Ríkisútvarpinu líklega stefnt fyrir „algjört bull“ og „falsfréttir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2017 08:24 Sjanghæ stendur við Strandgötu á Akureyri. Vísir/getty Jóhannes Sigurðarson, lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir allar líkur á að Ríkisútvarpið verið dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings þess af málefnum staðarins. Jóhannes ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi Ríkisútvarpið frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Vinnustaðaeftirlit stéttarfélagsins Einingar-Iðju nokkrum dögum síðar sýndi þó fram á að starfsmenn Sjanghæ fái greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Sjá einnig: Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á AkureyriJóhannes segir fréttaflutningurinn hafa komið sér og eiganda staðarins, konu sem búsett hefur verið á Íslandi frá árinu 1994, verulega á óvart og „algjörlega“ í opna skjöldu. „Við vorum að reyna að átta okkur á því hvernig þessar upplýsingar hefðu komist til fjölmiðla af því að þessi frétt var náttúrulega þannig að það var bein útsending og gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð eiganda staðarins,“ segir Jóhannes og bætir við að fréttirnar hafi haft veruleg áhrif á fjölskyldu hennar.Dóttirin þorði ekki í skólann og kælar fjarlægðirJóhannes segist strax hafa farið norður til að fara yfir gögn með stéttarfélaginu sem sýndu að allt væri með felldu í rekstri staðarins. Þegar hann kom norður morguninn eftir sá hann að drykkjarframleiðandi var þegar farinn að fjarlægja kæla af staðnum. Þá hafi eigandinn verið „blokkaður“ á samfélagsmiðlum eftir fréttina og dóttir hennar orðið fyrir miklu aðkasti. Hún hafi til að mynda ekki þorað í skólann vegn málsins. Það sé til marks um hvernig áhrif slík frétt getur haft. „Þetta var bara algjört bull. Falsfréttir,“ segir Jóhannes sem fullyrðir að ekkert hafi verið haft samband við eiganda staðarins áður en fréttin fór í loftið - sem líklega allir landsmenn hafi séð. Þrátt fyrir að eigandi staðarins hafi verið sagður „grunaður“ um refsiverða háttsemi í frétt Ríkisútvarpsins segir Jóhannes það engu að síður vera alvarlega ásökun. „Maður tengir það við að lögreglan sé byrjuð að rannsaka eitthvað mál. Grunur er lögfræðilegt hugtak og þegar svona ásakanir koma í fjölmiðla þá er það alveg nóg til að eyðileggja.“Engin afsökunarbeiðni og málsókn í vændumÁ fundi með stéttarfélaginu tók Eining skýrt fram að upplýsingarnar um vinnumansal væru ekki frá þeim komnar. Jóhannes hafði þá strax samband við fréttamann og tjáði honum að ekkert væri til í fullurðingum fréttastofunnar. „Þrátt fyrir það héldu fréttirnar áfram á þeim nótum og orðalagi eins og „grunur um mansal,“ „eigandi staðarins grunaður um mansal,“ „rannsókn á meintu mansalsmáli enn til skoðunar.“ Gríðarlega öflugar, meiðandi og alvarlegar fyrirsagnir.“ Þá þvertekur Jóhannes fyrir að lögreglan á Norðurlandi hafi haft samband við eigendur staðarins eins og fullyrt var í frétt Ríkisútvarpsins. Hann segir enga afsökunarbeiðni hafa borist vegna málsins og að eigandi staðarins kanni nú réttarstöðu sína. Hann segir það „mjög líklegt“ að Sjanghæ muni fara í mál við Ríkisútvarpið. „Það hefur verið gróflega brotið á siðareglum og lögum og stjórnarskrárvörðum réttindum fólks. Þegar svo er þá leitar fólk eðlilega réttar síns,“ segir Jóhannes. Spjall Jóhannesar við Bítið má heyra hér að neðan. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Jóhannes Sigurðarson, lögmaður veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir allar líkur á að Ríkisútvarpið verið dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings þess af málefnum staðarins. Jóhannes ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þann 30. ágúst síðastliðinn greindi Ríkisútvarpið frá því að grunur væri um vinnustaðamansal á staðnum. Talið væri að starfsfólkið fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og fengi að borða matarafganga af veitingastaðnum.Vinnustaðaeftirlit stéttarfélagsins Einingar-Iðju nokkrum dögum síðar sýndi þó fram á að starfsmenn Sjanghæ fái greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Sjá einnig: Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á AkureyriJóhannes segir fréttaflutningurinn hafa komið sér og eiganda staðarins, konu sem búsett hefur verið á Íslandi frá árinu 1994, verulega á óvart og „algjörlega“ í opna skjöldu. „Við vorum að reyna að átta okkur á því hvernig þessar upplýsingar hefðu komist til fjölmiðla af því að þessi frétt var náttúrulega þannig að það var bein útsending og gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð eiganda staðarins,“ segir Jóhannes og bætir við að fréttirnar hafi haft veruleg áhrif á fjölskyldu hennar.Dóttirin þorði ekki í skólann og kælar fjarlægðirJóhannes segist strax hafa farið norður til að fara yfir gögn með stéttarfélaginu sem sýndu að allt væri með felldu í rekstri staðarins. Þegar hann kom norður morguninn eftir sá hann að drykkjarframleiðandi var þegar farinn að fjarlægja kæla af staðnum. Þá hafi eigandinn verið „blokkaður“ á samfélagsmiðlum eftir fréttina og dóttir hennar orðið fyrir miklu aðkasti. Hún hafi til að mynda ekki þorað í skólann vegn málsins. Það sé til marks um hvernig áhrif slík frétt getur haft. „Þetta var bara algjört bull. Falsfréttir,“ segir Jóhannes sem fullyrðir að ekkert hafi verið haft samband við eiganda staðarins áður en fréttin fór í loftið - sem líklega allir landsmenn hafi séð. Þrátt fyrir að eigandi staðarins hafi verið sagður „grunaður“ um refsiverða háttsemi í frétt Ríkisútvarpsins segir Jóhannes það engu að síður vera alvarlega ásökun. „Maður tengir það við að lögreglan sé byrjuð að rannsaka eitthvað mál. Grunur er lögfræðilegt hugtak og þegar svona ásakanir koma í fjölmiðla þá er það alveg nóg til að eyðileggja.“Engin afsökunarbeiðni og málsókn í vændumÁ fundi með stéttarfélaginu tók Eining skýrt fram að upplýsingarnar um vinnumansal væru ekki frá þeim komnar. Jóhannes hafði þá strax samband við fréttamann og tjáði honum að ekkert væri til í fullurðingum fréttastofunnar. „Þrátt fyrir það héldu fréttirnar áfram á þeim nótum og orðalagi eins og „grunur um mansal,“ „eigandi staðarins grunaður um mansal,“ „rannsókn á meintu mansalsmáli enn til skoðunar.“ Gríðarlega öflugar, meiðandi og alvarlegar fyrirsagnir.“ Þá þvertekur Jóhannes fyrir að lögreglan á Norðurlandi hafi haft samband við eigendur staðarins eins og fullyrt var í frétt Ríkisútvarpsins. Hann segir enga afsökunarbeiðni hafa borist vegna málsins og að eigandi staðarins kanni nú réttarstöðu sína. Hann segir það „mjög líklegt“ að Sjanghæ muni fara í mál við Ríkisútvarpið. „Það hefur verið gróflega brotið á siðareglum og lögum og stjórnarskrárvörðum réttindum fólks. Þegar svo er þá leitar fólk eðlilega réttar síns,“ segir Jóhannes. Spjall Jóhannesar við Bítið má heyra hér að neðan.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13 Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13
Allt lögum samkvæmt hjá Sjanghæ á Akureyri Starfsmenn veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum. 5. september 2017 12:01