Verkefnið á að vekja fólk til umhugsunar Guðný Hrönn skrifar 25. ágúst 2017 10:00 Helga segir Take back the beach-verkefnið hafa breytt hugsunarhætti sínum. Ljósmyndarinn Helga Nína Aas hefur undanfarna daga birt á Instagram ljósmyndir sínar af íslenskum konum í sundfötum. Ljósmyndirnar eru unnar í samstarfi við bandaríska vefinn Refinery 29 og verkefnið á að vekja fólk til umhugsunar um líkamsímynd. „Þetta byrjar þannig að Amanda Gorence hjá Refinery 29 hefur samband við mig og kynnir þessa hugmynd fyrir mér,“ segir ljósmyndarinn Helga Nína aðspurð hvernig það kom til að hún tók þátt í verkefninu sem heitir Take back the beach sem snýst um líkamsímynd kvenna. „Þetta eru sem sagt portrett-myndir af konum í sundfötunum og svo fylgir smá texti með hverri mynd. Í textanum er frásögn kvennanna um hvernig hefur verið talað um líkama þeirra, hvernig þær horfa á líkama annarra kvenna og bara líkamsímynd almennt,“ segir Helga Nína þegar hún er beðin um að lýsa verkefninu. „Ég held að fjölmiðlar hafi alveg svakalega áhrif á okkur og margt fólk er rosalega upptekið af því að passa inn í ákveðið box hvað varðar útlit. Og við erum oft upptekin af því að flokka fólk eftir útliti,“ útskýrir Helga Nína.Sýnishorn úr myndaþætti Helgu Nínu.MYND/REFINERY29Helga Nína segir markmið verkefnisins vera að vekja fólk til umhugsunar og sjálf er hún orðin meðvitaðri um útlitsdýrkun og líkamsímynd síðan hún tók þátt í því. „Verkefnið á að fá okkur til að pæla aðeins í því hvernig við hugsum um og lítum á líkama. En þetta er stanslaus barátta því maður dettur gjarnan í það að horfa á fólk t.d. á netinu og hugsa: „Vá hvað þessi er flott, vel klædd, með flottan líkama,“ og svo framvegis. En maður verður að stoppa sig af og minna sig á að maður er ekki í neinni samkeppni.“ „Ég hef alltaf haft þessar pælingar í undirmeðvitundinni en núna er ég að reyna að spá meira í þetta. Núna reyni ég öllum stundum að meta hvort hugsanir mínar og hugmyndir séu heilbrigðar. Það er ekki nóg að velta þessu fyrir sér einu sinni, maður þarf stöðugt að minna sig á þessa hluti.“ Lítið mál að finna þátttakendurSýnishorn úr myndaþættinum sem Helga Nína tók fyrir vefinn Refinery29.MYND/REFINERY29Spurð út í hvernig hún fann konur til að taka þátt í Take back the beach-verkefninu segir Helga Nína: „Ég setti inn opinbera auglýsingu á Facebook og á nokkrum klukkutímum fékk ég fullt af umsóknum. Það var rosalega mikill áhugi fyrir þessu. Þetta eru allt konur sem vilja vera partur af þessari hreyfingu: að brjóta niður þetta „bodyshaming“ sem er svo algengt. Þessar konur stóðu bara fyrir framan myndavélina og sýndu sig nákvæmlega eins og þær eru,“ útskýrir Helga Nína sem segir það hafa verið lítið mál að finna opnar konur sem voru tilbúnar að taka þátt í verkefninu.„Ein þeirra sem tók þátt hefur til dæmis orðið fyrir einelti alla sína ævi og þetta var mikil áskorun fyrir hana. En hún vildi taka þátt og sýna að hún þarf ekkert að skammast sín fyrir að líta út eins og hún gerir.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segist Helga hafa áhuga á að vinna áfram með þetta þema. „Mig langar að vinna áfram með þetta verkefni, mér finnst þetta áríðandi. Ég hef líka verið að velta fyrir mér pressunni sem karlmenn eru undir. Ég er að heyra sögur og hef lesið athugasemdir á netinu um karlmenn, við erum öll undir einhverjum þrýstingi hvað varðar útlit og vöxt.