„Við erum komin á endastöð í neyslunni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 20:40 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA „Í stóra samhenginu þá verðum við að endurskoða neyslu okkar. Kaupa minna og ábyrgara,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands í samtali við Vísi um aðbúnað verkafólks í fjarlægum löndum og óheilnæmar vinnuaðstæður við framleiðslu. „Viðskiptahugmynd H&M og fleiri fyrirtækja gengur út á að fólk kaupi mikið af vörum fyrir lágt verð. Fötunum er ekki ætlað að endast og fólk kemur þá aftur og kaupir meira. Við erum komin að endastöð í þessum hugsunarhætti, hvort sem litið er til aðbúnaðar verkafólks eða umhverfissjónarmiða,“ segir Drífa sem mælist til þess að fólk kjósi að eiga viðskipti við ábyrg fyrirtæki sem beygja sig ekki undir sömu arðsemiskröfur og stórfyrirtækin. „Þeim fer sífellt fjölgandi fyrirtækjunum sem eru með þessa hugmyndafræði og það þarf ekki að vera dýrara að versla við þau,“ bendir Drífa á. Það sé hægur vandi að afla sér upplýsinga um fyrirtæki á alnetinu. Spurð að því hver staðan sé með aðbúnað verkafólksins sem framleiðir fatnaðinn fyrir H&M, segir Drífa að oft sé erfitt að rekja slíkt. „H&M eins og flest stórfyrirtæki reka ekki saumastofur sjálf heldur versla við önnur fyrirtæki sem svo geta ráðið undirverktaka líka. Ástæða þess að sjónir beinast að H&M frekar en öðrum fyrirtækjum er að velta fyrirtækisins er gríðarleg og þetta er sænskt fyrirtæki að uppruna og Norðurlöndin eru framarlega í gagnrýni á stórfyrirtæki sem misnota ódýrt vinnuafl.“ Hún segir að þetta eigi við flest fatafyrirtæki sem séu hagnaðardrifin.Verksmiðja í Myanmar.Vísir/afp/mynd tengist frétt ekki beint.Ábyrgð fjölmiðla, stéttarfélaga og ríkis gífurlegDrífa segir að fjölmiðlar og stéttarfélög beri mikla ábyrgð á því að upplýsa almenning um hvaða fyrirtæki það séu sem standi sig illa og þá einnig um þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. „Það má hins vegar segja sér það að fyrirtæki sem ganga út á að skila hluthöfum sem mestum arði munu alltaf reyna að fá neytendur til að kaupa meira og meira auk þess sem þau reyna að lækka allan kostnað við framleiðsluna eins og frekast er unnt, þar með talið aðbúnað og kjör verkafólks.“ Drífa segir að því fari fjarri að vandamálið einskorðist við viðskiptahætti einkaframtaksins. „Hið opinbera getur sýnt gott fordæmi og kannað hvernig staðið er að framleiðslu þeirra vara sem hið opinbera kaupir. Við eyðum gríðarlegum fjárhæðum í innkaup hins opinbera og það hefur sýnt sig að framleiðsla á tækjum og búnaði í heilbrigðiskerfinu hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Þarna ber ríkið mikla ábyrgð,“ segir Drífa. Aðspurð segir Drífa að sér finnist sjálfsagt að sveitarfélög og ríki taki mið af því hvort fyrirtæki hafi orðið uppvís að brotum gegn starfsfólki þegar fyrirtækjum er veitt fyrirgreiðsla með einhverjum hætti. „Hvort sem það er afsláttur af opinberum gjöldum eða önnur fyrirgreiðsla,“ segir Drífa að endingu. H&M Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
„Í stóra samhenginu þá verðum við að endurskoða neyslu okkar. Kaupa minna og ábyrgara,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands í samtali við Vísi um aðbúnað verkafólks í fjarlægum löndum og óheilnæmar vinnuaðstæður við framleiðslu. „Viðskiptahugmynd H&M og fleiri fyrirtækja gengur út á að fólk kaupi mikið af vörum fyrir lágt verð. Fötunum er ekki ætlað að endast og fólk kemur þá aftur og kaupir meira. Við erum komin að endastöð í þessum hugsunarhætti, hvort sem litið er til aðbúnaðar verkafólks eða umhverfissjónarmiða,“ segir Drífa sem mælist til þess að fólk kjósi að eiga viðskipti við ábyrg fyrirtæki sem beygja sig ekki undir sömu arðsemiskröfur og stórfyrirtækin. „Þeim fer sífellt fjölgandi fyrirtækjunum sem eru með þessa hugmyndafræði og það þarf ekki að vera dýrara að versla við þau,“ bendir Drífa á. Það sé hægur vandi að afla sér upplýsinga um fyrirtæki á alnetinu. Spurð að því hver staðan sé með aðbúnað verkafólksins sem framleiðir fatnaðinn fyrir H&M, segir Drífa að oft sé erfitt að rekja slíkt. „H&M eins og flest stórfyrirtæki reka ekki saumastofur sjálf heldur versla við önnur fyrirtæki sem svo geta ráðið undirverktaka líka. Ástæða þess að sjónir beinast að H&M frekar en öðrum fyrirtækjum er að velta fyrirtækisins er gríðarleg og þetta er sænskt fyrirtæki að uppruna og Norðurlöndin eru framarlega í gagnrýni á stórfyrirtæki sem misnota ódýrt vinnuafl.“ Hún segir að þetta eigi við flest fatafyrirtæki sem séu hagnaðardrifin.Verksmiðja í Myanmar.Vísir/afp/mynd tengist frétt ekki beint.Ábyrgð fjölmiðla, stéttarfélaga og ríkis gífurlegDrífa segir að fjölmiðlar og stéttarfélög beri mikla ábyrgð á því að upplýsa almenning um hvaða fyrirtæki það séu sem standi sig illa og þá einnig um þau fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. „Það má hins vegar segja sér það að fyrirtæki sem ganga út á að skila hluthöfum sem mestum arði munu alltaf reyna að fá neytendur til að kaupa meira og meira auk þess sem þau reyna að lækka allan kostnað við framleiðsluna eins og frekast er unnt, þar með talið aðbúnað og kjör verkafólks.“ Drífa segir að því fari fjarri að vandamálið einskorðist við viðskiptahætti einkaframtaksins. „Hið opinbera getur sýnt gott fordæmi og kannað hvernig staðið er að framleiðslu þeirra vara sem hið opinbera kaupir. Við eyðum gríðarlegum fjárhæðum í innkaup hins opinbera og það hefur sýnt sig að framleiðsla á tækjum og búnaði í heilbrigðiskerfinu hefur ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Þarna ber ríkið mikla ábyrgð,“ segir Drífa. Aðspurð segir Drífa að sér finnist sjálfsagt að sveitarfélög og ríki taki mið af því hvort fyrirtæki hafi orðið uppvís að brotum gegn starfsfólki þegar fyrirtækjum er veitt fyrirgreiðsla með einhverjum hætti. „Hvort sem það er afsláttur af opinberum gjöldum eða önnur fyrirgreiðsla,“ segir Drífa að endingu.
H&M Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira