Frankenstein & vísindin Stefán Pálsson skrifar 27. ágúst 2017 10:00 Vorið 1815 varð sprengigos í eldfjallinu Tambora á eyjunni Sumbawa í Hollensku Austur-Indíum (í dag Indónesíu). Eldsumbrotin urðu einhver þau mestu frá því að sögur hófust. Tugþúsundir létu lífið á nálægum eyjum, ýmist í gosinu sjálfu eða vegna uppskerubrests í kjölfarið. Áhrifanna gætti raunar miklu víðar. Gosaskan í lofthjúpnum varð til þess að hiti féll á jörðinni allri. Í Evrópu var 1816 kallað „árið þegar sumarið kom ekki“. Bændur voru grátt leiknir í ótíðinni 1816, en veðráttan átti líka eftir að setja mark sitt á bókmenntasöguna. Hópur enskra rithöfunda og bóhema, hafði tekið á leigu herragarð í grennd við Genfarvatn um miðjan maí þetta sama ár, þar sem ætlunin var að njóta lífsins í hreinu loftinu, fjarri kolaryki og skarkala stórborgarinnar. Leiðtogi hópsins var skáldið Byron lávarður en einnig voru í för einkalæknir hans John William Polidori, sem einnig var skáld, og þriðja skáldið: Percy Shelley ásamt kornungri eiginkonu sinni, Mary. Draumar um ljúfar lautarferðir og hástemmdar samræður yfir vínglasi í kvöldsvalanum fóru fyrir lítið. Vinirnir máttu hírast innandyra og berjast við að halda á sér hita. Til að stytta sér stundir tóku félagarnir að segja draugasögur og einhvern veginn spratt sú hugmynd að þau myndu hvert semja sína hrollvekjuna. Að sögn voru þær allar afar óhugnanlegar, en hvorki Byron né Percy Shelley hirtu þó um að festa sínar sögur á blað og eru þær því með öllu glataðar. Polidori, sem var einungis nítján ára gamall þrátt fyrir að hafa lokið læknisprófi, hafði vit á að hripa hjá sér minnispunkta. Þremur árum síðar sendi hann frá sér smásöguna „Vampýran“, sem varð hans langfrægasta verk og lagði í raun grunninn að nýrri bókmenntagrein: sögum um fólk sem nærist á blóði samferðamanna sinna.Saga sem allir þekkja Það var þó Mary Shelley, sem enn var einungis átján ára gömul, sem lét eftir sig þrekvirki ferðarinnar. Að sögn fékk hún skelfilega martröð eftir eitt draugasögukvöldið og sýnin úr draumnum hélt áfram að sækja á hana. Tæpum tveimur árum síðar birti hún söguna á prenti og sló hún þegar í gegn. Í karlrembusamfélagi þeirrar tíðar áttu margir bágt með að trúa því að stúlka um tvítugt gæti ritað slíkt þrekvirki og reyndu ýmsir ranglega að eigna manni hennar verkið. Sagan nefndist Frankenstein. Flestir þekkja meginatriði sögunnar um Frankenstein þótt oft og tíðum sé sú vitneskja fengin úr misgóðum kvikmyndagerðum eða jafnvel skopstælingum. Í þeim útgáfum er dregin upp mynd af doktor Frankenstein sem sturluðum vísindamanni í skuggalegri höll, sem skapar lifandi veru – skrímsli – með aðstoð kroppinbaks. Skáldsaga hinnar ungu Shelley ristir þó öllu dýpra. Vísindamaðurinn ungi, Viktor Frankenstein, er enginn vitfirringur heldur ungur læknanemi sem heillast af nýjustu kenningum á sviði lífvísinda og rafmagnsfræði, sem og skrifum gamalla gullgerðarmanna. Rekinn áfram af fræðilegum áhuga einsetur hann sér að skapa lífveru, öllu heldur manneskju, úr líkamsleifum úr nálægum kirkjugarði. Þegar tilraunin heppnast taka tvær grímur að renna á Frankenstein. Veran reynist meiri óskapnaður í útliti en vísindamaðurinn gerði sér í hugarlund og í raun hafði hann ekki hugsað málið til enda. Ákefðin við að framkvæma tilraunina var slík að hann leiddi aldrei hugann að því hvað því næst tæki við. Skepnan flýr á braut og Frankenstein fær taugaáfall, enda útkeyrður eftir stanslausar vökur og störf Glæpur Frankensteins í sögunni er því ekki að skapa lifandi veru, heldur að taka ekki ábyrgð á uppgötvun sinni. Skepnan, sem reynist góðum gáfum gædd, leitar skapara sinn uppi og grátbiður hann um að gerast herra sinn og koma sér inn í mannlegt samfélag. Frankenstein neitar, en þá biður skepnan hann um að skapa sér lífsförunaut og saman myndu þau flytjast óralangt í burtu, á sléttur Suður-Ameríku. Vísindamaðurinn tekur ágætlega í hugmyndina og hefst handa við að skapa konu, en skiptir um skoðun í miðju kafi þegar hann áttar sig á hættunni á að veröldin muni fyllast af afkomendum sköpunarverka hans. Við það rennur æði á skepnuna sem drepur ástvini Frankensteins einn af öðrum. Sögunni lýkur á að vísindamaðurinn eltir skrímsli sitt alla leið til norðurpólsins þar sem hann drepur það eftir mikil átök. Frankenstein deyr því næst af sárum sínum, en þó ekki fyrr en eftir að hafa sagt ferðalangi sögu sína, sem festir hana á blað.Vin á norðurpólnum Sagan um Frankenstein hefur verið kölluð fyrsta nútímavísindaskáldsagan, í þeim skilningi að hún tekst á við stórar siðferðislegar spurningar tengdar vísindum. Annað einkenni á vísindaskáldskap er að þar leika höfundar sér með fregnir af nýjum vísindauppgötvunum og spinna þráð um hvaða áhrif þær kunni að hafa í framtíðinni. Þótt við fyrstu sýn beri lítið á slíkum vísunum í Frankenstein má þær þó finna ef vel er að gáð. Fyrst má nefna það atriði sögunnar sem nútímalesendum kann að þykja skringilegast, það er bardagi Frankensteins og skepnunnar á norðurpólnum. Þau átök gerast ekki á miðri ísbreiðunni, heldur á grasi grónu landi. Hafa ber í huga að árið 1816 var norðurheimskautssvæðið að mestu ókannað. Hugmyndin um að á norðurpólnum sjálfum væri fast land að finna var gamalgróin. Forngrikkir sáu fyrir sér blómlegt ævintýraland, sem byggt væri risum og þakið gróðri enda nyti þar sólar í sífellu. Á sextándu öld gerði kortagerðarmaðurinn Mercator ráð fyrir ógnarstóru fjalli úr járni á norðurpólnum miðjum, sem skýrt gæti hvers vegna áttavitar virkuðu eins og raun ber vitni. Þegar komið var fram á nítjándu öld var hugmyndin um stórt íslaust svæði á norðurpólnum klædd í vísindalegan búning. Var hún ein forsenda þess að stjórnvöld ýmissa ríkja voru jafn reiðubúin og raun ber vitni að fjármagna leiðangra til að leita norðvestur- og norðaustur-siglingaleiðanna til Asíu. Samkvæmt kenningunni mátti búast við íslausu hafsvæði fyrir norðan 80. breiddargráðu, þar sem sjórinn væri jafnvel hlýr. Ef einhverjar eyjar eða jafnvel meginland væri þar að finna, myndi umhverfið fremur minna á sólrík suðurlönd en norðurhjara.Lífsandinn fangaður Þegar kemur að sköpun skepnu Frankensteins, skautar Mary Shelley hratt yfir sögu varðandi tæknileg atriði. Hún gerir enga tilraun til að sannfæra lesandann um að unnt sé að framkalla líf með því að slá um sig með vísindalegum hugtökum. Þó er margt sem bendir til þess að höfundurinn hafi sótt innblástur í nýjustu vísindakenningar sinnar tíðar. Shelley nefnir í skrifum sínum sérstaklega rannsóknir Erasmusar Darwins, afa náttúrufræðingsins kunna. Darwin eldri var fjölfræðingur og setti fram óljósar kenningar um þróun lífvera sem nutu lítillar hylli en höfðu væntanlega þeim mun meiri áhrif á barnabarnið. Líkt og aðrir náttúruvísindamenn síns tíma freistaði Erasmus Darwin þess að svara spurningunni um hvort líf gæti kviknað í dauðu efni án utanaðkomandi afskipta. Spurningin hafði gríðarlega mikið að segja og lá að margra mati ekki síður á sviði guðfræði en raunvísinda. Darwin eldri skrifaði um tilraun sína þar sem honum tókst að vekja til lífsins lindýr sem legið hafði hreyfingarlaust, líkt og dáið, um