Steindi sá bara svart eftir 17 km: „Sjónin fór eitthvað að flökta“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 19:00 Steindi og félagar fögnuðu ákaft þegar í mark var komið. Vísir/eyþór „Þetta var hrikalega erfitt, ég ætla bara að vera hreinskilinn með það,“ sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hálfmaraþon Steinda í Reykjavíkurmaraþoninu vakti mikla athygli um helgina en hann hljóp 21,1 kílómeter án þess að hafa undirbúið sig mikið fyrir það. Steindi viðurkennir að hann hafi ekki mikið hlaupið áður en þrjóskan hafi hjálpað mikið til. „Ég æfi ekki, ég þarf nú að fara að gera það, það er nú eitthvað sem ég þarf að fara að taka mig á í. Það lengsta sem ég hafði hlaupið fyrir þetta voru sjö kílómetrar.“Brá rosalega Hann hljóp hálfmaraþonið með þremur slökkviliðsmönnum en allir söfnuðu þeir fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. „Ég held að það sé þeim að þakka að ég náði þessu, þeir voru helvíti harðir og ráku á eftir mér allan tímann.“ Það voru tvö augnablik í hlaupinu sem voru Steinda einstaklega erfið. „Mér brá rosalega mikið þegar ég sá þriggja kílómetra skiltið af því að ég hélt að ég væri búinn að hlaupa í sjö, átta, allavega. Þá var ég farinn að stífna aðeins upp í kálfanum á vinstra fæti,“ segir Steindi sem lét krampann ekki stoppa sig og hljóp áfram. Á sautjánda kílómeter fór hlaupið svo að verða verulega erfitt fyrir Steinda. „Ég man eftir því að sjónin fór eitthvað að flökta,“ útskýrir Steindi. Hann sá bara allt svart í nokkrar sekúndur og brá svolítið við það.Gæti orðið árlegt Steindi haltrar enn eftir hlaupið og viðurkennir að hann finni vel fyrir því að hafa hlaupið á laugardaginn. „Ég er allur eiginlega bara í hakki ef ég á að vera hreinskilin. Ég er með harðsperrur úti um allt náttúrulega.“ Hann er samt tilbúinn til þess að hlaupa aftur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir gott málefni „Ég fór að hugsa að það væri kannski gaman að taka einhver ný málefni og hafa þetta svona árlegt.“Viðtalið í Reykjavík Síðdegis má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
„Þetta var hrikalega erfitt, ég ætla bara að vera hreinskilinn með það,“ sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hálfmaraþon Steinda í Reykjavíkurmaraþoninu vakti mikla athygli um helgina en hann hljóp 21,1 kílómeter án þess að hafa undirbúið sig mikið fyrir það. Steindi viðurkennir að hann hafi ekki mikið hlaupið áður en þrjóskan hafi hjálpað mikið til. „Ég æfi ekki, ég þarf nú að fara að gera það, það er nú eitthvað sem ég þarf að fara að taka mig á í. Það lengsta sem ég hafði hlaupið fyrir þetta voru sjö kílómetrar.“Brá rosalega Hann hljóp hálfmaraþonið með þremur slökkviliðsmönnum en allir söfnuðu þeir fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. „Ég held að það sé þeim að þakka að ég náði þessu, þeir voru helvíti harðir og ráku á eftir mér allan tímann.“ Það voru tvö augnablik í hlaupinu sem voru Steinda einstaklega erfið. „Mér brá rosalega mikið þegar ég sá þriggja kílómetra skiltið af því að ég hélt að ég væri búinn að hlaupa í sjö, átta, allavega. Þá var ég farinn að stífna aðeins upp í kálfanum á vinstra fæti,“ segir Steindi sem lét krampann ekki stoppa sig og hljóp áfram. Á sautjánda kílómeter fór hlaupið svo að verða verulega erfitt fyrir Steinda. „Ég man eftir því að sjónin fór eitthvað að flökta,“ útskýrir Steindi. Hann sá bara allt svart í nokkrar sekúndur og brá svolítið við það.Gæti orðið árlegt Steindi haltrar enn eftir hlaupið og viðurkennir að hann finni vel fyrir því að hafa hlaupið á laugardaginn. „Ég er allur eiginlega bara í hakki ef ég á að vera hreinskilin. Ég er með harðsperrur úti um allt náttúrulega.“ Hann er samt tilbúinn til þess að hlaupa aftur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir gott málefni „Ég fór að hugsa að það væri kannski gaman að taka einhver ný málefni og hafa þetta svona árlegt.“Viðtalið í Reykjavík Síðdegis má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51