Verkefnið á að vekja fólk til umhugsunar Guðný Hrönn skrifar 25. ágúst 2017 10:00 Helga segir Take back the beach-verkefnið hafa breytt hugsunarhætti sínum. Ljósmyndarinn Helga Nína Aas hefur undanfarna daga birt á Instagram ljósmyndir sínar af íslenskum konum í sundfötum. Ljósmyndirnar eru unnar í samstarfi við bandaríska vefinn Refinery 29 og verkefnið á að vekja fólk til umhugsunar um líkamsímynd. „Þetta byrjar þannig að Amanda Gorence hjá Refinery 29 hefur samband við mig og kynnir þessa hugmynd fyrir mér,“ segir ljósmyndarinn Helga Nína aðspurð hvernig það kom til að hún tók þátt í verkefninu sem heitir Take back the beach sem snýst um líkamsímynd kvenna. „Þetta eru sem sagt portrett-myndir af konum í sundfötunum og svo fylgir smá texti með hverri mynd. Í textanum er frásögn kvennanna um hvernig hefur verið talað um líkama þeirra, hvernig þær horfa á líkama annarra kvenna og bara líkamsímynd almennt,“ segir Helga Nína þegar hún er beðin um að lýsa verkefninu. „Ég held að fjölmiðlar hafi alveg svakalega áhrif á okkur og margt fólk er rosalega upptekið af því að passa inn í ákveðið box hvað varðar útlit. Og við erum oft upptekin af því að flokka fólk eftir útliti,“ útskýrir Helga Nína.Sýnishorn úr myndaþætti Helgu Nínu.MYND/REFINERY29Helga Nína segir markmið verkefnisins vera að vekja fólk til umhugsunar og sjálf er hún orðin meðvitaðri um útlitsdýrkun og líkamsímynd síðan hún tók þátt í því. „Verkefnið á að fá okkur til að pæla aðeins í því hvernig við hugsum um og lítum á líkama. En þetta er stanslaus barátta því maður dettur gjarnan í það að horfa á fólk t.d. á netinu og hugsa: „Vá hvað þessi er flott, vel klædd, með flottan líkama,“ og svo framvegis. En maður verður að stoppa sig af og minna sig á að maður er ekki í neinni samkeppni.“ „Ég hef alltaf haft þessar pælingar í undirmeðvitundinni en núna er ég að reyna að spá meira í þetta. Núna reyni ég öllum stundum að meta hvort hugsanir mínar og hugmyndir séu heilbrigðar. Það er ekki nóg að velta þessu fyrir sér einu sinni, maður þarf stöðugt að minna sig á þessa hluti.“ Lítið mál að finna þátttakendurSýnishorn úr myndaþættinum sem Helga Nína tók fyrir vefinn Refinery29.MYND/REFINERY29Spurð út í hvernig hún fann konur til að taka þátt í Take back the beach-verkefninu segir Helga Nína: „Ég setti inn opinbera auglýsingu á Facebook og á nokkrum klukkutímum fékk ég fullt af umsóknum. Það var rosalega mikill áhugi fyrir þessu. Þetta eru allt konur sem vilja vera partur af þessari hreyfingu: að brjóta niður þetta „bodyshaming“ sem er svo algengt. Þessar konur stóðu bara fyrir framan myndavélina og sýndu sig nákvæmlega eins og þær eru,“ útskýrir Helga Nína sem segir það hafa verið lítið mál að finna opnar konur sem voru tilbúnar að taka þátt í verkefninu.„Ein þeirra sem tók þátt hefur til dæmis orðið fyrir einelti alla sína ævi og þetta var mikil áskorun fyrir hana. En hún vildi taka þátt og sýna að hún þarf ekkert að skammast sín fyrir að líta út eins og hún gerir.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segist Helga hafa áhuga á að vinna áfram með þetta þema. „Mig langar að vinna áfram með þetta verkefni, mér finnst þetta áríðandi. Ég hef líka verið að velta fyrir mér pressunni sem karlmenn eru undir. Ég er að heyra sögur og hef lesið athugasemdir á netinu um karlmenn, við erum öll undir einhverjum þrýstingi hvað varðar útlit og vöxt.“ gudnyhronn@365.is Ljósmyndarar Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Fleiri fréttir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Sjá meira
Ljósmyndarinn Helga Nína Aas hefur undanfarna daga birt á Instagram ljósmyndir sínar af íslenskum konum í sundfötum. Ljósmyndirnar eru unnar í samstarfi við bandaríska vefinn Refinery 29 og verkefnið á að vekja fólk til umhugsunar um líkamsímynd. „Þetta byrjar þannig að Amanda Gorence hjá Refinery 29 hefur samband við mig og kynnir þessa hugmynd fyrir mér,“ segir ljósmyndarinn Helga Nína aðspurð hvernig það kom til að hún tók þátt í verkefninu sem heitir Take back the beach sem snýst um líkamsímynd kvenna. „Þetta eru sem sagt portrett-myndir af konum í sundfötunum og svo fylgir smá texti með hverri mynd. Í textanum er frásögn kvennanna um hvernig hefur verið talað um líkama þeirra, hvernig þær horfa á líkama annarra kvenna og bara líkamsímynd almennt,“ segir Helga Nína þegar hún er beðin um að lýsa verkefninu. „Ég held að fjölmiðlar hafi alveg svakalega áhrif á okkur og margt fólk er rosalega upptekið af því að passa inn í ákveðið box hvað varðar útlit. Og við erum oft upptekin af því að flokka fólk eftir útliti,“ útskýrir Helga Nína.Sýnishorn úr myndaþætti Helgu Nínu.MYND/REFINERY29Helga Nína segir markmið verkefnisins vera að vekja fólk til umhugsunar og sjálf er hún orðin meðvitaðri um útlitsdýrkun og líkamsímynd síðan hún tók þátt í því. „Verkefnið á að fá okkur til að pæla aðeins í því hvernig við hugsum um og lítum á líkama. En þetta er stanslaus barátta því maður dettur gjarnan í það að horfa á fólk t.d. á netinu og hugsa: „Vá hvað þessi er flott, vel klædd, með flottan líkama,“ og svo framvegis. En maður verður að stoppa sig af og minna sig á að maður er ekki í neinni samkeppni.“ „Ég hef alltaf haft þessar pælingar í undirmeðvitundinni en núna er ég að reyna að spá meira í þetta. Núna reyni ég öllum stundum að meta hvort hugsanir mínar og hugmyndir séu heilbrigðar. Það er ekki nóg að velta þessu fyrir sér einu sinni, maður þarf stöðugt að minna sig á þessa hluti.“ Lítið mál að finna þátttakendurSýnishorn úr myndaþættinum sem Helga Nína tók fyrir vefinn Refinery29.MYND/REFINERY29Spurð út í hvernig hún fann konur til að taka þátt í Take back the beach-verkefninu segir Helga Nína: „Ég setti inn opinbera auglýsingu á Facebook og á nokkrum klukkutímum fékk ég fullt af umsóknum. Það var rosalega mikill áhugi fyrir þessu. Þetta eru allt konur sem vilja vera partur af þessari hreyfingu: að brjóta niður þetta „bodyshaming“ sem er svo algengt. Þessar konur stóðu bara fyrir framan myndavélina og sýndu sig nákvæmlega eins og þær eru,“ útskýrir Helga Nína sem segir það hafa verið lítið mál að finna opnar konur sem voru tilbúnar að taka þátt í verkefninu.„Ein þeirra sem tók þátt hefur til dæmis orðið fyrir einelti alla sína ævi og þetta var mikil áskorun fyrir hana. En hún vildi taka þátt og sýna að hún þarf ekkert að skammast sín fyrir að líta út eins og hún gerir.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segist Helga hafa áhuga á að vinna áfram með þetta þema. „Mig langar að vinna áfram með þetta verkefni, mér finnst þetta áríðandi. Ég hef líka verið að velta fyrir mér pressunni sem karlmenn eru undir. Ég er að heyra sögur og hef lesið athugasemdir á netinu um karlmenn, við erum öll undir einhverjum þrýstingi hvað varðar útlit og vöxt.“ gudnyhronn@365.is
Ljósmyndarar Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Fleiri fréttir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Sjá meira