Rifsberjatíminn í hámarki: Uppskrift að rifsberjahlaupi Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2017 09:00 Rifsberjahlaupið er einkar ljúffengt með ostum. MYND/BJARNI ÞÓR „Þar sem ég ólst upp gátum við krakkarnir tínt rifsber og sólber að vild og einnig var stutt fyrir okkur að fara í berjamó. Með aldrinum áttaði ég mig á því að hægt væri að nota þessi ber til matargerðar og búa til eitthvað skemmtilegt. Ég fór því að stúdera hlaup og sultur og hef nú sultað á haustin í mörg ár,“ segir Bjarni Þór Sigurðsson, verkefnisstjóri og stjórnarmaður í VR. „Mér finnst gaman að nota það sem vex í kringum okkur og nota í matargerð eftir því sem hægt er. Umhverfisvænna getur það varla orðið,“ segir Bjarni Þór. MYND/ANTON BRINK Hann er með ræktarlega rifsberjarunna í garðinum sínum í Vesturbænum og bak við húsið er opið svæði sem íbúarnir hafa tekið í fóstur. „Þar er búið að gróðursetja ýmiss konar berjarunna, svo sem brómberja-, sólberja- og hindberjarunna. Á sama svæði vex rabarbari og hægt er að fá margar uppskerur af honum yfir sumarið ef fólk nennir að hugsa um hann. Mér finnst gaman að nota það sem vex í kringum okkur og nota í matargerð eftir því sem hægt er. Umhverfisvænna getur það varla orðið,“ segir Bjarni Þór brosandi. Barnabörnin eru liðtæk við berjatínsluna og segir hann að áður fyrr hafi sonurinn og vinir hans tínt ber og fengið rifsberjahlaup í krukku að launum. „Það vakti alltaf mikla lukku,“ rifjar Bjarni Þór upp. Góð uppskera í ár Rifsberjatíminn stendur nú sem hæst og er útlit fyrir góða uppskeru í ár, að mati Bjarna Þórs. „Berin eru rauð og falleg, vítamínrík og sæt svo núna er einmitt rétti tíminn til að tína þau. Mín reynsla er sú að þegar berin hafa náð góðum þroska og orðin mjög sæt þurfi minni sykur til að búa til hlaup og sultur. Þó er mikilvægt að láta grænjaxla og stilka fylgja með svo að hlaupið hlaupi. Ég bý alltaf til sama grunninn úr berjunum en skipti honum svo í nokkra hluta, læt þá hugmyndaflugið ráða og krydda og bragðbæti með því sem mér dettur í hug. Málið er bara að prófa sig áfram. Rifsberjahlaupið er sérlega ljúffengt með ostum og kexi og mér finnst það ómissandi með rjúpunni á jólunum. Ekki má gleyma að tína falleg ber úr og setja í frysti og nota svo sem skraut með jólamatnum. Þetta er miklu einfaldara en margir halda og tekur ekki langan tíma,“ segir Bjarni Þór. Ívar Uggi Lovísuson hjálpar afa sínum að tína rifsber. MYND/BJARNI ÞÓR Rifsberjagrunnur 5 kg rifsber 800 ml vatn Setjið rifsber og vatn í pott og látið suðuna koma upp. Látið sjóða í um 30 mín. Notið kartöflupressu til að pressa berin lítillega. Setjið allt í grisju og látið vökvann leka í pott eða stóra könnu. Þetta ætti að taka um 5-6 klukkustundir. Takið hratið frá. Rifsberjahlaup 2 dl rifsberjagrunnur 2 dl sykur (má vera minna) Chili Engifer Mynta Setjið rifsberjagrunn og sykur í pott (einn á móti einum) og látið suðuna koma upp. Bætið chili, engifer og myntu út í, annað hvort öllu saman eða sínu í hverju lagi, allt eftir smekk. Látið bullsjóða í 2-3 mín. Setjið á krukkur. Mikilvægt er að krukkurnar séu tandurhreinar og þær er best að sjóða í 2-3 mínútur fyrir notkun. Rifsberjasaft Notið hratið sem verður til úr rifsberjagrunninum. Setjið einn hluta af vatni á móti einum hluta af hrati. Látið sjóða saman í um 30 mínútur. Síið hratið frá vökvanum og setjið saftina á flöskur. Gott er að blanda saftinni saman við til dæmis sódavatn. Rabarbarapæ Fylling:500 g saxaður rabarbari100 g sykur2-3 msk. hveiti eða spelt eða kartöflumjöl100 g rifsber100 g jarðarberEngifer að smekk, rifinn eða fínt saxaður Mulningur:100 g haframjöl200 g hveiti200 g hrásykur250 g ósaltað smjör1 tsk. kanill Skolið rabarbarann og setjið í skál. Stráið sykri yfir, bætið við engiferi og látið standa í 2-3 klst. Bætið þá við rifsi og jarðarberjum og loks hveitinu. Blandið vel saman. Setjið í eldfast mót sem er búið að smyrja með olíu eða smjöri. Látið bíða í smá stund. Blandið vel saman haframjöli, hveiti, hrásykri og smjöri í skál og hnoðið saman með höndunum. Hellið yfir rabarbarablönduna. Sáldrið kanilsykri yfir. Bakið í forhituðum ofni við 190°C í 40-50 mín. eða þar til deigið er orðið gullinbrúnt. Berið fram með rjóma, ís eða grískri jógúrt eða þessu öll, eftir smekk. Bjarni Þór notar rabarabarann í grauta, sultur og pæ. MYND/BJARNI ÞÓR Sultur Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið
„Þar sem ég ólst upp gátum við krakkarnir tínt rifsber og sólber að vild og einnig var stutt fyrir okkur að fara í berjamó. Með aldrinum áttaði ég mig á því að hægt væri að nota þessi ber til matargerðar og búa til eitthvað skemmtilegt. Ég fór því að stúdera hlaup og sultur og hef nú sultað á haustin í mörg ár,“ segir Bjarni Þór Sigurðsson, verkefnisstjóri og stjórnarmaður í VR. „Mér finnst gaman að nota það sem vex í kringum okkur og nota í matargerð eftir því sem hægt er. Umhverfisvænna getur það varla orðið,“ segir Bjarni Þór. MYND/ANTON BRINK Hann er með ræktarlega rifsberjarunna í garðinum sínum í Vesturbænum og bak við húsið er opið svæði sem íbúarnir hafa tekið í fóstur. „Þar er búið að gróðursetja ýmiss konar berjarunna, svo sem brómberja-, sólberja- og hindberjarunna. Á sama svæði vex rabarbari og hægt er að fá margar uppskerur af honum yfir sumarið ef fólk nennir að hugsa um hann. Mér finnst gaman að nota það sem vex í kringum okkur og nota í matargerð eftir því sem hægt er. Umhverfisvænna getur það varla orðið,“ segir Bjarni Þór brosandi. Barnabörnin eru liðtæk við berjatínsluna og segir hann að áður fyrr hafi sonurinn og vinir hans tínt ber og fengið rifsberjahlaup í krukku að launum. „Það vakti alltaf mikla lukku,“ rifjar Bjarni Þór upp. Góð uppskera í ár Rifsberjatíminn stendur nú sem hæst og er útlit fyrir góða uppskeru í ár, að mati Bjarna Þórs. „Berin eru rauð og falleg, vítamínrík og sæt svo núna er einmitt rétti tíminn til að tína þau. Mín reynsla er sú að þegar berin hafa náð góðum þroska og orðin mjög sæt þurfi minni sykur til að búa til hlaup og sultur. Þó er mikilvægt að láta grænjaxla og stilka fylgja með svo að hlaupið hlaupi. Ég bý alltaf til sama grunninn úr berjunum en skipti honum svo í nokkra hluta, læt þá hugmyndaflugið ráða og krydda og bragðbæti með því sem mér dettur í hug. Málið er bara að prófa sig áfram. Rifsberjahlaupið er sérlega ljúffengt með ostum og kexi og mér finnst það ómissandi með rjúpunni á jólunum. Ekki má gleyma að tína falleg ber úr og setja í frysti og nota svo sem skraut með jólamatnum. Þetta er miklu einfaldara en margir halda og tekur ekki langan tíma,“ segir Bjarni Þór. Ívar Uggi Lovísuson hjálpar afa sínum að tína rifsber. MYND/BJARNI ÞÓR Rifsberjagrunnur 5 kg rifsber 800 ml vatn Setjið rifsber og vatn í pott og látið suðuna koma upp. Látið sjóða í um 30 mín. Notið kartöflupressu til að pressa berin lítillega. Setjið allt í grisju og látið vökvann leka í pott eða stóra könnu. Þetta ætti að taka um 5-6 klukkustundir. Takið hratið frá. Rifsberjahlaup 2 dl rifsberjagrunnur 2 dl sykur (má vera minna) Chili Engifer Mynta Setjið rifsberjagrunn og sykur í pott (einn á móti einum) og látið suðuna koma upp. Bætið chili, engifer og myntu út í, annað hvort öllu saman eða sínu í hverju lagi, allt eftir smekk. Látið bullsjóða í 2-3 mín. Setjið á krukkur. Mikilvægt er að krukkurnar séu tandurhreinar og þær er best að sjóða í 2-3 mínútur fyrir notkun. Rifsberjasaft Notið hratið sem verður til úr rifsberjagrunninum. Setjið einn hluta af vatni á móti einum hluta af hrati. Látið sjóða saman í um 30 mínútur. Síið hratið frá vökvanum og setjið saftina á flöskur. Gott er að blanda saftinni saman við til dæmis sódavatn. Rabarbarapæ Fylling:500 g saxaður rabarbari100 g sykur2-3 msk. hveiti eða spelt eða kartöflumjöl100 g rifsber100 g jarðarberEngifer að smekk, rifinn eða fínt saxaður Mulningur:100 g haframjöl200 g hveiti200 g hrásykur250 g ósaltað smjör1 tsk. kanill Skolið rabarbarann og setjið í skál. Stráið sykri yfir, bætið við engiferi og látið standa í 2-3 klst. Bætið þá við rifsi og jarðarberjum og loks hveitinu. Blandið vel saman. Setjið í eldfast mót sem er búið að smyrja með olíu eða smjöri. Látið bíða í smá stund. Blandið vel saman haframjöli, hveiti, hrásykri og smjöri í skál og hnoðið saman með höndunum. Hellið yfir rabarbarablönduna. Sáldrið kanilsykri yfir. Bakið í forhituðum ofni við 190°C í 40-50 mín. eða þar til deigið er orðið gullinbrúnt. Berið fram með rjóma, ís eða grískri jógúrt eða þessu öll, eftir smekk. Bjarni Þór notar rabarabarann í grauta, sultur og pæ. MYND/BJARNI ÞÓR
Sultur Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið