Lambalæri eru tækifæri Þórlindur Kjartansson skrifar 8. september 2017 07:00 Ein fyrsta viðskiptahugmynd barna er gjarnan sú að selja foreldrum sínum teikningar, útklippur úr blöðum, ýmis konar afurðir úr straujuðum plastperlum eða jafnvel fallega steina sem finnast á skólalóðum. Í heimi viðskiptafræðinnar þætti þetta „viðskiptalíkan“ að mörgu leyti skothelt fyrir börnin en að sama skapi nokkuð óhagkvæmt fyrir neytandann. Í flestum tilvikum stendur kaupandinn sjálfur allan straum af efniskostnaði við framleiðsluna og börnin eru þar að auki að jafnaði ekki mjög upptekin af því að fara sparlega með framleiðslutækin. Við þetta bætist að neytendum er algjörlega óheimilt að gera minnstu athugasemdir við gæði afurðanna, ellegar er hætt við að kostnaður við áratugalangar sálfræðimeðferðir bætist ofan á kaupverðið.100% gróði Á móti kemur að verðlagningin er gjarnan frekar vanþróuð. Ég þekki til dæmis til fimm ára stúlku sem nýlega tók upp á því að reyna að selja foreldrum sínum ýmis konar teikningar. Í fyrstu dugði foreldrunum að draga fram kreditkort og „borga“ þannig uppsett verð. Stúlkan áttaði sig fljótlega á því að það væri betra fyrir hana að skrúfa algjörlega fyrir kortaviðskiptin en heimta í staðinn greiðslu í beinhörðum peningum. Verðlagningin er býsna reikul. Stundum eru myndirnar seldir á „einn pening“ eða „tvo peninga.“ Það nýjasta er að rukka um „pening með fimm“ eða peninga „með tíu“ og þar fram eftir götunum. Það skiptir reyndar ekki máli fyrir þennan viðskiptafrömuð í hvaða gjaldmiðli greiðslan er innt af hendi—allt er þetta 100% gróði. En lífið í verslun og viðskiptum getur verið flókið þegar eftirspurn og framboð neita að mætast. Seljendur þurfa að gæta ákveðins hófs í verðlagningu til þess að tryggja að þeir festist ekki með lager af vörum sem enginn lítur við. Þá er stundum boðið sérstakt tilboð þar sem margar myndir eru boðnar á verði einnar. Augljósasta viðbragðið þegar framboð er meira en eftirspurn er nefnilega að lækka verðið. Íslenska kjötfjallið er ákaflega myndrænt dæmi um það þegar eftirspurn og framboð neita að mætast. Nú er talað um að þrettán hundruð tonn af íslensku lambakjöti standi óselt í stöflum, öllum til ama og engum til gagns. Vegna þess sem kallað er „offramleiðsla“ hefur verð til sauðfjárbænda snarlækkað og ríkisvaldið bregst við með því að gera tilraunir til þess að draga úr framleiðslunni, gera framleiðsluna ódýrari og lokka menn út úr atvinnugreininni. Semsagt: Hágæða og heilnæm vara sem framleidd er í landi sem annálað er fyrir hreint umhverfi situr föst í frystigeymslum og keppst er við að koma henni út á sem lægstu verði til þess að gera hana „samkeppnishæfa“. Á sama tíma er í gangi alþjóðleg vakning um skaðlegar aukaverkanir í verksmiðjuframleiðslu nauta- og svínakjöts. Neytendur víðast um heim kaupa því kjöt af skepnum sem standa á básum í mörg hundruð metra löngum röðum á eyðilegum ökrum við hliðina á hraðbrautum; en fáir virðast líta við íslenska lambinu sem sprangar sumarlangt í frísklegu frelsi um íslensk fjöll og dali. Það er eitthvað bogið við þetta. Þegar unga stúlkan með myndirnar hafði áttað sig á að vel gekk að selja myndirnar fyrir „einn pening“ eða „fimm kall“ leið ekki á löngu þar til hún fór að gera frekari tilraunir með verðlagninguna. Á hagfræðimáli þá langaði hana til þess átta sig betur á „verðteygni“ vörunnar. Eftir að hafa mótþróalaust hækkað verðið upp í 10 krónur ákvað hún að taka stórt stökk. Næst heimtaði hún hundrað kall fyrir myndina. Þetta fannst viðskiptavinum hennar vera heldur langt gengið og upphófust því samningaviðræður. Fyrsta boð kaupandans var að borga tuttugu krónur. Því var hafnað. Fimmtíu krónu tilboði var líka hafnað. Verðið var algjörlega óhagganlegt, en þegar ungi viðskiptafrömuðurinn komst að því að ekkert yrði úr kaupunum á þessum kjörum þá hugsaði hún sig um stutta stund og sagði svo: „En ef ég geri myndina flottari? Viltu þá kaupa hana á hundrað krónur?“ Næstaugljósasta viðbragðið þegar framboð er meira en eftirspurn er nefnilega að auka gæðin. Það hljóta að vera gríðarlega mikil tækifæri í íslenskri lambakjötsframleiðslu. Það er hins vegar ljóst að vegna eðlis starfseminnar þá er ekki hægt að herma eftir því hvernig risastór alþjóðleg matvælaframleiðslufyrirtæki haga framleiðslunni. Lambakjötið þarf að selja á allt öðrum forsendum en nauta- og svínakjöt úr daunillum verksmiðjum og ætti í raun ekki að vera borið saman við þá vöru. Íslenska lambakjötið ætti að vera langdýrasta kjötvaran í þeim verslunum þar sem hún fæst—jafnvel mörgum sinnum dýrari heldur en aðrar kjötafurðir. Þegar framboð og eftirspurn mætast ekki þá eru til fleiri svör en að draga úr framleiðslu eða lækka verð. Stundum er líka hægt að „gera myndina flottari“, auka verðmætin og gera vöruna meira aðlaðandi—jafnvel á miklu hærra verði. Þess vegna ætti bara að vera tímaspursmál hvenær íslenskum sauðfjárbændum auðnast að gera sína hágæðavöru að fokdýrum lúxus á alþjóðlegum markaði og líklega er það helsta sem stendur í vegi fyrir því of mikil miðstýring og sífelldar björgunaraðgerðir stjórnvalda. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Ein fyrsta viðskiptahugmynd barna er gjarnan sú að selja foreldrum sínum teikningar, útklippur úr blöðum, ýmis konar afurðir úr straujuðum plastperlum eða jafnvel fallega steina sem finnast á skólalóðum. Í heimi viðskiptafræðinnar þætti þetta „viðskiptalíkan“ að mörgu leyti skothelt fyrir börnin en að sama skapi nokkuð óhagkvæmt fyrir neytandann. Í flestum tilvikum stendur kaupandinn sjálfur allan straum af efniskostnaði við framleiðsluna og börnin eru þar að auki að jafnaði ekki mjög upptekin af því að fara sparlega með framleiðslutækin. Við þetta bætist að neytendum er algjörlega óheimilt að gera minnstu athugasemdir við gæði afurðanna, ellegar er hætt við að kostnaður við áratugalangar sálfræðimeðferðir bætist ofan á kaupverðið.100% gróði Á móti kemur að verðlagningin er gjarnan frekar vanþróuð. Ég þekki til dæmis til fimm ára stúlku sem nýlega tók upp á því að reyna að selja foreldrum sínum ýmis konar teikningar. Í fyrstu dugði foreldrunum að draga fram kreditkort og „borga“ þannig uppsett verð. Stúlkan áttaði sig fljótlega á því að það væri betra fyrir hana að skrúfa algjörlega fyrir kortaviðskiptin en heimta í staðinn greiðslu í beinhörðum peningum. Verðlagningin er býsna reikul. Stundum eru myndirnar seldir á „einn pening“ eða „tvo peninga.“ Það nýjasta er að rukka um „pening með fimm“ eða peninga „með tíu“ og þar fram eftir götunum. Það skiptir reyndar ekki máli fyrir þennan viðskiptafrömuð í hvaða gjaldmiðli greiðslan er innt af hendi—allt er þetta 100% gróði. En lífið í verslun og viðskiptum getur verið flókið þegar eftirspurn og framboð neita að mætast. Seljendur þurfa að gæta ákveðins hófs í verðlagningu til þess að tryggja að þeir festist ekki með lager af vörum sem enginn lítur við. Þá er stundum boðið sérstakt tilboð þar sem margar myndir eru boðnar á verði einnar. Augljósasta viðbragðið þegar framboð er meira en eftirspurn er nefnilega að lækka verðið. Íslenska kjötfjallið er ákaflega myndrænt dæmi um það þegar eftirspurn og framboð neita að mætast. Nú er talað um að þrettán hundruð tonn af íslensku lambakjöti standi óselt í stöflum, öllum til ama og engum til gagns. Vegna þess sem kallað er „offramleiðsla“ hefur verð til sauðfjárbænda snarlækkað og ríkisvaldið bregst við með því að gera tilraunir til þess að draga úr framleiðslunni, gera framleiðsluna ódýrari og lokka menn út úr atvinnugreininni. Semsagt: Hágæða og heilnæm vara sem framleidd er í landi sem annálað er fyrir hreint umhverfi situr föst í frystigeymslum og keppst er við að koma henni út á sem lægstu verði til þess að gera hana „samkeppnishæfa“. Á sama tíma er í gangi alþjóðleg vakning um skaðlegar aukaverkanir í verksmiðjuframleiðslu nauta- og svínakjöts. Neytendur víðast um heim kaupa því kjöt af skepnum sem standa á básum í mörg hundruð metra löngum röðum á eyðilegum ökrum við hliðina á hraðbrautum; en fáir virðast líta við íslenska lambinu sem sprangar sumarlangt í frísklegu frelsi um íslensk fjöll og dali. Það er eitthvað bogið við þetta. Þegar unga stúlkan með myndirnar hafði áttað sig á að vel gekk að selja myndirnar fyrir „einn pening“ eða „fimm kall“ leið ekki á löngu þar til hún fór að gera frekari tilraunir með verðlagninguna. Á hagfræðimáli þá langaði hana til þess átta sig betur á „verðteygni“ vörunnar. Eftir að hafa mótþróalaust hækkað verðið upp í 10 krónur ákvað hún að taka stórt stökk. Næst heimtaði hún hundrað kall fyrir myndina. Þetta fannst viðskiptavinum hennar vera heldur langt gengið og upphófust því samningaviðræður. Fyrsta boð kaupandans var að borga tuttugu krónur. Því var hafnað. Fimmtíu krónu tilboði var líka hafnað. Verðið var algjörlega óhagganlegt, en þegar ungi viðskiptafrömuðurinn komst að því að ekkert yrði úr kaupunum á þessum kjörum þá hugsaði hún sig um stutta stund og sagði svo: „En ef ég geri myndina flottari? Viltu þá kaupa hana á hundrað krónur?“ Næstaugljósasta viðbragðið þegar framboð er meira en eftirspurn er nefnilega að auka gæðin. Það hljóta að vera gríðarlega mikil tækifæri í íslenskri lambakjötsframleiðslu. Það er hins vegar ljóst að vegna eðlis starfseminnar þá er ekki hægt að herma eftir því hvernig risastór alþjóðleg matvælaframleiðslufyrirtæki haga framleiðslunni. Lambakjötið þarf að selja á allt öðrum forsendum en nauta- og svínakjöt úr daunillum verksmiðjum og ætti í raun ekki að vera borið saman við þá vöru. Íslenska lambakjötið ætti að vera langdýrasta kjötvaran í þeim verslunum þar sem hún fæst—jafnvel mörgum sinnum dýrari heldur en aðrar kjötafurðir. Þegar framboð og eftirspurn mætast ekki þá eru til fleiri svör en að draga úr framleiðslu eða lækka verð. Stundum er líka hægt að „gera myndina flottari“, auka verðmætin og gera vöruna meira aðlaðandi—jafnvel á miklu hærra verði. Þess vegna ætti bara að vera tímaspursmál hvenær íslenskum sauðfjárbændum auðnast að gera sína hágæðavöru að fokdýrum lúxus á alþjóðlegum markaði og líklega er það helsta sem stendur í vegi fyrir því of mikil miðstýring og sífelldar björgunaraðgerðir stjórnvalda. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun