Á annað hundrað þúsund nutu veðurblíðunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2017 07:59 Frá flugeldasýningunni í gærkvöld, tónlistarhúsið Hörpu má sjá neðst á myndinni. Höfuðborgarstofa Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að sækja þá rúmlega 300 viðburði sem í boði voru á Menningarnótt. Veðrið lék við gesti borgarinnar allan daginn, allt frá því að fyrstu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka voru ræstir út um klukkan 08:40 og þangað til síðasta flugeldurinn sprakk í flugeldasýningunni sem markar lok hátíðarinnar. Aðstandendur Menningarnætur segja að mannfjöldinn hafi dreift sér vel yfir miðborgina og að mikil þátttaka hafi verið í öllu viðburðahaldi. Hátíðarsvæðið hafi aftur verið stækkað í ár og náði það út á Granda, að Hlemmi og Klambratúni og út að Veröld-húsi Vigdísar. Lögregla segir að aðsókn hafi verið afar jöfn og þétt frá hádegi og í allt kvöld. Þá hafi umferð gengið greiðlega frá miðborginni strax eftir flugeldasýninguna.Hundruð lögðu hönd á plógHaft er eftir Ásthildi Bragadóttur, forstöðukonu Höfuðborgarstofu, í tikynningu að hún gæti ekki verið ánægðari með hátíðina. „Mig langar fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Höfuðborgarstofu og stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstaraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega,“ er haft eftir Ásthildi. „Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Vel á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma. Ég hef heyrt í viðburðahöldurum. öryggisaðilum, rekstraraðilum og íbúum í borginni í dag og allir hafa lýst yfir mikilli ánægju með hvernig til tókst“ segir hún jafnframt. Menningarnótt Tengdar fréttir Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Talið er að á annað hundrað þúsund manns hafi komið saman í miðborg Reykjavíkur í gær til að sækja þá rúmlega 300 viðburði sem í boði voru á Menningarnótt. Veðrið lék við gesti borgarinnar allan daginn, allt frá því að fyrstu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka voru ræstir út um klukkan 08:40 og þangað til síðasta flugeldurinn sprakk í flugeldasýningunni sem markar lok hátíðarinnar. Aðstandendur Menningarnætur segja að mannfjöldinn hafi dreift sér vel yfir miðborgina og að mikil þátttaka hafi verið í öllu viðburðahaldi. Hátíðarsvæðið hafi aftur verið stækkað í ár og náði það út á Granda, að Hlemmi og Klambratúni og út að Veröld-húsi Vigdísar. Lögregla segir að aðsókn hafi verið afar jöfn og þétt frá hádegi og í allt kvöld. Þá hafi umferð gengið greiðlega frá miðborginni strax eftir flugeldasýninguna.Hundruð lögðu hönd á plógHaft er eftir Ásthildi Bragadóttur, forstöðukonu Höfuðborgarstofu, í tikynningu að hún gæti ekki verið ánægðari með hátíðina. „Mig langar fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Höfuðborgarstofu og stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstaraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega,“ er haft eftir Ásthildi. „Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Vel á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma. Ég hef heyrt í viðburðahöldurum. öryggisaðilum, rekstraraðilum og íbúum í borginni í dag og allir hafa lýst yfir mikilli ánægju með hvernig til tókst“ segir hún jafnframt.
Menningarnótt Tengdar fréttir Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Menningarnótt: Bongóblíða og viðburður á hverju horni Menningarnætursvæðið hefur stækkað töluvert frá því sem var þegar hátíðin hóf göngu sína árið 1996. 19. ágúst 2017 18:33