Ákæra gefin út á hendur Sveini Gesti í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2017 10:09 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir Héraðssaksóknari mun gefa út ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni í dag. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur en hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Sveinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins frá því það kom upp. Lögum samkvæmt eru takmörk fyrir því hve lengi má halda grunuðum í gæsluvarðhaldi og er hámarkið tólf vikur á meðan ekki hefur verið gefin út ákæra. Embætti héraðssaksóknara staðfestir að ákæra verði gefin út síðdegis í dag. Sveinn Gestur hefur staðfastlega neitað sök um að hafa ætlað að ráða Arnari bana. Í greinargerðum lögreglu sem fylgt hafa kröfum um gæsluvarðhald hefur komið fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta. Niðurstaða krufningar var sú að þvinguð frambeygð staða, þrýstingur á brjósthol og hálstak hafi leitt til mikillar minnkunar öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Auk Sveins Gests eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn, Jón Trausti Lúthersson, sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur. vísir/eyþórUpptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. Hann segir Arnar hafa að ástæðulausu ráðist á sig og þá sem voru með í för. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. Sveinn Gestur hringdi meðal annars í neyðarlínuna en eftir samtalið við starfsmann neyðarlínunnar má heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggja fyrir Snapchat upptökur úr síma Sveins Gests þar sem sjá má brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Fram kemur í greinargerð lögreglu að heyra megi á upptökunum að Sveinn Gestur og Jón Trausti tali á niðrandi hátt til Arnars. Heyra megi Jón Trausta segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Héraðssaksóknari mun gefa út ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni í dag. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tólf vikur en hann er sakaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á heimili Arnars í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Sveinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins frá því það kom upp. Lögum samkvæmt eru takmörk fyrir því hve lengi má halda grunuðum í gæsluvarðhaldi og er hámarkið tólf vikur á meðan ekki hefur verið gefin út ákæra. Embætti héraðssaksóknara staðfestir að ákæra verði gefin út síðdegis í dag. Sveinn Gestur hefur staðfastlega neitað sök um að hafa ætlað að ráða Arnari bana. Í greinargerðum lögreglu sem fylgt hafa kröfum um gæsluvarðhald hefur komið fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta. Niðurstaða krufningar var sú að þvinguð frambeygð staða, þrýstingur á brjósthol og hálstak hafi leitt til mikillar minnkunar öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Auk Sveins Gests eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn, Jón Trausti Lúthersson, sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur. vísir/eyþórUpptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. Hann segir Arnar hafa að ástæðulausu ráðist á sig og þá sem voru með í för. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. Sveinn Gestur hringdi meðal annars í neyðarlínuna en eftir samtalið við starfsmann neyðarlínunnar má heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggja fyrir Snapchat upptökur úr síma Sveins Gests þar sem sjá má brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Fram kemur í greinargerð lögreglu að heyra megi á upptökunum að Sveinn Gestur og Jón Trausti tali á niðrandi hátt til Arnars. Heyra megi Jón Trausta segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira