsóknarþungi um veiðileyfin í Elliðaárnar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og þar komast færri að en vilja. Það er þess vegna skrítið að sjá jafn skemmtilega daga lausa eins og í september í ánni en haustveiðin þarna getur oft verið mjög lífleg. Leyfin eru ódýr en veiðinvonin jafnframt góð. Verðið á stöng er 12.900 fyrir hálfan dag og það er laust jafnt fyrir hádegi sem eftir hádegi einhverja dagana. Veiðin er mest á efri svæðunum og frá Hundasteinum og upp að Elliðavatnsstíflu má aðeins veiða á flugu en á þessu svæði eru líka skemmtilegir veiðistaðir eins og Hraun, Grófarkvörn, Kista, Símastrengur og Höfuðhylur en hann gefur oft bestu veiðina seint á kvöldin á þessum árstíma. Fyrir ykkur sem eruð ekki búin að svala veiðiþörfinni í sumar þá er víða hægt að komast í fína veiði í haust. Þú getur kíkt á einhverja af þessum síðum til að sjá hvað er í boði og það er nokkuð víst að það er hægt að finna veiðileyfi þarna fyrir alla. Skoðaðu síður eins og www.svfr.is, www.lax-a.is og www.veida.is. Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði
Veiðin í Elliðaánum hefur verið ágæt í sumar en heildarveiðiner komin í 741 lax sem er nokkuð meira en lokatalan eftir sumarið í fyrra. Heildarveiðin í Elliðaánum í fyrrasumar var 675 laxar en hefði líklega getað farið hærra ef veður hefði ekki, oft sem fyrr, gert veiðimönnum erfitt fyrir. Það er alltaf mikill umsóknarþungi um veiðileyfin í Elliðaárnar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og þar komast færri að en vilja. Það er þess vegna skrítið að sjá jafn skemmtilega daga lausa eins og í september í ánni en haustveiðin þarna getur oft verið mjög lífleg. Leyfin eru ódýr en veiðinvonin jafnframt góð. Verðið á stöng er 12.900 fyrir hálfan dag og það er laust jafnt fyrir hádegi sem eftir hádegi einhverja dagana. Veiðin er mest á efri svæðunum og frá Hundasteinum og upp að Elliðavatnsstíflu má aðeins veiða á flugu en á þessu svæði eru líka skemmtilegir veiðistaðir eins og Hraun, Grófarkvörn, Kista, Símastrengur og Höfuðhylur en hann gefur oft bestu veiðina seint á kvöldin á þessum árstíma. Fyrir ykkur sem eruð ekki búin að svala veiðiþörfinni í sumar þá er víða hægt að komast í fína veiði í haust. Þú getur kíkt á einhverja af þessum síðum til að sjá hvað er í boði og það er nokkuð víst að það er hægt að finna veiðileyfi þarna fyrir alla. Skoðaðu síður eins og www.svfr.is, www.lax-a.is og www.veida.is.
Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði