Nafna lífsstílsdrottningarinnar fékk boðskortið á sérlega opnun H&M fyrir útvalda Jakob Bjarnar skrifar 11. ágúst 2017 10:41 Meðan Mörtu Smörtu var tekið að lengja eftir boðskortinu rak önnur Marta María, sem bý úti á Seltjarnarnesi, upp stór augu þegar henni var boðið að mæta í partí ásamt öðrum áhrifavöldum. Meðan Mörtu Maríu Jónasdóttur – Mörtu Smörtu á Smartlandi – einni helstu lífsstíls- og samkvæmisdrottningu Íslands, var tekið að lengja eftir boðskorti á sérlega opnun H&M, sem verður nú í lok mánaðarins, rak önnur Marta María upp stór augu; henni var boðið, ásamt öðrum tísku- og lífsstílsfrömuðum, að mæta við opnunina. Sérlegt partí fyrir útvalda.Er enginn lífsstílsáhrifavaldur „Mér datt strax í hug að þetta væri einhver ruglingur,“ segir Marta María Árnadóttir ferðaráðgjafi og henni er skemmt. „Ég er ekki þekkt fyrir að vera einhver áhrifavaldur eða hvað þetta kallast. Og er ekki sú virkasta á samfélagsmiðlum.“ Þegar Mörtu Maríu barst boðskortið á þennan viðburð, sem samkvæmt heimildum Vísis er slegist um að vera boðið á, datt henni strax í hug að boðskortið væri ætlað nöfnu hennar Jónasdóttur, sem reyndar er fjarskyld frænka hennar. „Ég þekki hana ekki neitt. Og, nei, ég geri ekki ráð fyrir að mæta. Það væri gaman en ég verð fyrir vestan,“ segir Marta María sem er að fara á „road trip“ um Vestfirði ásamt vinkonu sinni. „Partíið og áhrifavaldarnir verða að vera án mín í þetta skiptið.“Hlýtur að vera efst á öllum slíkum listumHin Marta María, sem er ólíkt þekktari, segir að sér hafi nú borist boðskortið góða. „Mér var boðið en boðskortið mitt fór víst á nöfnu mína sem er fædd 1993,“ segir lífsstílsdrottningin og henni er dillað. „Ég er komin með mitt í hendur.“Marta María hlýtur að teljast ein helsta lífsstílsdrottning landsins og fráleitt annað en að hún sé á öllum VIP-listum, ekki síst þegar um sérlegt áhrifavaldapartí H&M er að ræða.Þegar Mörtu Maríu var tekið að lengja eftir boðskortinu spurðist hún fyrir og þá kom þetta á daginn. Enda hefði verið með miklum ólíkindum ef samkvæmisdrottning landsins hefði ekki fengið boðskort.Maður hefði ætlað að þú værir efst á öllum slíkum listum? „Já, maður hefði haldið það. Að stærsti lífsstílsvefur á Íslandi væri í fyrsta sæti,“ gantast Marta María og vísar til starfa sinna við mbl. „Mér fannst þetta fyndið.“Óskandi að góða verðið skili sér til ÍslandsMörtu Maríu Jónasdóttur líst mjög vel á opnun H&M á Íslandi. „Þetta er eitthvað sem flest allir hafa beðið eftir, held ég.“ Hún telur ekki úr vegi að ætla að þessi opnun muni marka tímamót og jafnvel verða eitthvað í líkingu við Costco-fárið sem vart sér fyrir endann á hér á Íslandi. „Mér þykir það ekki ólíklegt. Það sem fólk er líka spennt að sjá er hvort góða verðið í H&M skili sér til Íslands. Það væri óskandi fyrir neytendur.“ Tengdar fréttir Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Meðan Mörtu Maríu Jónasdóttur – Mörtu Smörtu á Smartlandi – einni helstu lífsstíls- og samkvæmisdrottningu Íslands, var tekið að lengja eftir boðskorti á sérlega opnun H&M, sem verður nú í lok mánaðarins, rak önnur Marta María upp stór augu; henni var boðið, ásamt öðrum tísku- og lífsstílsfrömuðum, að mæta við opnunina. Sérlegt partí fyrir útvalda.Er enginn lífsstílsáhrifavaldur „Mér datt strax í hug að þetta væri einhver ruglingur,“ segir Marta María Árnadóttir ferðaráðgjafi og henni er skemmt. „Ég er ekki þekkt fyrir að vera einhver áhrifavaldur eða hvað þetta kallast. Og er ekki sú virkasta á samfélagsmiðlum.“ Þegar Mörtu Maríu barst boðskortið á þennan viðburð, sem samkvæmt heimildum Vísis er slegist um að vera boðið á, datt henni strax í hug að boðskortið væri ætlað nöfnu hennar Jónasdóttur, sem reyndar er fjarskyld frænka hennar. „Ég þekki hana ekki neitt. Og, nei, ég geri ekki ráð fyrir að mæta. Það væri gaman en ég verð fyrir vestan,“ segir Marta María sem er að fara á „road trip“ um Vestfirði ásamt vinkonu sinni. „Partíið og áhrifavaldarnir verða að vera án mín í þetta skiptið.“Hlýtur að vera efst á öllum slíkum listumHin Marta María, sem er ólíkt þekktari, segir að sér hafi nú borist boðskortið góða. „Mér var boðið en boðskortið mitt fór víst á nöfnu mína sem er fædd 1993,“ segir lífsstílsdrottningin og henni er dillað. „Ég er komin með mitt í hendur.“Marta María hlýtur að teljast ein helsta lífsstílsdrottning landsins og fráleitt annað en að hún sé á öllum VIP-listum, ekki síst þegar um sérlegt áhrifavaldapartí H&M er að ræða.Þegar Mörtu Maríu var tekið að lengja eftir boðskortinu spurðist hún fyrir og þá kom þetta á daginn. Enda hefði verið með miklum ólíkindum ef samkvæmisdrottning landsins hefði ekki fengið boðskort.Maður hefði ætlað að þú værir efst á öllum slíkum listum? „Já, maður hefði haldið það. Að stærsti lífsstílsvefur á Íslandi væri í fyrsta sæti,“ gantast Marta María og vísar til starfa sinna við mbl. „Mér fannst þetta fyndið.“Óskandi að góða verðið skili sér til ÍslandsMörtu Maríu Jónasdóttur líst mjög vel á opnun H&M á Íslandi. „Þetta er eitthvað sem flest allir hafa beðið eftir, held ég.“ Hún telur ekki úr vegi að ætla að þessi opnun muni marka tímamót og jafnvel verða eitthvað í líkingu við Costco-fárið sem vart sér fyrir endann á hér á Íslandi. „Mér þykir það ekki ólíklegt. Það sem fólk er líka spennt að sjá er hvort góða verðið í H&M skili sér til Íslands. Það væri óskandi fyrir neytendur.“
Tengdar fréttir Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent