Ósátt við að ekki megi ræða mál Roberts Downey á fundi allsherjar-og menntamálanefndar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 16:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. vísir/eyþór Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem óskaði eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd vegna reglna um uppreist æru segir að tilgangi fundarins sé stefnt í tvísýnu. Ástæðan sé sú að formaður nefndarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, líti svo á að ekki sé hægt að ræða efnislega um málsmeðferðina þegar Robert Downey var veitt uppreist æru þar sem fundurinn er opinn. Fundurinn fer fram á miðvikudaginn næstkomandi og mun Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sitja fundinn og svara spurningum nefndarmanna. Regluverkið í kringum uppreist æru hefur verið gagnrýnt mikið undanfarið, ekki síst þar sem dæmdum kynferðisbrotamönnum hefur verið veitt uppreist æra, en Robert Downey hlaut árið 2008 dóm fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Þá greindi Stundin frá því fyrr í dag að maður sem fékk dóm fyrir að brjóta kynferðislega gegn stjúpdóttur sinni hafi fengið uppreist æru sama dag og Robert Downey. „Það sem ég ætlaði mér að ná fram á þessum fundi var að ræða við ráðherra um þær lagabreytingar þyrfti til þess að regluverkið í kringum uppreist æru væri gagnsætt, skiljanlegt almenning og réttlátt í huga fólks. En ég vildi líka ræða um þetta einstaka mál og hvernig það gat farið svona afskaplega illa. Tilgangurinn var að læra af reynslu og tryggja það að ný lagasetning sem ráðherra hefur sagt að muni líta dagsins ljós muni taka mið af því hvað fór úrskeiðis í máli Roberts Downey. Nú hefur formaður allsherjar-og menntamálanefndar haldið því fram að í ljósi þess að fundurinn sé opinn þá megi ekki ræða þar einstaka mál, það er að segja mál Roberts Downey,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi.Segir meirihlutann ekki tilbúinn til að ræða málið fyrir opnum tjöldum Hún kveðst ekki hafa fundið fyrir því neina formlega lagastoð að ekki megi ræða mál Roberts Downey á fundinum og hefur því óskað eftir formlegum rökstuðningi formannsins fyrir þessari ákvörðun. „Ég get ekki séð að nein málefnaleg rök liggi að baki nema einfaldlega það að meirihlutinn er ekki tilbúinn að ræða þetta mál fyrir opnum tjöldum með almenningi á nokkurn hátt. Það hlýtur að vera í raun og veru sú niðurstaða sem maður dregur af því.“ Þegar Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum bað hún um að almenningur sendi sér spurningar sem hann vill fá svör við varðandi uppreist æru Roberts Downey. Aðspurð kveðst hún hafa fengið margar spurningar. „Já, alveg heilan helling. Það höfðu margir samband við mig og ég hyggst líka auglýsa eftir spurningum stuttu fyrir fundinn. Ég mun svo taka spurningarnar saman en auðvitað vegna tímaskorts þá munu þær ekki allar komast að. Það er níu nefndarmenn í allsherjar-og menntamálanefnd og ég fæ bara ákveðinn tíma til að spyrja spurninga þannig að ég verð að forgangsraða þeim,“ segir Þórhildur Sunna en bætir við að það muni væntanlega koma í ljós í vikunni hvernig verði með fundinn. „Því mér þykir erfitt þegar helmingur tilgangs fundarins er bara tekinn út af borðinu án þess að það sé rökstutt frekar. Þannig að ég á erfitt með að sjá hvernig þetta á að ganga upp án þess að hafa séð rökstuðning formannsins fyrir því að ætla að loka á þetta umræðuefni.“ Tengdar fréttir Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokks ætla ekki að kynna sér skjöl í máli Roberts Downey ón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin. 15. ágúst 2017 15:26 Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35 Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem óskaði eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd vegna reglna um uppreist æru segir að tilgangi fundarins sé stefnt í tvísýnu. Ástæðan sé sú að formaður nefndarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, líti svo á að ekki sé hægt að ræða efnislega um málsmeðferðina þegar Robert Downey var veitt uppreist æru þar sem fundurinn er opinn. Fundurinn fer fram á miðvikudaginn næstkomandi og mun Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sitja fundinn og svara spurningum nefndarmanna. Regluverkið í kringum uppreist æru hefur verið gagnrýnt mikið undanfarið, ekki síst þar sem dæmdum kynferðisbrotamönnum hefur verið veitt uppreist æra, en Robert Downey hlaut árið 2008 dóm fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Þá greindi Stundin frá því fyrr í dag að maður sem fékk dóm fyrir að brjóta kynferðislega gegn stjúpdóttur sinni hafi fengið uppreist æru sama dag og Robert Downey. „Það sem ég ætlaði mér að ná fram á þessum fundi var að ræða við ráðherra um þær lagabreytingar þyrfti til þess að regluverkið í kringum uppreist æru væri gagnsætt, skiljanlegt almenning og réttlátt í huga fólks. En ég vildi líka ræða um þetta einstaka mál og hvernig það gat farið svona afskaplega illa. Tilgangurinn var að læra af reynslu og tryggja það að ný lagasetning sem ráðherra hefur sagt að muni líta dagsins ljós muni taka mið af því hvað fór úrskeiðis í máli Roberts Downey. Nú hefur formaður allsherjar-og menntamálanefndar haldið því fram að í ljósi þess að fundurinn sé opinn þá megi ekki ræða þar einstaka mál, það er að segja mál Roberts Downey,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við Vísi.Segir meirihlutann ekki tilbúinn til að ræða málið fyrir opnum tjöldum Hún kveðst ekki hafa fundið fyrir því neina formlega lagastoð að ekki megi ræða mál Roberts Downey á fundinum og hefur því óskað eftir formlegum rökstuðningi formannsins fyrir þessari ákvörðun. „Ég get ekki séð að nein málefnaleg rök liggi að baki nema einfaldlega það að meirihlutinn er ekki tilbúinn að ræða þetta mál fyrir opnum tjöldum með almenningi á nokkurn hátt. Það hlýtur að vera í raun og veru sú niðurstaða sem maður dregur af því.“ Þegar Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum bað hún um að almenningur sendi sér spurningar sem hann vill fá svör við varðandi uppreist æru Roberts Downey. Aðspurð kveðst hún hafa fengið margar spurningar. „Já, alveg heilan helling. Það höfðu margir samband við mig og ég hyggst líka auglýsa eftir spurningum stuttu fyrir fundinn. Ég mun svo taka spurningarnar saman en auðvitað vegna tímaskorts þá munu þær ekki allar komast að. Það er níu nefndarmenn í allsherjar-og menntamálanefnd og ég fæ bara ákveðinn tíma til að spyrja spurninga þannig að ég verð að forgangsraða þeim,“ segir Þórhildur Sunna en bætir við að það muni væntanlega koma í ljós í vikunni hvernig verði með fundinn. „Því mér þykir erfitt þegar helmingur tilgangs fundarins er bara tekinn út af borðinu án þess að það sé rökstutt frekar. Þannig að ég á erfitt með að sjá hvernig þetta á að ganga upp án þess að hafa séð rökstuðning formannsins fyrir því að ætla að loka á þetta umræðuefni.“
Tengdar fréttir Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokks ætla ekki að kynna sér skjöl í máli Roberts Downey ón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin. 15. ágúst 2017 15:26 Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35 Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokks ætla ekki að kynna sér skjöl í máli Roberts Downey ón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin. 15. ágúst 2017 15:26
Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35
Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. 15. ágúst 2017 13:15