Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 19:08 Í fréttum okkar í gær var sagt frá manneklu á leikskólum borgarinnar en ráða þarf í 132 stöðugildi fyrir haustið. Ástandið er víða svo slæmt að ekki er hægt að taka á móti börnum sem eiga að hefja leikskólavist í ágúst. Leikskólastjóri á Jörfa hefur til að mynda varað foreldra við því að segja upp plássi hjá dagforeldrum fyrr en ástandið batnar. En það veit enginn hvenær sá tímapunktur kemur og formaður Félags dagforeldra í Reykjavík segir mikla óvissu ríkja. „Foreldrar fá ekki svar um hvenær barnið getur byrjað þannig að þeir vita ekki hvenær þeir geta sagt upp plássinu hjá dagforeldrum, sem veldur vandræðum því þá getum við ekki tekið börn sem eru á bið," segir Halldóra Björk Þórarinsdóttir, dagmamma. En margir foreldrar sögðu upp plássi hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskólum í vor. Þóra Björg Gígjudóttir gerði ráð fyrir að tveggja ára sonur hennar myndi byrja í leikskóla í þessari viku en svo fékk hún bréf frá leikskólastjóranum. „Við vitum ekki hvenær hann kemst inn, hvort hann komist inn yfir höfuð, ég held það vanti sjö starfsmenn og tvo deildarstjóra á leikskólann sem hann átti að fara á, og ástandið er bara mjög lélegt.“ Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir er í sömu stöðu og segir óvissuna fara illa í tveggja ára rútínubarnið hennar. „Síðan hefur þetta áhrif á okkur foreldrana og viðveru í starfi. Við höfum þurft að tala við vinnuveitendur okkar um sveigjanleika í haust þar til lausn finnst á þessu máli.“ Borgaryfirvöld hafa boðað lækkun leikskólagjalda og opnun ungbarnadeilda. En það finnst foreldrunum varla lausn á manneklunni. „Fyrst og fremst finnst mér þurfa að bæta kjör leikskólakennara. Þeir þurfa mannsæmandi laun og að aðstaða á leikskólum sé betri. Það er stanslaus mannekla og óvissuástand hjá kennurunum og mér finnst ekkert skrýtið að enginn vilji koma og vinna á leikskólunum," segir Þóra Björg. Ingibjörg tekur í sama streng. „Það er frábært faglegt starf unnið á leikskólunum og við þurfum að hlúa vel að þessu frábæra starfsfólki sem þar er og sömuleiðis laða að nýtt og menntað starfsfólk inn á leikskólana. Ég held það sé mikilvægt að ræða hvernig viljum við hafa leikskólana og aðbúnað barna í samfélaginu í dag,“ segir hún. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Í fréttum okkar í gær var sagt frá manneklu á leikskólum borgarinnar en ráða þarf í 132 stöðugildi fyrir haustið. Ástandið er víða svo slæmt að ekki er hægt að taka á móti börnum sem eiga að hefja leikskólavist í ágúst. Leikskólastjóri á Jörfa hefur til að mynda varað foreldra við því að segja upp plássi hjá dagforeldrum fyrr en ástandið batnar. En það veit enginn hvenær sá tímapunktur kemur og formaður Félags dagforeldra í Reykjavík segir mikla óvissu ríkja. „Foreldrar fá ekki svar um hvenær barnið getur byrjað þannig að þeir vita ekki hvenær þeir geta sagt upp plássinu hjá dagforeldrum, sem veldur vandræðum því þá getum við ekki tekið börn sem eru á bið," segir Halldóra Björk Þórarinsdóttir, dagmamma. En margir foreldrar sögðu upp plássi hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskólum í vor. Þóra Björg Gígjudóttir gerði ráð fyrir að tveggja ára sonur hennar myndi byrja í leikskóla í þessari viku en svo fékk hún bréf frá leikskólastjóranum. „Við vitum ekki hvenær hann kemst inn, hvort hann komist inn yfir höfuð, ég held það vanti sjö starfsmenn og tvo deildarstjóra á leikskólann sem hann átti að fara á, og ástandið er bara mjög lélegt.“ Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir er í sömu stöðu og segir óvissuna fara illa í tveggja ára rútínubarnið hennar. „Síðan hefur þetta áhrif á okkur foreldrana og viðveru í starfi. Við höfum þurft að tala við vinnuveitendur okkar um sveigjanleika í haust þar til lausn finnst á þessu máli.“ Borgaryfirvöld hafa boðað lækkun leikskólagjalda og opnun ungbarnadeilda. En það finnst foreldrunum varla lausn á manneklunni. „Fyrst og fremst finnst mér þurfa að bæta kjör leikskólakennara. Þeir þurfa mannsæmandi laun og að aðstaða á leikskólum sé betri. Það er stanslaus mannekla og óvissuástand hjá kennurunum og mér finnst ekkert skrýtið að enginn vilji koma og vinna á leikskólunum," segir Þóra Björg. Ingibjörg tekur í sama streng. „Það er frábært faglegt starf unnið á leikskólunum og við þurfum að hlúa vel að þessu frábæra starfsfólki sem þar er og sömuleiðis laða að nýtt og menntað starfsfólk inn á leikskólana. Ég held það sé mikilvægt að ræða hvernig viljum við hafa leikskólana og aðbúnað barna í samfélaginu í dag,“ segir hún.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira