Svona lítur 123 sm stórlax út í mynd Karl Lúðvíksson skrifar 7. september 2017 10:00 Í Elliðaánum er laxateljari Mynd: www.laxfiskar.is Stórlöxum í íslenskum laxveiðiám hefur fjölgað síðustu ár og á hverju ári veiðast laxar sem fara aðeins yfir 100 sm. Það fara þó sögur af stærri löxum sem sjást eða taka flugur veiðimanna en það hljóta þá að vera ansi vænir laxar því á þessu ári er stærsti laxinn sem hefur verið landað 109 sm og hver sentimeter eftir það er ansi fljótur að telja í vigt á stórum laxi. Stærri laxar þekkjast þó vel og áinn Drammenselva er ein af þeim sem er þekkt fyrir rígvæna laxa. Í ánni er laxateljari sem er búinn myndatökuvél sem tekur stutt myndbrot af löxum og öðrum fiskum sem fara í gegnum teljarann. Í fyrradag fór sannkallaður stórlax í gegnum teljarann en fiskurinn er mældur 123 sm í teljaranum og eins og sést á myndbrotinu sem má finna hér er þetta engin smásmíði. Lax af þessari stærð er kominn vel yfir 30 pund og líklega er hann nær 40 pundum að þyngd. Laxateljarar hafa gefið mikið af upplýsingum um göngustærðir og stærðir laxa sem ganga í árnar en laxateljara frá Vaka er að finna í mörgum íslenskum veiðiám. Mest lesið Aukning í netaveiði 2010 Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði
Stórlöxum í íslenskum laxveiðiám hefur fjölgað síðustu ár og á hverju ári veiðast laxar sem fara aðeins yfir 100 sm. Það fara þó sögur af stærri löxum sem sjást eða taka flugur veiðimanna en það hljóta þá að vera ansi vænir laxar því á þessu ári er stærsti laxinn sem hefur verið landað 109 sm og hver sentimeter eftir það er ansi fljótur að telja í vigt á stórum laxi. Stærri laxar þekkjast þó vel og áinn Drammenselva er ein af þeim sem er þekkt fyrir rígvæna laxa. Í ánni er laxateljari sem er búinn myndatökuvél sem tekur stutt myndbrot af löxum og öðrum fiskum sem fara í gegnum teljarann. Í fyrradag fór sannkallaður stórlax í gegnum teljarann en fiskurinn er mældur 123 sm í teljaranum og eins og sést á myndbrotinu sem má finna hér er þetta engin smásmíði. Lax af þessari stærð er kominn vel yfir 30 pund og líklega er hann nær 40 pundum að þyngd. Laxateljarar hafa gefið mikið af upplýsingum um göngustærðir og stærðir laxa sem ganga í árnar en laxateljara frá Vaka er að finna í mörgum íslenskum veiðiám.
Mest lesið Aukning í netaveiði 2010 Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði