Frábiðja sér tugi nýrra íbúða í Fossvogsdalinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Ráðgert er að byggja hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða rétt vestan við Landspítalann í Fossvogi. vísir/ernir „Við getum ómöguleg séð að það geti gengið upp að troða öllum þessum íbúðum á þennan litla blett. Vegurinn annar varla bílaumferðinni við núverandi ástand, við getum ekki séð hvernig í ósköpunum hann ætti að anna umferð eftir breytingar og teljum slysahættu verða óboðlega mikla,“ segir í athugasemd fjölskyldu sem býr að Skógarvegi 14 um tillögu að breyttu deiliskipulagi á götunni. Tillaga um breytingar á deiluskipulagi að Sléttuvegi 25-27 og Skógarvegi 4-10 í Fossvogsdal liggur fyrir skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þar rísi á næstunni hjúkrunarheimili, auk leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Reykjavíkurborg hefur samið við Hrafnistu um rekstur heimilisins sem einnig vill reka þar leiguíbúðirnar og þjónustumiðstöðina. Breytt tillaga að deiluskipulagi felur í sér að heildarfjöldi íbúðaeininga verði allt að 289 í stað 212 íbúða sem ákveðið hafði verið í fyrra deiluskipulagi. Þar af verði 99 rými í hjúkrunarheimilinu. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að hver íbúð verður minni en áður var ráðgert. Þá er gert ráð fyrir því að fyrirhuguð þjónustumiðstöð verði 1.900 fermetrar en ekki 5.000 eins og ráðgert var í fyrra deiliskipulagi. Þessar breytingar sætta íbúar á Sléttuvegi og Skógarvegi sig ekki við og áður en frestur til að skila athugasemd rann upp höfðu fjórtán einstaklingar, eða fjölskyldur, gert alvarlegar athugasemdir. „Með svona heimilum fylgja rosalega margir bílar sem er bara ekki hægt. Auðvitað er gott að fá gamla fólkið og það er bara fínt. En það er leiðinlegt að það þurfi að auka byggingamagn svona svakalega mikið,“ segir Kjartan Freyr Kjartansson, sem er formaður húsfélagsins við Skógarveg 12-14. Hann segir alla íbúa í húsinu vera sammála um að breytingin sé eitthvað sem ekki sé hægt að sætta sig við. Kjartan Freyr segir við Fréttablaðið að nú þegar vanti heilmörg bílastæði á svæðið og ástandið verði hálfu verra ef byggt yrði samkvæmt nýju tillögunni að deiliskipulaginu. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
„Við getum ómöguleg séð að það geti gengið upp að troða öllum þessum íbúðum á þennan litla blett. Vegurinn annar varla bílaumferðinni við núverandi ástand, við getum ekki séð hvernig í ósköpunum hann ætti að anna umferð eftir breytingar og teljum slysahættu verða óboðlega mikla,“ segir í athugasemd fjölskyldu sem býr að Skógarvegi 14 um tillögu að breyttu deiliskipulagi á götunni. Tillaga um breytingar á deiluskipulagi að Sléttuvegi 25-27 og Skógarvegi 4-10 í Fossvogsdal liggur fyrir skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þar rísi á næstunni hjúkrunarheimili, auk leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Reykjavíkurborg hefur samið við Hrafnistu um rekstur heimilisins sem einnig vill reka þar leiguíbúðirnar og þjónustumiðstöðina. Breytt tillaga að deiluskipulagi felur í sér að heildarfjöldi íbúðaeininga verði allt að 289 í stað 212 íbúða sem ákveðið hafði verið í fyrra deiluskipulagi. Þar af verði 99 rými í hjúkrunarheimilinu. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að hver íbúð verður minni en áður var ráðgert. Þá er gert ráð fyrir því að fyrirhuguð þjónustumiðstöð verði 1.900 fermetrar en ekki 5.000 eins og ráðgert var í fyrra deiliskipulagi. Þessar breytingar sætta íbúar á Sléttuvegi og Skógarvegi sig ekki við og áður en frestur til að skila athugasemd rann upp höfðu fjórtán einstaklingar, eða fjölskyldur, gert alvarlegar athugasemdir. „Með svona heimilum fylgja rosalega margir bílar sem er bara ekki hægt. Auðvitað er gott að fá gamla fólkið og það er bara fínt. En það er leiðinlegt að það þurfi að auka byggingamagn svona svakalega mikið,“ segir Kjartan Freyr Kjartansson, sem er formaður húsfélagsins við Skógarveg 12-14. Hann segir alla íbúa í húsinu vera sammála um að breytingin sé eitthvað sem ekki sé hægt að sætta sig við. Kjartan Freyr segir við Fréttablaðið að nú þegar vanti heilmörg bílastæði á svæðið og ástandið verði hálfu verra ef byggt yrði samkvæmt nýju tillögunni að deiliskipulaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira