Listamaður blundaði í Sævari árum saman Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. ágúst 2017 09:00 Sævar Karl og fjölskylda tóku forskot á sæluna og héldu upp á sjötugsafmæli Sævars Karls á laugardaginn, í blíðskaparveðri í garðinum á heimili þeirra hjóna. vísir/ernir Sævar Karl Ólason, myndlistarmaður og fyrrverandi kaupmaður, fagnar sjötíu ára afmæli sínu í dag. Þessi nýi tugur leggst alveg ljómandi vel í mig,“ segir Sævar Karl Ólason, myndlistarmaður og fyrrverandi kaupmaður, en hann fagnar sjötíu ára afmæli sínu í dag. Sævar Karl þekkja flestir, en hann rak fataverslun sína í Bankastræti í fjölmörg ár og er þekktur fagurkeri. Hann seldi verslunina fyrir sléttum tíu árum, í góðærinu, og starfar í dag sem myndlistarmaður. Raunar stendur yfir sýning á módelskyssum eftir hann þessa dagana, hjá Ófeigi gullsmiði á Skólavörðustíg 5. „Þetta er afskaplega fallegt, lítið gallerí. Það hentar því vel sem ég er að sýna núna, sem er raunar nokkuð frábrugðið því sem ég er vanur að gera. Minn stíll er abstraktmálverkið á stórum skala,“ útskýrir Sævar, sem segir myndlistarmanninn hafa blundað í sér árum saman. Hann hóf að stunda listnám meðfram kaupmennskunni. „Ég stundaði námið svo vel að það fór að hægja á versluninni hjá mér,“ segir Sævar og hlær. „Ég sakna ekki verslunarinnar þó ég hugsi hlýlega til þeirra ára og minna kúnna.“ Sævar Karl og fjölskylda tóku forskot á sæluna og héldu upp á stórafmælið á laugardaginn, í blíðskaparveðri í garðinum á heimili þeirra hjóna til þriggja áratuga í miðbænum. „Við buðum vinum og fjölskyldu að koma og fagna með okkur. Synir okkar tveir, sem báðir búa í útlöndum, komu heim af þessu tilefni, þannig að ég er hinn lukkulegasti með þetta allt saman,“ segir Sævar. Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Sjá meira
Sævar Karl Ólason, myndlistarmaður og fyrrverandi kaupmaður, fagnar sjötíu ára afmæli sínu í dag. Þessi nýi tugur leggst alveg ljómandi vel í mig,“ segir Sævar Karl Ólason, myndlistarmaður og fyrrverandi kaupmaður, en hann fagnar sjötíu ára afmæli sínu í dag. Sævar Karl þekkja flestir, en hann rak fataverslun sína í Bankastræti í fjölmörg ár og er þekktur fagurkeri. Hann seldi verslunina fyrir sléttum tíu árum, í góðærinu, og starfar í dag sem myndlistarmaður. Raunar stendur yfir sýning á módelskyssum eftir hann þessa dagana, hjá Ófeigi gullsmiði á Skólavörðustíg 5. „Þetta er afskaplega fallegt, lítið gallerí. Það hentar því vel sem ég er að sýna núna, sem er raunar nokkuð frábrugðið því sem ég er vanur að gera. Minn stíll er abstraktmálverkið á stórum skala,“ útskýrir Sævar, sem segir myndlistarmanninn hafa blundað í sér árum saman. Hann hóf að stunda listnám meðfram kaupmennskunni. „Ég stundaði námið svo vel að það fór að hægja á versluninni hjá mér,“ segir Sævar og hlær. „Ég sakna ekki verslunarinnar þó ég hugsi hlýlega til þeirra ára og minna kúnna.“ Sævar Karl og fjölskylda tóku forskot á sæluna og héldu upp á stórafmælið á laugardaginn, í blíðskaparveðri í garðinum á heimili þeirra hjóna til þriggja áratuga í miðbænum. „Við buðum vinum og fjölskyldu að koma og fagna með okkur. Synir okkar tveir, sem báðir búa í útlöndum, komu heim af þessu tilefni, þannig að ég er hinn lukkulegasti með þetta allt saman,“ segir Sævar.
Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Sjá meira