800 símtöl berast BUGL vegna barna í vanda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2017 20:00 Í fréttum okkar hefur komið fram að andlegri heilsu ungmenna hafi hrakað mikið. Niðurstöður kannana á vegum embættis landlæknis sýna að árið 2016 mátu 36,2 prósent ungmenna andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir aukna þörf fyrir bráðaþjónustu og hún taki nú yfir 75 prósent starfseminnar. Í síðustu viku var talað við foreldra tíu ára drengs sem var mjög andlega veikur en fékk ekki bráðaþjónustu fyrr en hann reyndi sjálfsvíg. Guðrún segir bráðaþjónustu alltaf veitta brátt en hvert tilvik sé metið. „Það er alltaf metið með símtali - við tókum átta hundruð símtöl í fyrra. Fjörutíu prósent þeirra sem talað var við í síma komu til okkar, samdægurs eða daginn eftir.“ Fimm til sex hundruð sjúklingar eru í meðferð á göngudeild BUGL en allir þurfa að fá tilvísun og er forgangsraðað á biðlista. „Meðalbiðtími á barna- og unglingageðdeild er sex mánuðir á göngudeild. Það þýðir í raun að þau mál sem eru bráð bíða skemur en önnur sem bíða lengur.“Finnst þér sem yfirlæknir ásættanlegt að það sé hálfs árs biðlisti? „Nei, þetta er ekki ásættanlegt. Ef maður lítur til nágrannaþjóðanna, þar má biðlistinn ekki vera meira en þrír mánuðir og við stefnum að því.“ Biðlistar voru komnir niður í þrjá mánuði þar til rakaskemmdir í húsnæði BUGL - sem enn er verið að vinna bót á - fældu starfsfólk úr starfi. „Þetta er allt fólk sem vinnur með fólk. Þannig ef við missum út fólk minnkar geta okkar að taka við sjúklingum.“ Guðrún bendir á mikilvægi þess að börn séu gripin sem fyrst af nærumhverfi og þar sé heilsugæslan í mikilvægu hlutverki. „Við vitum náttúrulega að ekki niðurgreiddir sálfræðingar og það er dýrt fyrir venjulegt fólk að fara til sálfræðings á stofu, þannig að það er margt sem má gera betur.“ Tengdar fréttir Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10 Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Í fréttum okkar hefur komið fram að andlegri heilsu ungmenna hafi hrakað mikið. Niðurstöður kannana á vegum embættis landlæknis sýna að árið 2016 mátu 36,2 prósent ungmenna andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir aukna þörf fyrir bráðaþjónustu og hún taki nú yfir 75 prósent starfseminnar. Í síðustu viku var talað við foreldra tíu ára drengs sem var mjög andlega veikur en fékk ekki bráðaþjónustu fyrr en hann reyndi sjálfsvíg. Guðrún segir bráðaþjónustu alltaf veitta brátt en hvert tilvik sé metið. „Það er alltaf metið með símtali - við tókum átta hundruð símtöl í fyrra. Fjörutíu prósent þeirra sem talað var við í síma komu til okkar, samdægurs eða daginn eftir.“ Fimm til sex hundruð sjúklingar eru í meðferð á göngudeild BUGL en allir þurfa að fá tilvísun og er forgangsraðað á biðlista. „Meðalbiðtími á barna- og unglingageðdeild er sex mánuðir á göngudeild. Það þýðir í raun að þau mál sem eru bráð bíða skemur en önnur sem bíða lengur.“Finnst þér sem yfirlæknir ásættanlegt að það sé hálfs árs biðlisti? „Nei, þetta er ekki ásættanlegt. Ef maður lítur til nágrannaþjóðanna, þar má biðlistinn ekki vera meira en þrír mánuðir og við stefnum að því.“ Biðlistar voru komnir niður í þrjá mánuði þar til rakaskemmdir í húsnæði BUGL - sem enn er verið að vinna bót á - fældu starfsfólk úr starfi. „Þetta er allt fólk sem vinnur með fólk. Þannig ef við missum út fólk minnkar geta okkar að taka við sjúklingum.“ Guðrún bendir á mikilvægi þess að börn séu gripin sem fyrst af nærumhverfi og þar sé heilsugæslan í mikilvægu hlutverki. „Við vitum náttúrulega að ekki niðurgreiddir sálfræðingar og það er dýrt fyrir venjulegt fólk að fara til sálfræðings á stofu, þannig að það er margt sem má gera betur.“
Tengdar fréttir Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10 Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Andlegri heilsu íslenskra ungmenna hrakar Íslenskum ungmennum líður almennt verr nú en áður. 4. september 2017 11:10
Móðir drengs sem reyndi sjálfsvíg: „Mikið að þegar tíu ára börn þurfa að reyna sjálfsmorð til að fá hjálp“ Foreldrar tíu ára drengs sem glímir við alvarlegar geðraskanir segjast ráðþrota gagnvart íslensku heilbrigðskerfi. 31. ágúst 2017 11:36