Lífið

Óli Palli og Stella selja einbýlishúsið: Frú Stella ætlar með mig aftur heim á Akranes

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega smekkleg eign.
Einstaklega smekkleg eign.
Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli eins og hann er kallaður, og eiginkona hans Stella María Sigurðardóttir hafa sett einbýlishús sitt við Lóuhraun á sölu.

Ásett verð er 78,9 milljónir en fasteignamatið er 55 milljónir. Um er að ræða vel skipulagt fimm herbergja tvö hundruð fermetra timburhús á tveimur hæðum að meðtöldum 32 fermetra bílskúr í Hafnarfirði.

Garðurinn er virkilega fallegur með veröndum og skjólveggjum á þrjá vegu ásamt heitum potti. Húsið var byggt árið 2000.

„Eftir 27 ár á höfuðborgarsvæðinu og 16 frábær í Hafnarfirði hefur frú Stella ákveðið að fara með mig aftur heim á Akranes (ef allt gengur upp og lukkan verður með okkur í liði áfram). Húsið er æðislegt eins og umhverfið, staðsetningin etc. - og nágrannarnir eru frábærir,“ segir Óli Palli í stöðu færslu á Facebook.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.



Fallegt hús í Hafnarfirði.
Snyrtilegt eldhús og borðstofa.
Skemmtileg stofa.
Fallegt baðherbergi.
Herbergi eins helsta sérfræðings tónlistar á Íslandi.
Potturinn á pallinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×