nokkurra daga skeið. Shelley frétti af tilrauninni og túlkaði fregnina, líkt og svo margir, á þá leið að vísindamanninum hefði tekist að endurlífga dauða lífveru. Ekki þurfti mikið ímyndunarafl til að yfirfæra þessa fregn yfir í að vísindunum tækist senn að vekja upp mannslík. Aðrir vísindamenn voru farnir að prófa sig áfram með öllu stærri lífverur en smásæ lindýr. Ítalski vísindamaðurinn Galvani gerða fræga uppgötvun árið 1780 þegar honum tókst með hjálp rafmagns að framkalla kippi í afskornum froskalöppum. Galvani dró kolranga ályktun af uppgötvun sinni og taldi sig hafa fundið nýja gerð rafmagns, svokallað dýrarafmagn. Ítalski eðlisfræðingurinn Alessandro Volta áttaði sig þegar á misskilningi landa síns og nýtti uppgötvunina til að finna upp rafhlöðuna. Galvani sat þó við sinn keip og eignaðist fjölda fylgjenda, Galvanista, sem trúðu því að frekari rannsóknir á þessu skrítna rafmagnsfyrirbæri gætu leitt til mikilla framfara og jafnvel unnið sigur á dauðanum. Enginn gekk þó lengra en ungur frændi Galvanis, Giovanni Aldini, sem fékk árið 1803 leyfi breskra yfirvalda til að gera tilraunir á dæmdum morðingja rétt að lokinni aftöku. Maðurinn var hengdur fyrir morð á konu sinni og dóttur. Meðan líkið hékk enn í snörunni, hleypti Aldini í það rafstraumi með þeim afleiðingum að hendur þess og fætur sveifluðust til og frá, andlit hins líflátna morðingja afmyndaðist í grettu og annað augað opnaðist. Fólk sem viðstatt var sýninguna sturlaðist af hræðslu og var skelfingunni kennt um að böðullinn dó skömmu síðar. Ef til vill var þessi groddalega vísindasýning kveikjan að sögu Mary Shelley fáeinum árum síðar. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem veruleikinn tæki skáldskapnum fram í hryllingi. Saga til næsta bæjar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Vorið 1815 varð sprengigos í eldfjallinu Tambora á eyjunni Sumbawa í Hollensku Austur-Indíum (í dag Indónesíu). Eldsumbrotin urðu einhver þau mestu frá því að sögur hófust. Tugþúsundir létu lífið á nálægum eyjum, ýmist í gosinu sjálfu eða vegna uppskerubrests í kjölfarið. Áhrifanna gætti raunar miklu víðar. Gosaskan í lofthjúpnum varð til þess að hiti féll á jörðinni allri. Í Evrópu var 1816 kallað „árið þegar sumarið kom ekki“. Bændur voru grátt leiknir í ótíðinni 1816, en veðráttan átti líka eftir að setja mark sitt á bókmenntasöguna. Hópur enskra rithöfunda og bóhema, hafði tekið á leigu herragarð í grennd við Genfarvatn um miðjan maí þetta sama ár, þar sem ætlunin var að njóta lífsins í hreinu loftinu, fjarri kolaryki og skarkala stórborgarinnar. Leiðtogi hópsins var skáldið Byron lávarður en einnig voru í för einkalæknir hans John William Polidori, sem einnig var skáld, og þriðja skáldið: Percy Shelley ásamt kornungri eiginkonu sinni, Mary. Draumar um ljúfar lautarferðir og hástemmdar samræður yfir vínglasi í kvöldsvalanum fóru fyrir lítið. Vinirnir máttu hírast innandyra og berjast við að halda á sér hita. Til að stytta sér stundir tóku félagarnir að segja draugasögur og einhvern veginn spratt sú hugmynd að þau myndu hvert semja sína hrollvekjuna. Að sögn voru þær allar afar óhugnanlegar, en hvorki Byron né Percy Shelley hirtu þó um að festa sínar sögur á blað og eru þær því með öllu glataðar. Polidori, sem var einungis nítján ára gamall þrátt fyrir að hafa lokið læknisprófi, hafði vit á að hripa hjá sér minnispunkta. Þremur árum síðar sendi hann frá sér smásöguna „Vampýran“, sem varð hans langfrægasta verk og lagði í raun grunninn að nýrri bókmenntagrein: sögum um fólk sem nærist á blóði samferðamanna sinna.Saga sem allir þekkja Það var þó Mary Shelley, sem enn var einungis átján ára gömul, sem lét eftir sig þrekvirki ferðarinnar. Að sögn fékk hún skelfilega martröð eftir eitt draugasögukvöldið og sýnin úr draumnum hélt áfram að sækja á hana. Tæpum tveimur árum síðar birti hún söguna á prenti og sló hún þegar í gegn. Í karlrembusamfélagi þeirrar tíðar áttu margir bágt með að trúa því að stúlka um tvítugt gæti ritað slíkt þrekvirki og reyndu ýmsir ranglega að eigna manni hennar verkið. Sagan nefndist Frankenstein. Flestir þekkja meginatriði sögunnar um Frankenstein þótt oft og tíðum sé sú vitneskja fengin úr misgóðum kvikmyndagerðum eða jafnvel skopstælingum. Í þeim útgáfum er dregin upp mynd af doktor Frankenstein sem sturluðum vísindamanni í skuggalegri höll, sem skapar lifandi veru – skrímsli – með aðstoð kroppinbaks. Skáldsaga hinnar ungu Shelley ristir þó öllu dýpra. Vísindamaðurinn ungi, Viktor Frankenstein, er enginn vitfirringur heldur ungur læknanemi sem heillast af nýjustu kenningum á sviði lífvísinda og rafmagnsfræði, sem og skrifum gamalla gullgerðarmanna. Rekinn áfram af fræðilegum áhuga einsetur hann sér að skapa lífveru, öllu heldur manneskju, úr líkamsleifum úr nálægum kirkjugarði. Þegar tilraunin heppnast taka tvær grímur að renna á Frankenstein. Veran reynist meiri óskapnaður í útliti en vísindamaðurinn gerði sér í hugarlund og í raun hafði hann ekki hugsað málið til enda. Ákefðin við að framkvæma tilraunina var slík að hann leiddi aldrei hugann að því hvað því næst tæki við. Skepnan flýr á braut og Frankenstein fær taugaáfall, enda útkeyrður eftir stanslausar vökur og störf Glæpur Frankensteins í sögunni er því ekki að skapa lifandi veru, heldur að taka ekki ábyrgð á uppgötvun sinni. Skepnan, sem reynist góðum gáfum gædd, leitar skapara sinn uppi og grátbiður hann um að gerast herra sinn og koma sér inn í mannlegt samfélag. Frankenstein neitar, en þá biður skepnan hann um að skapa sér lífsförunaut og saman myndu þau flytjast óralangt í burtu, á sléttur Suður-Ameríku. Vísindamaðurinn tekur ágætlega í hugmyndina og hefst handa við að skapa konu, en skiptir um skoðun í miðju kafi þegar hann áttar sig á hættunni á að veröldin muni fyllast af afkomendum sköpunarverka hans. Við það rennur æði á skepnuna sem drepur ástvini Frankensteins einn af öðrum. Sögunni lýkur á að vísindamaðurinn eltir skrímsli sitt alla leið til norðurpólsins þar sem hann drepur það eftir mikil átök. Frankenstein deyr því næst af sárum sínum, en þó ekki fyrr en eftir að hafa sagt ferðalangi sögu sína, sem festir hana á blað.Vin á norðurpólnum Sagan um Frankenstein hefur verið kölluð fyrsta nútímavísindaskáldsagan, í þeim skilningi að hún tekst á við stórar siðferðislegar spurningar tengdar vísindum. Annað einkenni á vísindaskáldskap er að þar leika höfundar sér með fregnir af nýjum vísindauppgötvunum og spinna þráð um hvaða áhrif þær kunni að hafa í framtíðinni. Þótt við fyrstu sýn beri lítið á slíkum vísunum í Frankenstein má þær þó finna ef vel er að gáð. Fyrst má nefna það atriði sögunnar sem nútímalesendum kann að þykja skringilegast, það er bardagi Frankensteins og skepnunnar á norðurpólnum. Þau átök gerast ekki á miðri ísbreiðunni, heldur á grasi grónu landi. Hafa ber í huga að árið 1816 var norðurheimskautssvæðið að mestu ókannað. Hugmyndin um að á norðurpólnum sjálfum væri fast land að finna var gamalgróin. Forngrikkir sáu fyrir sér blómlegt ævintýraland, sem byggt væri risum og þakið gróðri enda nyti þar sólar í sífellu. Á sextándu öld gerði kortagerðarmaðurinn Mercator ráð fyrir ógnarstóru fjalli úr járni á norðurpólnum miðjum, sem skýrt gæti hvers vegna áttavitar virkuðu eins og raun ber vitni. Þegar komið var fram á nítjándu öld var hugmyndin um stórt íslaust svæði á norðurpólnum klædd í vísindalegan búning. Var hún ein forsenda þess að stjórnvöld ýmissa ríkja voru jafn reiðubúin og raun ber vitni að fjármagna leiðangra til að leita norðvestur- og norðaustur-siglingaleiðanna til Asíu. Samkvæmt kenningunni mátti búast við íslausu hafsvæði fyrir norðan 80. breiddargráðu, þar sem sjórinn væri jafnvel hlýr. Ef einhverjar eyjar eða jafnvel meginland væri þar að finna, myndi umhverfið fremur minna á sólrík suðurlönd en norðurhjara.Lífsandinn fangaður Þegar kemur að sköpun skepnu Frankensteins, skautar Mary Shelley hratt yfir sögu varðandi tæknileg atriði. Hún gerir enga tilraun til að sannfæra lesandann um að unnt sé að framkalla líf með því að slá um sig með vísindalegum hugtökum. Þó er margt sem bendir til þess að höfundurinn hafi sótt innblástur í nýjustu vísindakenningar sinnar tíðar. Shelley nefnir í skrifum sínum sérstaklega rannsóknir Erasmusar Darwins, afa náttúrufræðingsins kunna. Darwin eldri var fjölfræðingur og setti fram óljósar kenningar um þróun lífvera sem nutu lítillar hylli en höfðu væntanlega þeim mun meiri áhrif á barnabarnið. Líkt og aðrir náttúruvísindamenn síns tíma freistaði Erasmus Darwin þess að svara spurningunni um hvort líf gæti kviknað í dauðu efni án utanaðkomandi afskipta. Spurningin hafði gríðarlega mikið að segja og lá að margra mati ekki síður á sviði guðfræði en raunvísinda. Darwin eldri skrifaði um tilraun sína þar sem honum tókst að vekja til lífsins lindýr sem legið hafði hreyfingarlaust, líkt og dáið, um nokkurra daga skeið. Shelley frétti af tilrauninni og túlkaði fregnina, líkt og svo margir, á þá leið að vísindamanninum hefði tekist að endurlífga dauða lífveru. Ekki þurfti mikið ímyndunarafl til að yfirfæra þessa fregn yfir í að vísindunum tækist senn að vekja upp mannslík. Aðrir vísindamenn voru farnir að prófa sig áfram með öllu stærri lífverur en smásæ lindýr. Ítalski vísindamaðurinn Galvani gerða fræga uppgötvun árið 1780 þegar honum tókst með hjálp rafmagns að framkalla kippi í afskornum froskalöppum. Galvani dró kolranga ályktun af uppgötvun sinni og taldi sig hafa fundið nýja gerð rafmagns, svokallað dýrarafmagn. Ítalski eðlisfræðingurinn Alessandro Volta áttaði sig þegar á misskilningi landa síns og nýtti uppgötvunina til að finna upp rafhlöðuna. Galvani sat þó við sinn keip og eignaðist fjölda fylgjenda, Galvanista, sem trúðu því að frekari rannsóknir á þessu skrítna rafmagnsfyrirbæri gætu leitt til mikilla framfara og jafnvel unnið sigur á dauðanum. Enginn gekk þó lengra en ungur frændi Galvanis, Giovanni Aldini, sem fékk árið 1803 leyfi breskra yfirvalda til að gera tilraunir á dæmdum morðingja rétt að lokinni aftöku. Maðurinn var hengdur fyrir morð á konu sinni og dóttur. Meðan líkið hékk enn í snörunni, hleypti Aldini í það rafstraumi með þeim afleiðingum að hendur þess og fætur sveifluðust til og frá, andlit hins líflátna morðingja afmyndaðist í grettu og annað augað opnaðist. Fólk sem viðstatt var sýninguna sturlaðist af hræðslu og var skelfingunni kennt um að böðullinn dó skömmu síðar. Ef til vill var þessi groddalega vísindasýning kveikjan að sögu Mary Shelley fáeinum árum síðar. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem veruleikinn tæki skáldskapnum fram í hryllingi.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira