Hunsið bara Trump Lars Christensen skrifar 23. ágúst 2017 07:00 Samkvæmt sögubókunum var Kúbudeilan í október 1962 einn ógnvænlegasti atburður kalda stríðsins, þegar heimurinn var á barmi kjarnorkustyrjaldar. Sögubókunum gæti hins vegar skjátlast – að minnsta kosti ef maður lítur á það sem gerðist á Wall Street á meðan á deilunni stóð. Ef við stóðum á barmi kjarnorkustríðs hefði maður búist við að verðbréfamarkaðurinn myndi falla eins og steinn. Ekkert slíkt gerðist. Þess í stað breyttist S&P 500-vísitalan lítið þessa þrettán daga á meðan á þrátefli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna stóð. Þetta er merkilegt í ljósi þeirra skelfilegu atburða sem hefðu getað átt sér stað. Ýmsar ástæður er hægt að tilgreina fyrir því að markaðurinn hrundi ekki. Sumir hafa haldið því fram að deilan sýni áhrifamátt kenningar sem kölluð er gagnkvæm örugg gjöreyðing (Mutual Assured Destruction – MAD). Bæði Bandaríkjamenn og Sovétmenn vissu að það yrðu engir sigurvegarar í kjarnorkustríði, sem þýddi að hvorugir höfðu neinn hvata til að hefja stríð. Kannski gerðu fjárfestar sér grein fyrir þessu og á meðan heimspressan básúnaði hættuna á heimsstyrjöld neituðu þeir að láta sér bregða (öfugt við staðalímyndina kemur síður fát á verðbréfamarkaði en á stjórnmálamenn). Auðvitað geta verðbréf fallið í verði ef áhættuþóknunin hækkar en við ættum ekki að búast við að hagnaður að nafnvirði lækki. Til að skilja hvaða áhrif landfræðipólitísk átök hafa á markaði verðum við að taka peningastefnuleg viðbrögð með í reikninginn. Svo við snúum okkur aftur að Kúbudeilunni þá er gagnlegt að sjá hvernig nafnvirði vergrar landsframleiðslu breyttist í Bandaríkjunum, til að skilja hvað gerðist á verðbréfamörkuðum Bandaríkjanna á meðan á deilunni stóð og í kjölfar hennar. Árið á undan hækkaði hún í Bandaríkjunum snögglega – úr aðeins 0,5% á ársgrundvelli á fyrsta ársfjórðungi 1961 í 9% á fyrsta fjórðungi 1962. Þetta endurspeglar býsna umfangsmikla peningaþenslu. En frá því snemma árs 1962 átti sér stað peningalegur samdráttur og verulega tók að hægja á vexti nafnvirðis vergrar landsframleiðslu. Ég held að þetta hafi verið raunverulega ástæðan fyrir því sem á sínum tíma var kallað Kennedy-lækkunin á verðbréfamarkaðnum. Takið eftir að þetta gerðist fyrir Kúbudeiluna. En þegar hitna tók í kolunum í þessari landfræðipólitísku deilu hóf Seðlabanki Bandaríkjanna að slaka á peningamálastefnunni – í fyrstu ekki á tilþrifamikinn hátt en engu að síður í rétta átt. Vöxtur nafnvirðis vergrar landsframleiðslu byrjaði að aukast undir lok ársins 1962 – nokkrum mánuðum eftir að Kúbudeilunni lauk. Á þessum tíma studdi Seðlabanki Bandaríkjanna þenslu ríkisútgjalda með því að reyna að grípa inn í á skuldabréfamörkuðum til að halda ávöxtun niðri. Þegar leið á 7. áratuginn varð stefna seðlabankans í auknum mæli verðbólguhvetjandi. Á fyrstu árum áratugarins ýttu lausbeisluð peningamarkaðsskilyrði fyrst og fremst undir vöxt vergrar landsframleiðslu að raunvirði. En þegar neikvæðra áhrifa útgjalda vegna Víetnamstríðsins og velferðarmála fór að gæta byrjaði að hægjast á framleiðniaukningu í Bandaríkjunum. Það leiddi til verulegrar verðbólguhækkunar á seinni hluta 7. áratugarins þar sem nafnvirði eyðslu hélt áfram að aukast. Verðbréfamarkaðurinn fylgdist náið með þróuninni á nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Frá 1960 til 1970 hækkaði hlutabréfaverð um 80-90%, eftir því við hvaða vísitölu er miðað. Boðskapurinn er sá að landfræðipólitísk áhætta er ekki endilega neikvæð fyrir hlutabréf, nema að seðlabankar taki heimskulegar ákvarðanir. Í ljósi reynslunnar af Kúbudeilunni ættu fjárfestar að hunsa landfræðipólitíska þætti. Þess í stað ættu þeir að einbeita sér að vaxtarhorfum hvað nafntekjur varðar – með öðrum orðum, að nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Leiðtoginn sem menn ættu að fylgjast með er Janet Yellen, ekki Kim Jong-un eða Donald Trump.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Samkvæmt sögubókunum var Kúbudeilan í október 1962 einn ógnvænlegasti atburður kalda stríðsins, þegar heimurinn var á barmi kjarnorkustyrjaldar. Sögubókunum gæti hins vegar skjátlast – að minnsta kosti ef maður lítur á það sem gerðist á Wall Street á meðan á deilunni stóð. Ef við stóðum á barmi kjarnorkustríðs hefði maður búist við að verðbréfamarkaðurinn myndi falla eins og steinn. Ekkert slíkt gerðist. Þess í stað breyttist S&P 500-vísitalan lítið þessa þrettán daga á meðan á þrátefli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna stóð. Þetta er merkilegt í ljósi þeirra skelfilegu atburða sem hefðu getað átt sér stað. Ýmsar ástæður er hægt að tilgreina fyrir því að markaðurinn hrundi ekki. Sumir hafa haldið því fram að deilan sýni áhrifamátt kenningar sem kölluð er gagnkvæm örugg gjöreyðing (Mutual Assured Destruction – MAD). Bæði Bandaríkjamenn og Sovétmenn vissu að það yrðu engir sigurvegarar í kjarnorkustríði, sem þýddi að hvorugir höfðu neinn hvata til að hefja stríð. Kannski gerðu fjárfestar sér grein fyrir þessu og á meðan heimspressan básúnaði hættuna á heimsstyrjöld neituðu þeir að láta sér bregða (öfugt við staðalímyndina kemur síður fát á verðbréfamarkaði en á stjórnmálamenn). Auðvitað geta verðbréf fallið í verði ef áhættuþóknunin hækkar en við ættum ekki að búast við að hagnaður að nafnvirði lækki. Til að skilja hvaða áhrif landfræðipólitísk átök hafa á markaði verðum við að taka peningastefnuleg viðbrögð með í reikninginn. Svo við snúum okkur aftur að Kúbudeilunni þá er gagnlegt að sjá hvernig nafnvirði vergrar landsframleiðslu breyttist í Bandaríkjunum, til að skilja hvað gerðist á verðbréfamörkuðum Bandaríkjanna á meðan á deilunni stóð og í kjölfar hennar. Árið á undan hækkaði hún í Bandaríkjunum snögglega – úr aðeins 0,5% á ársgrundvelli á fyrsta ársfjórðungi 1961 í 9% á fyrsta fjórðungi 1962. Þetta endurspeglar býsna umfangsmikla peningaþenslu. En frá því snemma árs 1962 átti sér stað peningalegur samdráttur og verulega tók að hægja á vexti nafnvirðis vergrar landsframleiðslu. Ég held að þetta hafi verið raunverulega ástæðan fyrir því sem á sínum tíma var kallað Kennedy-lækkunin á verðbréfamarkaðnum. Takið eftir að þetta gerðist fyrir Kúbudeiluna. En þegar hitna tók í kolunum í þessari landfræðipólitísku deilu hóf Seðlabanki Bandaríkjanna að slaka á peningamálastefnunni – í fyrstu ekki á tilþrifamikinn hátt en engu að síður í rétta átt. Vöxtur nafnvirðis vergrar landsframleiðslu byrjaði að aukast undir lok ársins 1962 – nokkrum mánuðum eftir að Kúbudeilunni lauk. Á þessum tíma studdi Seðlabanki Bandaríkjanna þenslu ríkisútgjalda með því að reyna að grípa inn í á skuldabréfamörkuðum til að halda ávöxtun niðri. Þegar leið á 7. áratuginn varð stefna seðlabankans í auknum mæli verðbólguhvetjandi. Á fyrstu árum áratugarins ýttu lausbeisluð peningamarkaðsskilyrði fyrst og fremst undir vöxt vergrar landsframleiðslu að raunvirði. En þegar neikvæðra áhrifa útgjalda vegna Víetnamstríðsins og velferðarmála fór að gæta byrjaði að hægjast á framleiðniaukningu í Bandaríkjunum. Það leiddi til verulegrar verðbólguhækkunar á seinni hluta 7. áratugarins þar sem nafnvirði eyðslu hélt áfram að aukast. Verðbréfamarkaðurinn fylgdist náið með þróuninni á nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Frá 1960 til 1970 hækkaði hlutabréfaverð um 80-90%, eftir því við hvaða vísitölu er miðað. Boðskapurinn er sá að landfræðipólitísk áhætta er ekki endilega neikvæð fyrir hlutabréf, nema að seðlabankar taki heimskulegar ákvarðanir. Í ljósi reynslunnar af Kúbudeilunni ættu fjárfestar að hunsa landfræðipólitíska þætti. Þess í stað ættu þeir að einbeita sér að vaxtarhorfum hvað nafntekjur varðar – með öðrum orðum, að nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Leiðtoginn sem menn ættu að fylgjast með er Janet Yellen, ekki Kim Jong-un eða Donald Trump.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.