Eftir að hafa spilað fjórtán leiki í Pepsi-deild kvenna án þess að tapa kom loksins að því að Þór/KA tapaði leik.
Liðið fór til Eyja í dag þar sem ÍBV gerði sér lítið fyrir og vann, 3-2, eftir að hafa lent 0-2 undir í leiknum. Líf og fjör í Eyjum venju samkvæmt.
Norðanstúlkur byrjuðu leikinn með miklum látum því eftir aðeins 35 mínútur höfði Sandra Stephanie Mayor og Hulda Ósk Jónsdóttir komið Þór/KA í 0-2.
Eyjastúlkur svöruðu fyrir sig strax í upphafi seinni hálfleiks er Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði. Það mark virðist hafa kveikt neista í Eyjaliðinu.þ
Er tæpur hálftími lifði leiks náði Cloé Lacasse að jafna leikinn, 2-2, og aðeins þrem mínútum síðar komust heimamenn yfir er Andrea Mist Pálsdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
ÍBV komst upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum en er sjö stigum á eftir Þór/KA.
Eyjastúlkur fyrstar til þess að vinna Þór/KA
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
