Ráðist var á öryggisvörð í Landsbankanum á öðrum tímanum í dag. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynnt hafi verið um málið klukkan 14 en árásaraðilinn var farinn þegar lögregla kom á staðinn. Er vitað um hvern ræðir og náðist árásin á upptöku öryggismyndavéla.
Var öryggisvörðurinn tekinn hálstaki og sparkað í hann en málið er nú til rannsóknar.
Ekið var á átta ára dreng sem var á reiðhjóli í austurborginni á fjórða tímanum í dag. Talið að hann hafi hlotið minniháttar áverka og ætlaði faðir hans að fara með hann á slysadeild til skoðunar.
Þá óskaði starfsfólk Laugardalslaugar eftir aðstoð lögreglu vegna ágreinings tveggja manna um eign á handklæði sem endaði með líkamsárás. Er það mál til rannsóknar hjá lögreglu.
Ráðist á öryggisvörð í Landsbankanum og deila um handklæði í Laugardalslaug endaði með líkamsárás
Birgir Olgeirsson skrifar
