Breiðablik lyfti sér upp í 2. sæti Pepsi-deildar kvenna með 0-2 útisigri á KR í kvöld.
Þetta var fjórði sigur Blika í röð. Liðið er í 2. sæti deildarinnar með 33 stig, fimm stigum á eftir toppliði Þórs/KA. KR er hins vegar í 8. sætinu með 12 stig.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Breiðabliki yfir eftir hornspyrnu á 42. mínútu.
Þegar 20 mínútur voru til leiksloka gulltryggði Sólveig Jóhannesdóttir Larsen sigur Blika með laglegu marki. Lokatölur 0-2, Breiðabliki í vil.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Blikar upp í 2. sætið eftir þriðja sigurinn í röð

Tengdar fréttir

Í beinni: Grindavík - Valur | Valur verður að fá þrjú stig
Valur vann þægilegan 3-0 sigur á Grindavík í 15.umferð Pepsi-deildar kvenna í Grindavík í kvöld. Með sigrinum heldur Valsliðið sig í baráttunni með toppliðunum sem elta Þór/KA í toppsætinu.