Síðasti söludagur er ekki heilagur sannleikur Guðný Hrönn skrifar 30. ágúst 2017 09:45 Júlía hefur undanfarin ár einbeitt sér að því að minnka matarsóun á heimilinu. VÍSIR/ANTON BRINK Matarsóun er Júlíu Sif Ragnarsdóttur hugleikin og það gleður hana að sjá að fleira fólk er á sömu nótum. Hún lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja minnka matarsóunina á heimilinu. Júlía Sif byrjaði að hugsa um matarsóun og áhrif hennar þegar hún flutti fyrst að heiman fyrir um tveimur árum. „Okkur kærastanum mínum fannst báðum ótrúlega leiðinlegt þegar matur fór í ruslið. En við komumst fljótt upp á lagið með að nýta mat heimilisins vel,“ segir Júlía Sif. Það gleður hana að sífellt fleira fólk er nú farið að spá í matarsóun, sérstaklega á undanförnu ári. „Matarsóun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og margar búðir og veitingastaðir eru til dæmis farin að gera mikið til að minnka það sem fer í ruslið hjá sér, það finnst mér frábært.“ Júlía Sif heldur úti blogginu Veganistur.is ásamt systur sinni, Helgu Maríu, og þær taka eftir að lesendur þeirra hafa mikinn áhuga á að draga út matarsóun á sínu heimili. „Fólk er orðið meðvitað um þetta og þegar við systur höfum skrifað um eitthvað tengt matarsóun eða minni ruslframleiðslu hefur því alltaf verið tekið fagnandi.“ Meðfylgjandi eru nokkur ráð frá Júlíu sem lesendur sem vilja draga úr sóun geta nýtt sér. Hún mælir t.d. með að fólk skipuleggi sig vel fyrir innkaupaferðir og hætti að líta á síðasta söludag sem heilagan sannleik.Hvernig skipuleggur þú þig fyrir innkaupaferðir? „Ég geri matseðil fyrir vikuna á hverjum sunnudegi og fer og versla eftir honum. Ég reyni að kíkja í skápa og skúffur til að sjá hvað er til og elda eftir því. Ég reyni líka að fylgjast vel með grænmetinu og ávöxtunum því það er oftast það sem skemmist hraðast án þess að maður taki eftir því einhvern veginn,“ segir Júlía sem gerir gjarnan súpur úr því grænmeti sem er nálægt því að skemmast. Júlía verður vör við að fólk sé hrætt við að nýta matvæli sem eru komin fram yfir síðasta söludag.„Margt fólk hendir óspart í ruslið því sem er kannski nýrunnið út eða er alveg að renna út. Ég nota þurrmat alveg þótt hann sé útrunninn en ég veit að marga klígjar við þeirri tilhugsun,“ segir hún og hlær. „Ég hef lagt það í vana minn að þefa og smakka mat og gúgla hvort það sé í lagi að nota ákveðnar matvörur þótt þær séu komnar fram yfir síðasta söludag. Allt sem hver og einn gerir til að minnka matarsóun hjá sér skiptir máli, sama hversu lítið það er.“ Fjögur ráð til að draga úr matarsóun1. Nýttu frystinn. Júlía Sif notar frystinn á heimilinu óspart til að lengja líftíma matar sem er alveg að renna út. „Svo er hægt að gera góð kaup á mat úti í búð sem er að nálgast síðasta söludag og frysta.“2. Hafðu góða yfirsýn. Júlía segir mikilvægt að fólk fylgist vel með því sem til er í eldhúsinu, sérstaklega ávöxtum og grænmeti. Banana sem eru orðnir gamlir nýtir hún gjarnan í banana-muffins og grænmeti nýtir hún í súpur.3. Smakkaðu og þefaðu. Síðasti söludagur er ekki heilagur sannleikur að sögn Júlíu. „Margt sem komið er fram yfir síðasta söludag er allt í lagi að nýta,“ segir Júlía og tekur hrísgrjón, linsubaunir og krydd sem dæmi. Galdurinn hér er að þefa og smakka.4. Skipulag. Gott skipulag er lykillinn. Sjálf gerir Júlía matseðil á hverjum sunnudegi og kaupir inn í takt við hann Matur Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Matarsóun er Júlíu Sif Ragnarsdóttur hugleikin og það gleður hana að sjá að fleira fólk er á sömu nótum. Hún lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja minnka matarsóunina á heimilinu. Júlía Sif byrjaði að hugsa um matarsóun og áhrif hennar þegar hún flutti fyrst að heiman fyrir um tveimur árum. „Okkur kærastanum mínum fannst báðum ótrúlega leiðinlegt þegar matur fór í ruslið. En við komumst fljótt upp á lagið með að nýta mat heimilisins vel,“ segir Júlía Sif. Það gleður hana að sífellt fleira fólk er nú farið að spá í matarsóun, sérstaklega á undanförnu ári. „Matarsóun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og margar búðir og veitingastaðir eru til dæmis farin að gera mikið til að minnka það sem fer í ruslið hjá sér, það finnst mér frábært.“ Júlía Sif heldur úti blogginu Veganistur.is ásamt systur sinni, Helgu Maríu, og þær taka eftir að lesendur þeirra hafa mikinn áhuga á að draga út matarsóun á sínu heimili. „Fólk er orðið meðvitað um þetta og þegar við systur höfum skrifað um eitthvað tengt matarsóun eða minni ruslframleiðslu hefur því alltaf verið tekið fagnandi.“ Meðfylgjandi eru nokkur ráð frá Júlíu sem lesendur sem vilja draga úr sóun geta nýtt sér. Hún mælir t.d. með að fólk skipuleggi sig vel fyrir innkaupaferðir og hætti að líta á síðasta söludag sem heilagan sannleik.Hvernig skipuleggur þú þig fyrir innkaupaferðir? „Ég geri matseðil fyrir vikuna á hverjum sunnudegi og fer og versla eftir honum. Ég reyni að kíkja í skápa og skúffur til að sjá hvað er til og elda eftir því. Ég reyni líka að fylgjast vel með grænmetinu og ávöxtunum því það er oftast það sem skemmist hraðast án þess að maður taki eftir því einhvern veginn,“ segir Júlía sem gerir gjarnan súpur úr því grænmeti sem er nálægt því að skemmast. Júlía verður vör við að fólk sé hrætt við að nýta matvæli sem eru komin fram yfir síðasta söludag.„Margt fólk hendir óspart í ruslið því sem er kannski nýrunnið út eða er alveg að renna út. Ég nota þurrmat alveg þótt hann sé útrunninn en ég veit að marga klígjar við þeirri tilhugsun,“ segir hún og hlær. „Ég hef lagt það í vana minn að þefa og smakka mat og gúgla hvort það sé í lagi að nota ákveðnar matvörur þótt þær séu komnar fram yfir síðasta söludag. Allt sem hver og einn gerir til að minnka matarsóun hjá sér skiptir máli, sama hversu lítið það er.“ Fjögur ráð til að draga úr matarsóun1. Nýttu frystinn. Júlía Sif notar frystinn á heimilinu óspart til að lengja líftíma matar sem er alveg að renna út. „Svo er hægt að gera góð kaup á mat úti í búð sem er að nálgast síðasta söludag og frysta.“2. Hafðu góða yfirsýn. Júlía segir mikilvægt að fólk fylgist vel með því sem til er í eldhúsinu, sérstaklega ávöxtum og grænmeti. Banana sem eru orðnir gamlir nýtir hún gjarnan í banana-muffins og grænmeti nýtir hún í súpur.3. Smakkaðu og þefaðu. Síðasti söludagur er ekki heilagur sannleikur að sögn Júlíu. „Margt sem komið er fram yfir síðasta söludag er allt í lagi að nýta,“ segir Júlía og tekur hrísgrjón, linsubaunir og krydd sem dæmi. Galdurinn hér er að þefa og smakka.4. Skipulag. Gott skipulag er lykillinn. Sjálf gerir Júlía matseðil á hverjum sunnudegi og kaupir inn í takt við hann
Matur Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira