Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2017 13:44 Brynjar Níelsson segir að þeir sem uppfylli skilyrði laga um uppreist æru fái hana veitta. Vísir/Vilhelm Hugtakið „uppreist æru“ hefur ruglað umræðu um hvort veita eigi einstaklingum sem hafa hlotið refsidóma aftur borgararéttindi, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segir ekki sjálfgefið að menn fái fyrri starfsréttindi aftur eftir dóm. Mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarson, hefur vakið mikla athygli. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum árið 2008 en fékk uppreist æru í fyrra. Hæstiréttur staðfesti fyrr á þessu ári að hann gæti óskað eftir að fá lögmannsréttindi aftur.Ekki nokkurs konar syndaaflausnBrynjar var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann hugtakið „uppreist æru“ leiða umræðuna um víðan völl. „Þetta þarf auðvitað ekkert að heita uppreist æru. Mér finnst það rugla umræðuna mjög mikið. Það er eins og menn líti þá á að stjórnvöld séu bara að stroka yfir þetta og veita mönnum syndaaflaun eða eitthvað slíkt. Þetta er auðvitað ekkert þannig," segir Brynjar sem telur það ekki hlutverk stjórnvalda að reisa upp æru manna. Lögin um uppreist æru eru gömul og segir Brynjar ástæðu til að taka þau til endurskoðunar eins og dómsmálaráðherra sé að gera.Ekki sjálfgefið að menn geti fengið starfsréttindi afturHugsunin á bak við refsidómum sé að refsingu sé lokið þegar menn hafi afplánað þá og að þeim sé ekki refsað endalaust þannig að þeir eigi ekki möguleika á að endurheimta borgararéttindi sem þeir hafi misst við dóm. „Ég hef auðvitað verið þeirrar skoðunar að það eigi allir sem hafa fengið dóm, líka fyrir alvarleg brot, að geta fengið sín borgaralegu réttindi aftur,“ segir Brynjar. Hann telur þó ekki endilega sjálfgefið að menn geti fengið ákveðin starfsréttindi aftur. Það fari að hans mati eftir eðli starfsréttindanna og hvernig brot þeirra hafi verið. Uppreist æru Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hugtakið „uppreist æru“ hefur ruglað umræðu um hvort veita eigi einstaklingum sem hafa hlotið refsidóma aftur borgararéttindi, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segir ekki sjálfgefið að menn fái fyrri starfsréttindi aftur eftir dóm. Mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarson, hefur vakið mikla athygli. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum árið 2008 en fékk uppreist æru í fyrra. Hæstiréttur staðfesti fyrr á þessu ári að hann gæti óskað eftir að fá lögmannsréttindi aftur.Ekki nokkurs konar syndaaflausnBrynjar var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann hugtakið „uppreist æru“ leiða umræðuna um víðan völl. „Þetta þarf auðvitað ekkert að heita uppreist æru. Mér finnst það rugla umræðuna mjög mikið. Það er eins og menn líti þá á að stjórnvöld séu bara að stroka yfir þetta og veita mönnum syndaaflaun eða eitthvað slíkt. Þetta er auðvitað ekkert þannig," segir Brynjar sem telur það ekki hlutverk stjórnvalda að reisa upp æru manna. Lögin um uppreist æru eru gömul og segir Brynjar ástæðu til að taka þau til endurskoðunar eins og dómsmálaráðherra sé að gera.Ekki sjálfgefið að menn geti fengið starfsréttindi afturHugsunin á bak við refsidómum sé að refsingu sé lokið þegar menn hafi afplánað þá og að þeim sé ekki refsað endalaust þannig að þeir eigi ekki möguleika á að endurheimta borgararéttindi sem þeir hafi misst við dóm. „Ég hef auðvitað verið þeirrar skoðunar að það eigi allir sem hafa fengið dóm, líka fyrir alvarleg brot, að geta fengið sín borgaralegu réttindi aftur,“ segir Brynjar. Hann telur þó ekki endilega sjálfgefið að menn geti fengið ákveðin starfsréttindi aftur. Það fari að hans mati eftir eðli starfsréttindanna og hvernig brot þeirra hafi verið.
Uppreist æru Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira