Eyjakonur komust í úrslit Borgunarbikars kvenna annað árið í röð með sigri gegn Grindavík í undanúrslitum í dag en eftir það þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að útkljá leikinn og þar voru Eyjakonur sterkari.
Fá þær því tækifæri til að leika eftir afrek karlaliðsins sem varð bikarmeistari í gær með sigri á FH í Laugardalnum en á síðasta ári komust þær í úrslitaleikinn en töpuðu þar fyrir Breiðablik.
Þrátt fyrir þokkalega yfirburði framan af átti ÍBv í vandræðum með að koma boltanum í netið þar til Cloé Lacasse skoraði af stuttu færi á 41. mínútu og leiddu Eyjakonur í hálfleik.
Það virtist ætla að duga ÍBV til sigurs en það var komið fram í uppbótartíma þegar Elena Brynjarsdóttir jafnaði metin fyrir Grindavík eftir undirbúning Rilany Aguiar Da Silva.
Þurfti því að framlengja en gestirnir úr Grindavík léku manni færri síðustu fimmtán mínúturnar eftir að Dröfn Einarsdóttir fékk annað gula spjald sitt á 106. mínútu.
Þrátt fyrir það tókst ÍBV ekki að kreista fram sigurinn og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni.
Þar mistókst Elenu og Lauren Brennan að skora úr spyrnum sínum og tryggði Cloé því ÍBV sigurinn með fjórðu spyrnu Eyjakvenna og um leið miða í úrslitaleikinn.
ÍBV í úrslitin eftir sigur í vítaspyrnukeppni
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Benedikt hættur með kvennalandsliðið
Körfubolti


Gunnar kveður og Stefán tekur við
Handbolti






Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum
Fótbolti