“ gudnyhronn@365.is Ljósmyndarar Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Ljósmyndarinn Helga Nína Aas hefur undanfarna daga birt á Instagram ljósmyndir sínar af íslenskum konum í sundfötum. Ljósmyndirnar eru unnar í samstarfi við bandaríska vefinn Refinery 29 og verkefnið á að vekja fólk til umhugsunar um líkamsímynd. „Þetta byrjar þannig að Amanda Gorence hjá Refinery 29 hefur samband við mig og kynnir þessa hugmynd fyrir mér,“ segir ljósmyndarinn Helga Nína aðspurð hvernig það kom til að hún tók þátt í verkefninu sem heitir Take back the beach sem snýst um líkamsímynd kvenna. „Þetta eru sem sagt portrett-myndir af konum í sundfötunum og svo fylgir smá texti með hverri mynd. Í textanum er frásögn kvennanna um hvernig hefur verið talað um líkama þeirra, hvernig þær horfa á líkama annarra kvenna og bara líkamsímynd almennt,“ segir Helga Nína þegar hún er beðin um að lýsa verkefninu. „Ég held að fjölmiðlar hafi alveg svakalega áhrif á okkur og margt fólk er rosalega upptekið af því að passa inn í ákveðið box hvað varðar útlit. Og við erum oft upptekin af því að flokka fólk eftir útliti,“ útskýrir Helga Nína.Sýnishorn úr myndaþætti Helgu Nínu.MYND/REFINERY29Helga Nína segir markmið verkefnisins vera að vekja fólk til umhugsunar og sjálf er hún orðin meðvitaðri um útlitsdýrkun og líkamsímynd síðan hún tók þátt í því. „Verkefnið á að fá okkur til að pæla aðeins í því hvernig við hugsum um og lítum á líkama. En þetta er stanslaus barátta því maður dettur gjarnan í það að horfa á fólk t.d. á netinu og hugsa: „Vá hvað þessi er flott, vel klædd, með flottan líkama,“ og svo framvegis. En maður verður að stoppa sig af og minna sig á að maður er ekki í neinni samkeppni.“ „Ég hef alltaf haft þessar pælingar í undirmeðvitundinni en núna er ég að reyna að spá meira í þetta. Núna reyni ég öllum stundum að meta hvort hugsanir mínar og hugmyndir séu heilbrigðar. Það er ekki nóg að velta þessu fyrir sér einu sinni, maður þarf stöðugt að minna sig á þessa hluti.“ Lítið mál að finna þátttakendurSýnishorn úr myndaþættinum sem Helga Nína tók fyrir vefinn Refinery29.MYND/REFINERY29Spurð út í hvernig hún fann konur til að taka þátt í Take back the beach-verkefninu segir Helga Nína: „Ég setti inn opinbera auglýsingu á Facebook og á nokkrum klukkutímum fékk ég fullt af umsóknum. Það var rosalega mikill áhugi fyrir þessu. Þetta eru allt konur sem vilja vera partur af þessari hreyfingu: að brjóta niður þetta „bodyshaming“ sem er svo algengt. Þessar konur stóðu bara fyrir framan myndavélina og sýndu sig nákvæmlega eins og þær eru,“ útskýrir Helga Nína sem segir það hafa verið lítið mál að finna opnar konur sem voru tilbúnar að taka þátt í verkefninu.„Ein þeirra sem tók þátt hefur til dæmis orðið fyrir einelti alla sína ævi og þetta var mikil áskorun fyrir hana. En hún vildi taka þátt og sýna að hún þarf ekkert að skammast sín fyrir að líta út eins og hún gerir.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segist Helga hafa áhuga á að vinna áfram með þetta þema. „Mig langar að vinna áfram með þetta verkefni, mér finnst þetta áríðandi. Ég hef líka verið að velta fyrir mér pressunni sem karlmenn eru undir. Ég er að heyra sögur og hef lesið athugasemdir á netinu um karlmenn, við erum öll undir einhverjum þrýstingi hvað varðar útlit og vöxt.“ gudnyhronn@365.is
Ljósmyndarar Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið