Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2017 12:20 "Það sem eftir lifir kjörtímabils mun ég starfa sem óháður borgarfulltrúi, í fullu umboði kjósenda minna, með þá sannfæringu að það sé betra að vera trúr skoðunum sínum en að eiga viðhlæjendur í Framsóknarflokknum,“ segir Sveinbjörg Birna. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sveinbjörgu sem send var á fjölmiðla nú í hádeginu. Segist hún ætla að starfa áfram í borgarstjórn sem óháður borgarfulltrúi. Í samtali við Vísi segist hún ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún ætli að bjóða sig fram undir merkjum annars flokks í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Sveinbjörg segir í yfirlýsingunni að henni finnist að Framsóknarmenn séu „sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. „Að undanförnu hefur mér það orðið ljóst að forystu flokksins skortir metnað til að vinna honum fylgis á höfuðborgarsvæðinu heldur virðist stefnt að því að halda honum sem sérhagsmunaflokki til sveita. Slíkt hugnast mér ekki þegar vinna þarf saman sem ein heild til að árangur náist til heilla fyrir þjóðina alla. Stóryrtar yfirlýsingar frá forystu flokksins um ummæli mín eru hjóm eitt. Flokkur sem er ekki tilbúinn að ræða mikilvæg málefni verður aldrei annað en smáflokkur,“ segir Sveinbjörg Birna meðal annars í yfirlýsingunni. Yfirlýsing Sveinbjargar Birnu í heild sinni:Leiðir skiljaStjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra.Innan Framsóknarflokksins eru skiptar skoðanir um málefni hælisleitenda. Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur. Í huga margra þeirra jafngildir það því að ganga fyrir björg að láta í ljós raunverulega afstöðu sína í málefnum hælisleitenda. Þeir telja að þau séu svo „viðkvæm“ að þeirra eigin sannfæring skipti ekki máli! Þeir velja því að enduróma skoðanir sem þeir telja líklegar til að forða þeim frá frekari spurningum. Vandi þeirra er hins vegar sá að almenningur heyrir ágætlega. Almenningur heyrir holan hljóm. Framsóknarmenn skortir sannfæringu þegar þeir eru inntir eftir afstöðu sinni til málefna hælisleitenda.Almenningur vill flokk sem þorirAlmenningur er hins vegar fljótur að átta sig á því hverjir hafa þor til að ræða málin og hverjir ekki. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar voru áhöld um hvort Framsóknarflokkurinn byði fram í Reykjavík. Nokkrum vikum fyrir kosningarnar fékk ég hins vegar umboð til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina. Ég skoraðist ekki undan þeirri ábyrgð og ásetti mér að gera mitt besta með heiðarleikann að vopni. Í kosningabaráttunni fylgdi ég heiti mínu, lét sannfæringuna ráða og árangurinn lét ekki á sér standa. Flokkurinn hefur ekki fengið meira fylgi í borginni í fjörtíu ár.Ég var kjörin af Reykvíkingum og fyrir þá hef ég starfað. Sem oddviti Framsóknar-og flugvallarvina hef ég stutt það sem vel hefur verið gert en jafnframt bent á heppilegri leiðir þegar meirihlutinn hefur villst af leið. Því miður hefur hið síðarnefnda orðið megin verkefni mitt. Ég veigra mér ekki við að ræða „viðkvæm“ mál. Ég ræði um öll mál af hreinskilni, hvort heldur í tveggja manna tali, ræðustól í borgarstjórn eða viðtölum í fjölmiðlum. Það vita kjósendur. Skiptir þá ekki máli hvort ég ræði um fjármál borgarinnar, húsnæðismál, samgöngumál, skólamál, velferðarmál eða málefni hælisleitenda. Ég stend með skoðunum mínum í stað þess að enduróma skoðanir annarra.Forystan vill sérhagsmunaflokk til sveitaÉg hef nú í tvígang átt þátt í því að Framsóknarflokkurinn hefur unnið stóra kosningasigra. Í fyrra skiptið var ég kjörinn varaþingmaður er flokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningum til Alþingis vorið 2013. Í síðara skiptið leiddi ég lista flokksins er hann vann sinn stærsta kosningasigur í borginni sl. 40 ár. Að undanförnu hefur mér það orðið ljóst að forystu flokksins skortir metnað til að vinna honum fylgis á höfuðborgarsvæðinu heldur virðist stefnt að því að halda honum sem sérhagsmunaflokki til sveita. Slíkt hugnast mér ekki þegar vinna þarf saman sem ein heild til að árangur náist til heilla fyrir þjóðina alla. Stóryrtar yfirlýsingar frá forystu flokksins um ummæli mín eru hjóm eitt. Flokkur sem er ekki tilbúinn að ræða mikilvæg málefni verður aldrei annað en smáflokkur.Samleið minni með Framsóknarflokknum er nú lokið. Sjálf held ég ótrauð áfram. Það sem eftir lifir kjörtímabils mun ég starfa sem óháður borgarfulltrúi, í fullu umboði kjósenda minna, með þá sannfæringu að það sé betra að vera trúr skoðunum sínum en að eiga viðhlæjendur í Framsóknarflokknum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hefur sagt skilið við Framsóknarflokkinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sveinbjörgu sem send var á fjölmiðla nú í hádeginu. Segist hún ætla að starfa áfram í borgarstjórn sem óháður borgarfulltrúi. Í samtali við Vísi segist hún ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún ætli að bjóða sig fram undir merkjum annars flokks í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Sveinbjörg segir í yfirlýsingunni að henni finnist að Framsóknarmenn séu „sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. „Að undanförnu hefur mér það orðið ljóst að forystu flokksins skortir metnað til að vinna honum fylgis á höfuðborgarsvæðinu heldur virðist stefnt að því að halda honum sem sérhagsmunaflokki til sveita. Slíkt hugnast mér ekki þegar vinna þarf saman sem ein heild til að árangur náist til heilla fyrir þjóðina alla. Stóryrtar yfirlýsingar frá forystu flokksins um ummæli mín eru hjóm eitt. Flokkur sem er ekki tilbúinn að ræða mikilvæg málefni verður aldrei annað en smáflokkur,“ segir Sveinbjörg Birna meðal annars í yfirlýsingunni. Yfirlýsing Sveinbjargar Birnu í heild sinni:Leiðir skiljaStjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra.Innan Framsóknarflokksins eru skiptar skoðanir um málefni hælisleitenda. Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur. Í huga margra þeirra jafngildir það því að ganga fyrir björg að láta í ljós raunverulega afstöðu sína í málefnum hælisleitenda. Þeir telja að þau séu svo „viðkvæm“ að þeirra eigin sannfæring skipti ekki máli! Þeir velja því að enduróma skoðanir sem þeir telja líklegar til að forða þeim frá frekari spurningum. Vandi þeirra er hins vegar sá að almenningur heyrir ágætlega. Almenningur heyrir holan hljóm. Framsóknarmenn skortir sannfæringu þegar þeir eru inntir eftir afstöðu sinni til málefna hælisleitenda.Almenningur vill flokk sem þorirAlmenningur er hins vegar fljótur að átta sig á því hverjir hafa þor til að ræða málin og hverjir ekki. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar voru áhöld um hvort Framsóknarflokkurinn byði fram í Reykjavík. Nokkrum vikum fyrir kosningarnar fékk ég hins vegar umboð til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina. Ég skoraðist ekki undan þeirri ábyrgð og ásetti mér að gera mitt besta með heiðarleikann að vopni. Í kosningabaráttunni fylgdi ég heiti mínu, lét sannfæringuna ráða og árangurinn lét ekki á sér standa. Flokkurinn hefur ekki fengið meira fylgi í borginni í fjörtíu ár.Ég var kjörin af Reykvíkingum og fyrir þá hef ég starfað. Sem oddviti Framsóknar-og flugvallarvina hef ég stutt það sem vel hefur verið gert en jafnframt bent á heppilegri leiðir þegar meirihlutinn hefur villst af leið. Því miður hefur hið síðarnefnda orðið megin verkefni mitt. Ég veigra mér ekki við að ræða „viðkvæm“ mál. Ég ræði um öll mál af hreinskilni, hvort heldur í tveggja manna tali, ræðustól í borgarstjórn eða viðtölum í fjölmiðlum. Það vita kjósendur. Skiptir þá ekki máli hvort ég ræði um fjármál borgarinnar, húsnæðismál, samgöngumál, skólamál, velferðarmál eða málefni hælisleitenda. Ég stend með skoðunum mínum í stað þess að enduróma skoðanir annarra.Forystan vill sérhagsmunaflokk til sveitaÉg hef nú í tvígang átt þátt í því að Framsóknarflokkurinn hefur unnið stóra kosningasigra. Í fyrra skiptið var ég kjörinn varaþingmaður er flokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningum til Alþingis vorið 2013. Í síðara skiptið leiddi ég lista flokksins er hann vann sinn stærsta kosningasigur í borginni sl. 40 ár. Að undanförnu hefur mér það orðið ljóst að forystu flokksins skortir metnað til að vinna honum fylgis á höfuðborgarsvæðinu heldur virðist stefnt að því að halda honum sem sérhagsmunaflokki til sveita. Slíkt hugnast mér ekki þegar vinna þarf saman sem ein heild til að árangur náist til heilla fyrir þjóðina alla. Stóryrtar yfirlýsingar frá forystu flokksins um ummæli mín eru hjóm eitt. Flokkur sem er ekki tilbúinn að ræða mikilvæg málefni verður aldrei annað en smáflokkur.Samleið minni með Framsóknarflokknum er nú lokið. Sjálf held ég ótrauð áfram. Það sem eftir lifir kjörtímabils mun ég starfa sem óháður borgarfulltrúi, í fullu umboði kjósenda minna, með þá sannfæringu að það sé betra að vera trúr skoðunum sínum en að eiga viðhlæjendur í Framsóknarflokknum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira