Segir Woody Allen og Roman Polanski vera magnaða leikstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2017 20:48 Kate Winslet sagðist ekkert vita um málið. Vísir/getty Leikkonan Kate Winslet setur það ekki fyrir sig að leikstjórinn Woody Allen hafi verið sakaður um kynferðisofbeldi og tók þá ákvörðun að starfa fyrir hann því hann sé „magnaður leikstjóri.“ Allen var gefið að sök að hafa misnotað stjúpdóttur sína en saksóknari ákvað að gefa ekki út ákæru í málinu. Woody Allen segist aldrei hugsa um þær þungu sakir sem á hann voru bornar. Hann vill ekki tjá sig neitt frekar um ásakanirnar.Vísir/getty Aðspurð hvort hún hafi verið hikandi að taka að sér hlutverk í mynd Allens vegna þessa segist Winslet ekki hafa þekkt Allen áður. Leikkonan fer með aðalhlutverkið í nýjustu mynd Allens, Wonder Wheel en auk hennar leika aðrir þekktir leikarar í myndinni á borð við Justin Timberlake, Debi Mazar og Juno Temple. „Auðvitað hugsar maður um það en ég þekkti ekki Woody og ég veit ekki neitt um þessa fjölskyldu. Sem leikkona í myndinni verður maður að halda ákveðinni fjarlægð og segja sem er að ég veit í raun ekki neitt um þetta. Ég veit ekki hvort þetta sé satt,“ segir leikkonan í viðtali við New York Times um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Allens. Kate Winslet tók sérstaklega fram að Roman Polanski væri líka magnaður leikstjóri, spurð út í sína afstöðu til Allens.Vísir/getty Hún segist eftir nokkra umhugsun hafa ákveðið að leggja þessar hugsanir til hliðar og vinna með Woody. „Hann er magnaður leikstjóri,“ segir Winslet sem bætir við að sér þyki Roman Polanski einnig magnaður í sínu starfi en Polanski nauðgaði þrettán ára stúlku á áttunda áratugnum í Los Angeles. „Ég átti einstaka upplifun í vinnunni með þessum mönnum og það er sannleikurinn.“ Mál Woody Allen Tengdar fréttir Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03 Opið bréf Dylan Farrow vekur heimsathygli Virðingin sem Woody Allen nýtur í kvikmyndaiðnaðinum er lýsandi dæmi þess að samfélagið bregst ítrekað fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í opnu bréfi Dylan Farrow, dóttur Allens, sem birtist í The New York Times í gærkvöldi, en þar lýsir hún misnotkun af hálfu föður síns. 2. febrúar 2014 20:00 Tjáir sig ekki um bréfið frá Dylan Farrow Leikkonan Scarlett Johansson segir hegðun dóttur Woody Allen óábyrga. 17. mars 2014 19:30 Lena Dunham kemur Dylan Farrow til varnar Leikkonan tjáði sig um málið á Twitter í gær. 5. febrúar 2014 17:36 Woody Allen þvertekur fyrir að hafa misnotað dóttur sína Nú hefur Woody Allen gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertekur fyrir það að hafa misnotað dóttir sína. 2. febrúar 2014 23:20 Woody Allen mun svara ásökunum um kynferðisofbeldi Dóttir leikstjórans birti sláandi bréf á vef New York Times um síðustu helgi. 6. febrúar 2014 19:51 Segir Woody Allen hafa misnotað sig kynferðislega Dylan Farrow, dóttir bandaríska kvikmyndaleikstjórans, skrifaði opinskátt bréf á vef New York Times. 2. febrúar 2014 08:45 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Leikkonan Kate Winslet setur það ekki fyrir sig að leikstjórinn Woody Allen hafi verið sakaður um kynferðisofbeldi og tók þá ákvörðun að starfa fyrir hann því hann sé „magnaður leikstjóri.“ Allen var gefið að sök að hafa misnotað stjúpdóttur sína en saksóknari ákvað að gefa ekki út ákæru í málinu. Woody Allen segist aldrei hugsa um þær þungu sakir sem á hann voru bornar. Hann vill ekki tjá sig neitt frekar um ásakanirnar.Vísir/getty Aðspurð hvort hún hafi verið hikandi að taka að sér hlutverk í mynd Allens vegna þessa segist Winslet ekki hafa þekkt Allen áður. Leikkonan fer með aðalhlutverkið í nýjustu mynd Allens, Wonder Wheel en auk hennar leika aðrir þekktir leikarar í myndinni á borð við Justin Timberlake, Debi Mazar og Juno Temple. „Auðvitað hugsar maður um það en ég þekkti ekki Woody og ég veit ekki neitt um þessa fjölskyldu. Sem leikkona í myndinni verður maður að halda ákveðinni fjarlægð og segja sem er að ég veit í raun ekki neitt um þetta. Ég veit ekki hvort þetta sé satt,“ segir leikkonan í viðtali við New York Times um ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Allens. Kate Winslet tók sérstaklega fram að Roman Polanski væri líka magnaður leikstjóri, spurð út í sína afstöðu til Allens.Vísir/getty Hún segist eftir nokkra umhugsun hafa ákveðið að leggja þessar hugsanir til hliðar og vinna með Woody. „Hann er magnaður leikstjóri,“ segir Winslet sem bætir við að sér þyki Roman Polanski einnig magnaður í sínu starfi en Polanski nauðgaði þrettán ára stúlku á áttunda áratugnum í Los Angeles. „Ég átti einstaka upplifun í vinnunni með þessum mönnum og það er sannleikurinn.“
Mál Woody Allen Tengdar fréttir Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03 Opið bréf Dylan Farrow vekur heimsathygli Virðingin sem Woody Allen nýtur í kvikmyndaiðnaðinum er lýsandi dæmi þess að samfélagið bregst ítrekað fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í opnu bréfi Dylan Farrow, dóttur Allens, sem birtist í The New York Times í gærkvöldi, en þar lýsir hún misnotkun af hálfu föður síns. 2. febrúar 2014 20:00 Tjáir sig ekki um bréfið frá Dylan Farrow Leikkonan Scarlett Johansson segir hegðun dóttur Woody Allen óábyrga. 17. mars 2014 19:30 Lena Dunham kemur Dylan Farrow til varnar Leikkonan tjáði sig um málið á Twitter í gær. 5. febrúar 2014 17:36 Woody Allen þvertekur fyrir að hafa misnotað dóttur sína Nú hefur Woody Allen gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertekur fyrir það að hafa misnotað dóttir sína. 2. febrúar 2014 23:20 Woody Allen mun svara ásökunum um kynferðisofbeldi Dóttir leikstjórans birti sláandi bréf á vef New York Times um síðustu helgi. 6. febrúar 2014 19:51 Segir Woody Allen hafa misnotað sig kynferðislega Dylan Farrow, dóttir bandaríska kvikmyndaleikstjórans, skrifaði opinskátt bréf á vef New York Times. 2. febrúar 2014 08:45 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birti harða grein vegna ásakana dóttur Allens sem sakar föður sinn um kynferðisofbeldi. 12. maí 2016 14:03
Opið bréf Dylan Farrow vekur heimsathygli Virðingin sem Woody Allen nýtur í kvikmyndaiðnaðinum er lýsandi dæmi þess að samfélagið bregst ítrekað fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í opnu bréfi Dylan Farrow, dóttur Allens, sem birtist í The New York Times í gærkvöldi, en þar lýsir hún misnotkun af hálfu föður síns. 2. febrúar 2014 20:00
Tjáir sig ekki um bréfið frá Dylan Farrow Leikkonan Scarlett Johansson segir hegðun dóttur Woody Allen óábyrga. 17. mars 2014 19:30
Lena Dunham kemur Dylan Farrow til varnar Leikkonan tjáði sig um málið á Twitter í gær. 5. febrúar 2014 17:36
Woody Allen þvertekur fyrir að hafa misnotað dóttur sína Nú hefur Woody Allen gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertekur fyrir það að hafa misnotað dóttir sína. 2. febrúar 2014 23:20
Woody Allen mun svara ásökunum um kynferðisofbeldi Dóttir leikstjórans birti sláandi bréf á vef New York Times um síðustu helgi. 6. febrúar 2014 19:51
Segir Woody Allen hafa misnotað sig kynferðislega Dylan Farrow, dóttir bandaríska kvikmyndaleikstjórans, skrifaði opinskátt bréf á vef New York Times. 2. febrúar 2014 08:45