Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 16:07 Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Vísir/Anton Brink Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir stjórnleysi ríkja í nefndinni og lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp við umfjöllun um reglur um uppreist æru. Nefndin fundaði í dag um reglurnar en fram hefur komið að dómsmálaráðherra hafi í hyggju að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um verulegar breytingar á þessu sviði. Nefndin hefur haft þessi mál til umfjöllunar allt frá því að mál Roberts Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, komst í hámæli en honum var veitt uppreist æra undir lok síðasta árs. Fram kemur í bókun þeirra Svandísar Svavardóttur, Birgittu Jónsdóttur, Lilju Daggar Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur að á fundi nefndarinnar í dag hafi meirihluti hennar, að frátöldum formanni nefndarinnar Brynjari Níelssyni, gengið út áður en meðmælabréf í máli Roberts voru lögð fram í trúnaði. Minnihlutinn segir umrædd meðmælabréf hafa vakið nýjar spurningar um framkvæmd laganna um uppreist æru af hálfu ráðuneytisins og ráðherra. Segir hann því vandséð að fulltrúar meirihlutans geti fjallað um málið í nefndinni í framhaldinu. Fulltrúar meirihlutans hafa sagt í fjölmiðlum í dag að þeir hafi ekki talið þörf á því að kynna sér meðmælabréfin til að taka efnislega afstöðu í málinu. Í bókun minnihlutans segir að hann hafi óskað eftir eftirtöldu: Nánari greiningu á gögnum sem fylgt hafa beiðnum um uppreist æru á undanförnum árum og afgreiðslu þeirra.Upplýsingum um ferli sambærilegra mála í nágrannalöndunum og að fulltrúar dómsmálaráðuneytisins komi sem fyrst á fund nefndarinnar til að svara spurningum sem vaknað hafa um feril mála um uppreist æru og stjórnsýsluhætti.Að sá hópur sem gagnrýnt hefur ferlið á undanförnum misserum komi á fund nefndarinnar til að reifa sín sjónarmið milliliðalaust.Minnisblaði frá yfirlögfræðingi Alþingis um stöðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar fjórir nefndarmenn hafa neitað að taka við gögnum sem eru á dagskrá nefndarinnar og þar með hafa áhrif á næstu skref í umfjöllun um uppreist æru.Að forsætisnefnd fjalli um þá stöðu sem upp er komin í nefndinni í ljósi þess að nefndin fer með afar mikilvægt hlutverk gagnvart almenningi og þinginu og á samkvæmt lögum að „kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu“. Þetta hlutverk getur ekki verið valkvætt fyrir þá fulltrúa sem nefndina skipa. Uppreist æru Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir stjórnleysi ríkja í nefndinni og lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp við umfjöllun um reglur um uppreist æru. Nefndin fundaði í dag um reglurnar en fram hefur komið að dómsmálaráðherra hafi í hyggju að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um verulegar breytingar á þessu sviði. Nefndin hefur haft þessi mál til umfjöllunar allt frá því að mál Roberts Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, komst í hámæli en honum var veitt uppreist æra undir lok síðasta árs. Fram kemur í bókun þeirra Svandísar Svavardóttur, Birgittu Jónsdóttur, Lilju Daggar Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur að á fundi nefndarinnar í dag hafi meirihluti hennar, að frátöldum formanni nefndarinnar Brynjari Níelssyni, gengið út áður en meðmælabréf í máli Roberts voru lögð fram í trúnaði. Minnihlutinn segir umrædd meðmælabréf hafa vakið nýjar spurningar um framkvæmd laganna um uppreist æru af hálfu ráðuneytisins og ráðherra. Segir hann því vandséð að fulltrúar meirihlutans geti fjallað um málið í nefndinni í framhaldinu. Fulltrúar meirihlutans hafa sagt í fjölmiðlum í dag að þeir hafi ekki talið þörf á því að kynna sér meðmælabréfin til að taka efnislega afstöðu í málinu. Í bókun minnihlutans segir að hann hafi óskað eftir eftirtöldu: Nánari greiningu á gögnum sem fylgt hafa beiðnum um uppreist æru á undanförnum árum og afgreiðslu þeirra.Upplýsingum um ferli sambærilegra mála í nágrannalöndunum og að fulltrúar dómsmálaráðuneytisins komi sem fyrst á fund nefndarinnar til að svara spurningum sem vaknað hafa um feril mála um uppreist æru og stjórnsýsluhætti.Að sá hópur sem gagnrýnt hefur ferlið á undanförnum misserum komi á fund nefndarinnar til að reifa sín sjónarmið milliliðalaust.Minnisblaði frá yfirlögfræðingi Alþingis um stöðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar fjórir nefndarmenn hafa neitað að taka við gögnum sem eru á dagskrá nefndarinnar og þar með hafa áhrif á næstu skref í umfjöllun um uppreist æru.Að forsætisnefnd fjalli um þá stöðu sem upp er komin í nefndinni í ljósi þess að nefndin fer með afar mikilvægt hlutverk gagnvart almenningi og þinginu og á samkvæmt lögum að „kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu“. Þetta hlutverk getur ekki verið valkvætt fyrir þá fulltrúa sem nefndina skipa.
Uppreist æru Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira