Gera ekki neitt Hörður Ægisson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Ef allt væri eðlilegt – núna þegar næstum níu ár eru liðin frá fjármálahruninu – þá hefði íslenska ríkið fyrir löngu hafist handa við að hefja sölu á eignarhlutum sínum í bönkunum. Svo er hins vegar ekki. Þess í stað er ríkið enn alltumlykjandi á fjármálamarkaði en sú fjárhæð sem það er með bundið sem eigið fé í bönkunum nemur um nítján prósentum af landsframleiðslu. Slík staða þekkist hvergi í hinum vestræna heimi. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar stjórnvalda um að til standi, þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi, að grynnka á eignarhlutum ríkisins í bankakerfinu hefur ekkert gerst – þvert á móti hafa umsvif þess aukist eftir að Íslandsbanki féll í skaut ríkisins í ársbyrjun 2016. Ekki verður séð að bankarnir skili skattgreiðendum, sem bera í reynd ábyrgð á rekstri á bankanna, eðlilegri arðsemi af starfsemi sinni. Fram kemur í nýrri skýrslu Bankasýslu ríkisins að þótt arðsemi stóru bankanna af reglulegum rekstri hafi batnað lítillega í fyrra – hún var að meðaltali 6,4 prósent – þá uppfyllir hún ekki arðsemiskröfu ríkisins til lengri tíma litið. Arðsemi bankanna er með öðrum orðum litlu meiri en ávöxtun af áhættulausri fjárfestingu í ríkisskuldabréfum. Ein leið til að bregðast við þessari stöðu væri að ráðast í frekari ráðstafanir til að minnka eigið fé bankana og greiða það út til ríkisins. Þrátt fyrir slíkar aðgerðir yrðu bankarnir eftir sem áður þeir best fjármögnuðu í Evrópu. Lítil umræða fer samt fram um þann fórnarkostnað sem fylgir því fyrir ríkið að vera með um 500 milljarða bundna sem eigið fé í bönkunum í stað þess að ráðstafa þeim fjármunum, svo dæmi sé tekið, til niðurgreiðslu skulda eða fjárfestingar í innviðum. Ljóst er að hægt væri að lækka árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs um tugi milljarða með sölu á eignarhlutum í bönkunum. Á það er bent í skýrslu Bankasýslunnar að hlutur ríkissjóðs í eigin fé bankanna sé um 35 prósent af heildarskuldum ríkisins. Í tilfelli annarra evrópskra ríkja sem þurftu einnig að koma bönkum til aðstoðar í alþjóðlegu fjármálakreppunni – Belgíu, Bretlands, Grikklands, Hollands og Írlands – er þetta hlutfall á bilinu 2 til 7 prósent. Ólíkt Íslandi hafa yfirvöld þessara ríkja talið réttast að hefjast handa við að losa um hluti sína í áhættusömum fjármálafyrirtækjum. Íslensk stjórnvöld eru á öðru máli. Í hartnær átta ár hefur eignarhald á fjármálakerfinu verið annaðhvort í höndum ríkisins eða kröfuhafa gömlu bankanna. Í hvorugu tilfelli getur verið um að ræða æskilega langtímaeigendur að kerfislega mikilvægustu fyrirtækjum landsins. Fyrirhugað hlutafjárútboð og tvíhliða skráning Arion banka – á Íslandi og í Svíþjóð – mun hins vegar breyta þessari mynd. Virkir eigendur munu koma að bankanum, með sýn á hverju þurfi að breyta og hvað að bæta í rekstrinum. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir stjórnvöld að vel takist til enda mun skráning Arion banka leggja grunn að verðmyndun annarra íslenskra banka og ryðja brautina fyrir ríkið til að hefja löngu tímabært söluferli á hlutum sínum í Íslandsbanka og Landsbankanum. Ekki er þó ástæða til að gera sér of miklar væntingar. Reynslan hefur sýnt að stjórnvöld hafa ítrekað skilað auðu í þeim efnum og virðast hafa tekið þann pól í hæðina að það sé best að gera ekki neitt. Það er í sjálfu sér ákveðin stefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ef allt væri eðlilegt – núna þegar næstum níu ár eru liðin frá fjármálahruninu – þá hefði íslenska ríkið fyrir löngu hafist handa við að hefja sölu á eignarhlutum sínum í bönkunum. Svo er hins vegar ekki. Þess í stað er ríkið enn alltumlykjandi á fjármálamarkaði en sú fjárhæð sem það er með bundið sem eigið fé í bönkunum nemur um nítján prósentum af landsframleiðslu. Slík staða þekkist hvergi í hinum vestræna heimi. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar stjórnvalda um að til standi, þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi, að grynnka á eignarhlutum ríkisins í bankakerfinu hefur ekkert gerst – þvert á móti hafa umsvif þess aukist eftir að Íslandsbanki féll í skaut ríkisins í ársbyrjun 2016. Ekki verður séð að bankarnir skili skattgreiðendum, sem bera í reynd ábyrgð á rekstri á bankanna, eðlilegri arðsemi af starfsemi sinni. Fram kemur í nýrri skýrslu Bankasýslu ríkisins að þótt arðsemi stóru bankanna af reglulegum rekstri hafi batnað lítillega í fyrra – hún var að meðaltali 6,4 prósent – þá uppfyllir hún ekki arðsemiskröfu ríkisins til lengri tíma litið. Arðsemi bankanna er með öðrum orðum litlu meiri en ávöxtun af áhættulausri fjárfestingu í ríkisskuldabréfum. Ein leið til að bregðast við þessari stöðu væri að ráðast í frekari ráðstafanir til að minnka eigið fé bankana og greiða það út til ríkisins. Þrátt fyrir slíkar aðgerðir yrðu bankarnir eftir sem áður þeir best fjármögnuðu í Evrópu. Lítil umræða fer samt fram um þann fórnarkostnað sem fylgir því fyrir ríkið að vera með um 500 milljarða bundna sem eigið fé í bönkunum í stað þess að ráðstafa þeim fjármunum, svo dæmi sé tekið, til niðurgreiðslu skulda eða fjárfestingar í innviðum. Ljóst er að hægt væri að lækka árlegar vaxtagreiðslur ríkissjóðs um tugi milljarða með sölu á eignarhlutum í bönkunum. Á það er bent í skýrslu Bankasýslunnar að hlutur ríkissjóðs í eigin fé bankanna sé um 35 prósent af heildarskuldum ríkisins. Í tilfelli annarra evrópskra ríkja sem þurftu einnig að koma bönkum til aðstoðar í alþjóðlegu fjármálakreppunni – Belgíu, Bretlands, Grikklands, Hollands og Írlands – er þetta hlutfall á bilinu 2 til 7 prósent. Ólíkt Íslandi hafa yfirvöld þessara ríkja talið réttast að hefjast handa við að losa um hluti sína í áhættusömum fjármálafyrirtækjum. Íslensk stjórnvöld eru á öðru máli. Í hartnær átta ár hefur eignarhald á fjármálakerfinu verið annaðhvort í höndum ríkisins eða kröfuhafa gömlu bankanna. Í hvorugu tilfelli getur verið um að ræða æskilega langtímaeigendur að kerfislega mikilvægustu fyrirtækjum landsins. Fyrirhugað hlutafjárútboð og tvíhliða skráning Arion banka – á Íslandi og í Svíþjóð – mun hins vegar breyta þessari mynd. Virkir eigendur munu koma að bankanum, með sýn á hverju þurfi að breyta og hvað að bæta í rekstrinum. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir stjórnvöld að vel takist til enda mun skráning Arion banka leggja grunn að verðmyndun annarra íslenskra banka og ryðja brautina fyrir ríkið til að hefja löngu tímabært söluferli á hlutum sínum í Íslandsbanka og Landsbankanum. Ekki er þó ástæða til að gera sér of miklar væntingar. Reynslan hefur sýnt að stjórnvöld hafa ítrekað skilað auðu í þeim efnum og virðast hafa tekið þann pól í hæðina að það sé best að gera ekki neitt. Það er í sjálfu sér ákveðin stefna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun